Mynd með færslu

Saga þjóðar

Tveggja manna stórsveitin Hundur í óskilum fer á hundavaði í gegnum Íslandssöguna frá upphafi til okkar daga undir styrkri stjórn Benedikts Erlingssonar. Sjónum er beint að landnámi, Sturlungaöld, hinum myrku miðöldum, hersetunni og hruninu. Harmræn gamansemi í tali og tónum. Flytjendur: Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen.