Mynd með færslu

Raddir heims

Raddir heims: úr sveitum Frakklands. Þjóðlagatónlist er mjög lifandi í Frakklandi: hljóðfærin eru oft lítt breytt frá þeim sem voru notuð á miðöldum, málýskur hafa varðveist, útihátíðir blómstra og eru vettvangur fyrir tónlistina og dansana. Raddir úr sveitum Frakklands er þáttaröð sem fer um víðan völl til að beina ljósinu að fjölbreytileikanum sem...
Hlaðvarp:   RSS iTunes

Raddir heims - lokaþáttur

Í þessum síðasta þætti Radda heims verður hlustað á þær raddir sem eiga erfitt með að láta í sér heyra, ýmist vegna stríðsátaka eða stöðu í samfélaginu, ellegar vegna landfræðilegrar einangrunar. Við kveðjum Túarega, Eþíópíu-söngkonu, alsírskan...
26.08.2014 - 11:24

Forn hljóðfæri og þjóðlagatónlist

Hvaðan koma þjóðlög? Er þau það sama og heimstónlist? Þegar leitað er að uppruna þjóðlaga beinist leitin fljótlega að miðöldum. En hversu raunveruleg eru þessi tengsl og þá sérstaklega hvað varðar hljóðfærin? Án þess að fara að neinu marki út í...
19.08.2014 - 10:40

Af mandólíni og banjói

Mandólín er nátengt Napólí en líka bluegrass-tónlist frá Suðurríkjum Bandaríkjanna og í því heyrist víða, bæði í klassískum verkum og þjóðlögum. Eins og mandólín, er banjó líka alþekkt í bandarískri þjóðlagatónlist, sem og bluegrass-tónlist, og þar...
12.08.2014 - 11:50

Gítarinn er hljóðfæri allra

Gítarinn kom fyrst fram í byrjun 16. aldar og deilt er um hvort hann hafi alfarið þróast í Evrópu eða annars staðar, en í dag er spilað á gítar um heim allan og hann er til í mismunandi útgáfum. Í þættinum koma líka fram vihuela, forveri gítarsins,...
05.08.2014 - 12:31

Uppruni íslensku þjóðlaganna

Eggert Pálsson, úr tónlistarhópnum Voces Thules, verður viðmælandi þáttarins í dag og segir okkur frá bakgrunni íslenskra þjóðlaga. Var kirkjan allsráðandi eða voru þjóðlögin einnig veraldleg? Höfðu tengsl við Evrópulönd áhrif á þjóðlögin? Spilað...
28.07.2014 - 12:35

Íslensku hljóðfærin

Þátturinn í dag er tileinkaður íslenskum hljóðfærum sem eru mun fleiri en bara langspil þótt það sé orðið þekktast að nýju af gömlu hljóðfærunum. Tónlistarhópurinn Spilmenn Ríkínís hefur gefið út disk undir nafninu Ljómalind og Örn Magnússon kemur í...
22.07.2014 - 11:33