Mynd með færslu

Popppunktur

Hinn sívinsæli Popppunktur snýr aftur á RÚV í sumar. Spurningarnar verða að þessu sinni eingöngu um íslenska popp og rokktónlist. Liðin sem keppa í sumarútgáfu Popppunkts 2016 eru: Grísalappalísa, Reykjavíkurdætur, Moses Hightower, Retro Stefson, FM Belfast, Boogie Trouble, Amabadama og Agent Fresco. Stjórnendur eru eins og áður þeir Felix Bergsson og...
Hlaðvarp:   RSS iTunes

Rústuðu hóteli í úrslitum Popppunkts

Það gekk mikið á í úrslitaþætti Popppunkts, þar sem félagarnir í FM Belfast stóðu uppi sem sigurvegarar eftir hörkuleik við Grísalappalísu. Raunar gekk svo mikið á að hljómsveitunum tókst að rústa tilbúnu hótelherbergi þegar þær spreyttu sig á...
13.08.2016 - 08:37

FM Belfast komnir í úrslit Popppunkts

Amabadama og FM Belfast mættust í síðari undanúrslitaleik Popppunkts og fóru FM Belfast með nokkuð sigur 43 stig gegn 28. Raunar byrjuðu liðin ekki vel því þau þekktu ekki Bone Symphony með Ragnhildi Gísla og Jakob Magnússon í fyrri...
10.08.2016 - 14:18

Fóru á kostum í Hemma Gunn lagi

Retro Stefson og Grísalappalísa mættust í æsispennandi hörkuleik í fyrri undanúrslitaleik Popppunkts árið 2016. Báðar hljómsveitir reyndust mjög vel að sér í íslensku popp og rokksögunni og renndu sér í gegnum spurningar Dr. Gunna án teljandi...
10.08.2016 - 13:56

Æsispennandi úrslit í Popppunkti

Úrslitaþáttur í sumapopppunkti á Rás 2 reyndist æsispennandi, enda tvö hörkulið sem mættust. Það voru Bandalag íslenskra listamanna og Íslensku tónlistarverðlaunin. Þátturinn fór í loftið um Verslunarmannahelgina.
05.08.2015 - 11:41

Þungur en skemmtilegur Popppunktur

Í sérstökum aukaþætti Popppunkts á Rás 2 árið 2015 voru gestir lið poppfræðinga götunnar, eða Nördum og lið atvinnumanna af Rás 2. Þar mættust stálin stinn í óvenju erfiðum Popppunkti.
27.07.2015 - 12:44

Síðari undanúrslit í Popppunkti

Í hinum undanúrslitaleiknum í Popppunkti sumarið 2015 á Rás 2 mættust fulltrúar Íslensku tónlistarverðlaunanna, ÍSTÓN og eigendur listarýmisins Mengis.
20.07.2015 - 12:46