Mynd með færslu

Ísþjóðin með Ragnhildi Steinunni

Í þáttunum skyggnumst við inn í líf ungra Íslendinga sem takast á við krefjandi og spennandi hluti. Í þessari þáttarröð fylgjumst við meðal annars með eina íslenska atvinnumanninum á brimbretti, förum í tónleikaferðalag með hljómsveitinni Kaleo og kynnumst einum færasta húðflúrara í heimi. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson og Ragnhildur Steinunn...

„Ég varð persónuleikalaus“

Heiðar Logi Elíasson er fyrsti atvinnumaður Íslendinga á brimbretti. Norður Atlantshafið er hans annað heimili en í ísköldum sjónum, innan um ógnvænlegar öldur, unir hann sér best. Segja má að sjórinn hafi beislað orkuna í honum því hann greindist...

„Ólafía er frábær golfari“

Cheyenne Woods, bandaríski atvinnukylfingurinn og náfrænka Tigers Woods, fer fögrum orðum um Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og segir að hún sé frábær golfari. „Hún slær gríðarvel. En ég mundi segja að hún væri sterkust á flötinni. Hún æfir mikið pútt...

„Ég þarf hjálp til að stækka draumana mína“

„Ég hef ekki séð neinn annan gera þetta. Ég þarf hjálp til að stækka draumana mína. Þeir eru kannski ekki nógu stórir“, segir hin tuttuga og fjögurra ára Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem skrifaði nýjan kafla í golfsögu Íslands þegar hún varð fyrsti...

Fólk hefur játað ótrúlegustu hluti í stólnum

Gunnar Valdimarsson er einn fremsti húðflúrari heims en hann hefur tuttugu og þrisvar sinnum unnið til alþjóðlegra verðlauna og rekur í dag sína eigin stofu í Osló, þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum. Hans aðalsmerki eru...

„Ég vissi ekki að þetta væri misnotkun“

Söngkonan Sara Pétursdóttir, betur þekkt sem Glowie, varð fyrir kynferðislegri misnotkun tvisvar sinnum á upphafsári sínu í framhaldsskóla. Þetta upplýsir hún í Ísþjóðinni með Ragnhildi Steinunni en þátturinn verður sýndur á sunnudagskvöldið á RÚV.
30.03.2017 - 14:10

Nýtt lag með Jökli úr Kaleo frumflutt

Jökull Júlíusson, meðlimur hljómsveitarinnar Kaleo, var fyrsti viðmælandi Ísþjóðarinnar með Ragnhildi Steinunni, sem hóf göngu sína á ný á RÚV í kvöld. Jökull frumflutti þar nýtt lag eftir sig, sem nefnist „I Want More“. Hlustið og horfið hér.