Mynd með færslu

Finndið

Hugleiki Dagssyni er boðið á uppistandshátíð í Turku í Finnlandi ásamt frænda sínum, hinum þaulreynda Ara Eldjárn. Þar reynir á grín- og aðlögunarhæfni þeirra en þeir komast þó að því að húmor er alþjóðlegri en þá grunaði. Heimildarmynd sem gefur einstaka innsýn inn í heim uppistandarans.