Mynd með færslu

Baráttan fyrir hinsegin jafnrétti

Heimildarmynd sem skyggnist á bak við atburði sem áttu sér stað í Kaliforníuríki þegar lög sem bönnuðu hjónaband samkynhneigðra voru tekin í gildi. Hópur fólks kærði löggjöfina til hæstaréttar Bandaríkjanna og barðist þannig hetjulega fyrir réttindum samkynhneigðra. Leikstjórar: Ben Cotner og Ryan White.