Mynd með færslu

Áfram, konur!

Breskir gamanþættir um baráttu einnar konu fyrir kosningarétti kvenna árið 1910. Með ákefð og eldmóði reynir hún að sannfæra siðprúðar og formfastar vinkonur sínar um að taka þátt í baráttunni og krefjast jafnréttis á kurteisan og viðeigandi hátt. Aðalhlutverk: Jessica Hynes, Vicki Pepperdine og Emma Pierson.