Tennis

Nadal vann opna bandaríska í þriðja sinn

Spánverjinn Rafael Nadal vann skjótan og öruggan sigur á andstæðingi sínum í úrslitum opna bandaríska meistaramótsins í Tennis, sem lauk í New York í kvöld. Hann sigraði andstæðing sinn, hinn suður-afríska Kevin Anderson, í þremur settum; 6-3, 6-3...
11.09.2017 - 00:46

Opna bandaríska: Stephens óvæntur sigurvegari

Sloane Stephens gerði sér lítið fyrir og vann Opna bandaríska meistaramótið í tennis í gær. Það magnaðasta við sigur hinnar 24 ára gömlu Sloane Stephens er að fyrir fimm vikum var hún í 957. sæti á heimslistanum í tennis.
10.09.2017 - 14:06

Opna bandaríska: Nadal kominn í úrslit

Hinn spænski Rafael Nadal flaug framhjá hinum argentíska Juan Martin Del Potro í undanúrslitum þrátt fyrir tap í fyrsta setti. Eftir það sýndi Nadal úr hverju hann er gerður og vann öruggan sigur. Mótherji hans í úrslitum er hinn 31 árs gamli Kevin...
09.09.2017 - 12:30

Tvær nokkuð óþekktar í úrslit Opna bandaríska

Það verða Sloane Stephens, 24 ára Bandaríkjakona og Madison Keys, 22 ára einnig frá Bandaríkjunum sem munu mætast í úrslitum einliðaleiks kvenna á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis annað kvöld. Stephens sló út reynsluboltann Venus Williams í...
08.09.2017 - 09:15

Meistarinn frá því í fyrra úr leik

Angelique Kerber er úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis en hún vann mótið í fyrra. Kerber, sem hefur ekki unnið mót á þessu ári, tapaði 6-3 og 6-1 fyrir Naomi Osaka í fyrstu umferð mótsins í dag.
29.08.2017 - 18:41

Sharapova sneri aftur með látum

Rússneska tenniskonan Maria Sharapova sló næststigahæstu tenniskonu heims, Simonu Halep, út á opna bandaríska meistaramótinu í nótt.
29.08.2017 - 13:00

Rafael Nadal efstur á heimslistanum

Spánverjinn Rafael Nadal verður efstur á heimslistanum í tennis sem birtur verður á mánudaginn. Þetta verður í fyrsta sinn frá því í júlí 2014 sem Nadal trónir á toppi listans.
14.08.2017 - 16:32

Rafn Kumar: „Kanntu ekki reglurnar eða?“

Rafn Kumar Bonifacius vann Birki Gunnarsson 2-0 í úrslitum einliðaleiks karla í tennis en Rafn Kumar varð þar með Íslandsmeistari utanhúss í tennis þriðja árið í röð. Rafn Kumar lét þó nokkra dóma í dag fara einstaklega í taugarnar á sér.
13.08.2017 - 17:40

Rafn Kumar og Sofia Sóley Íslandsmeistarar

Íslandsmótinu í tennis lauk í dag í Laugardal. Það var svo sannarlega líf og fjör í úrslitaleikjunum í einliðaleik.
13.08.2017 - 15:56

Áhorfandi fékk að spreyta sig á Wimbledon

Afar óvenjulegt atvik átti sér stað á Wimbledon mótinu í tennis þegar áhorfanda var boðið inn á völlinn til að taka þátt í leiknum. Manninum var troðið í hvít keppnisklæði og hann fékk að spila um stund á móti tennisstjörnunni Kim Clijsters.
17.07.2017 - 11:42

Federer vann Wimbledon í áttunda skiptið

Svisslendingurinn Roger Federer vann í dag Wimbledon mótið í áttunda skiptið og þar með sinn 19 risatitil. Sigurinn var einstaklega sannfærandi en vann hann öll sett dagsins, 6-3, 6-1 og 6-4. Mótherji Federer var hinn króatíski Marin Čilić. Sá...
16.07.2017 - 15:04

Garbine Muguruza vann Wimbledon mótið

Hin spænska Garbine Muguruza vann í dag Wimbledon mótið í tennis. Var þetta hennar annar risatitill í tennis. Sigraði hún Venus Williams í tveimur settum í dag.
15.07.2017 - 15:01

Federer og Venus að spila eins og það sé 2005

Hinn 35 ára gamli Roger Federer og hin 37 ára gamla Venus Williams stefna harðbyri á enn eitt gullið á Wimbledon mótinu í tennis. Með sigri nær Federer í sitt áttunda gull á mótinu en Venus getur náð sínu sjötta. Sigri Venus þá er hún komin með jafn...
13.07.2017 - 21:34

Murray leiðréttir blaðamann: „Fyrsti karlinn?“

Skotinn Andy Murray hefur fengið mikið lof á samfélagsmiðlum og annars staðar fyrir viðbrögð sín á blaðamannafundi eftir tap gegn Bandaríkjamanninum Sam Querrey í 8-manna úrslitum Wimbledon-mótsins í gær.
13.07.2017 - 10:11

Murray ver ekki titilinn á Wimbledon

Skotinn Andy Murray féll í dag úr leik í 8-manna úrslitum á Wimbledon tennismótinu í Lundúnum en kappinn átti titil að verja.
12.07.2017 - 15:34