Tálknafjarðarhreppur

Styrkir stoðirnar á sunnanverðum Vestfjörðum

Gengið hefur verið frá samningi um að aflamark Byggðastofnunnar, sem áður var úthlutað Tálknfirðingum, muni haldist innan atvinnusvæðisins og þannig byggðafesta á vinnusóknarsvæðum þéttbýlisstaða á sunnaverðum Vestfjörðum efld. Að samkomulaginu...
10.02.2016 - 13:48

Áform um að setja upp varmadælu á Tálknafirði

Áform eru um að nota varmadælu til húshitunar fyrir alla byggðina á Tálknafirði. Oddviti hreppsins segir markmiðið vera að færa sig úr raforku í aðra staðbundna orkugjafa.
03.12.2015 - 11:54

„Höggið varð mýkra“

Það var reiðarslag fyrir Tálknafjarðarhrepp þegar öllum tuttugu og sex starfsmönnum fiskvinnslunnar Þórsbergs var sagt upp. Það voru um tíu prósent af íbúum hreppsins. Fljótlega varð ljóst að vinnslan yrði ekki opnuð að nýju. Þrátt fyrir það virðist...
01.12.2015 - 19:42

Kvótinn seldur frá Tálknafirði

1200 tonna kvóti og um 60-70 prósent af útsvarstekjum hverfa frá Tálknafirði þegar Kópur BA, línubátur í eigu Þórsbergs á Tálknafirði, verður seldur Nesfiski í Garði. Fiskvinnsla Þórsbergs, sem var lokað í haust, mun því ekki opna á ný.
07.10.2015 - 14:34

Virkni staðfest í íslenskum jurtavörum

Lífrænt vottuð jurtasmyrsl Villimeyjar á Tálknafirði eru samkvæmt rannsókn Matíss með virk efni sem jákvæð áhrif á húðina. Framkvæmdastjóri Villimeyjar er ánægður með að staðfest hafi verið að virknin sé sú sem þau hafi haldið fram.
20.09.2015 - 15:44

Fimm systur vinna saman á Tálknafirði

Veturinn 2006 ákváðu fimm systur frá Tálknafirði, Særún, Sædís, Stína, Freyja og Magga, að fara í heljarmiklar framkvæmdir. Ekki voru nógu mörg gistipláss í þorpinu til að anna eftirspurn svo stóra, gamla Bjarmaland skildi tekið í gegn og gefið...
12.03.2015 - 13:35

Húsnæðisskortur heftir þróun

Víða á landsbyggðinni er mikill skortur á leiguhúsnæði. Í sumum bæjum er allt að fimmtungur íbúðarhúsa eingöngu notaður sem frístundahús. Á stöðum þar sem atvinnulífið hefur tekið kipp komast oft færri að en vilja. Skortur á húsnæði stendur því...

Indriði áfram oddviti Tálknafjarðarhrepps

Indriði Indriðason verður áfram oddviti Tálknafjarðarhrepps. Það var niðurstaða atkvæðagreiðslu á fundi sveitarstjórnar í síðustu viku. Indriði hlaut flest atkvæði í kosningu til sveitarstjórnar í vor og var gengið frá áframhaldandi ráðningu hans...

Breyta lögum vegna Tálknafjarðarmáls

Menntamálaráðuneytið hefur kynnt drög að frumvarpi um breytingar á grunnskólalögum. Þannig á að taka á óvissunni sem kom upp þegar Tálknafjarðarhreppur samdi við Hjallastefnuna um rekstur eina grunnskólans í sveitarfélaginu.
18.07.2014 - 18:04

Indriði efstur í Tálknafjarðarhreppi

Indriði Indriðason hlaut flest atkvæði í kosningum í Tálknafjarðarhrepp.

Tálknafjarðarhreppur

Í Tálknafjarðarhreppi bjuggu 297 þann 1. janúar 2014. Sveitarfélagið er í 58. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. Enginn listi býður fram í sveitarfélaginu og því verða kosningarnar þar óhlutbundnar.
14.05.2014 - 18:55

Nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð undirrituð

Skrifað var undir Nýtingaráætlun strandsvæðis Arnarfjarðar fram til 2024 í dag. Í henni felst skipulag fjarðarins, undan ströndum. Staðsetningu fiskeldiskvía, útsýnisleiðir ferðaþjónustufyrirtækja, rækjuveiðar, dragnótaveiði, línuveiði, og hvar...

Kvenfélagið sér um þorramatinn

Kvenfélagið Harpa á Tálknafirði hefur um árabil útbúið allan þorramat fyrir þorrablót Tálknfirðinga, en þegar slátur og pungar eru sett í súr að hausti er skammturinn ríflegur því kvenfélagskonur vilja eiga nóg til þess að geta selt þorpsbúum líka.
28.01.2014 - 11:20

Sérstökum aflaheimildum senn úthlutað

Um næstu mánaðamót eiga að liggja fyrir samningar um úthlutun sérstakra aflaheimilda til sex byggðarlaga sem eiga í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Forstjóri Byggðastofnunar væntir þess að þannig megi tryggja heilsárs fiskvinnslu á þessum...

Útgerðarmenn á Breiðdalsvík óánægðir

Útgerðarmenn á Breiðdalsvík eru óánægðir með að engin umsókna þeirra um sérstakan byggðakvóta hafi hlotið náð fyrir augum Byggðastofnunar. Heimamenn áforma að endurvekja fiskvinnslu á staðnum.