Wintris-málið

Þjóðverjar kaupa Panamaskjölin

Þýsk stjórnvöld hafa keypt gagnagrunn Panamaskjalanna sem sýnir eignir í þekktum skattaskjólum. Kaupverðið er talið nema um 5 milljónum evra, 600 milljónum íslenskra króna. Gögnin byggja á leka frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca í Panama.
05.07.2017 - 15:15

Dagur pólitískra hamfara

Eitt ár er í dag liðið frá því Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hrökklaðist úr embætti forsætisráðherra vegna uppljóstrana í Panamaskjölunum um eignir í aflandsfélögum á Bresku Jómfrúaeyjum. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins...
05.04.2017 - 06:40

Átök og ólga í Framsókn - hvað gerðist?

Framsóknarflokkurinn logar stafnanna á milli eftir að Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður flokksins, lýsti því yfir að hann ætlaði að bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins. Nokkrir þingmenn hafa...

Silja: Ætluðum að lýsa vantrausti á Sigmund

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að þingflokkurinn hafi verið reiðubúinn að setja Sigmund Davíð Gunnlaugsson af sem forsætisráðherra í apríl. Hún segir ömurlegt að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og...

Get ekki beðist afsökunar á „ótrúlegri árás“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að þingkosningarnar séu ekki snemma vegna Wintris-málsins. „Ég steig til hliðar á meðan það mál var að skýrast sem það hefur svo sannarlega gert síðar...

Lét kanna tölvuinnbrot rétt fyrir Wintris-þátt

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lét rekstrarfélag stjórnarráðsins kanna hvort brotist hefði verið inn í tölvu hans tveimur dögum áður en Kastljósþáttur var sýndur þar sem uppljóstrað var um eign hans í aflandsfélaginu Wintris. Þetta kemur fram í svari...
12.09.2016 - 17:12

Soros réði engu um Panamaskjölin

George Soros hafði engin áhrif á fréttaflutning Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ, og samstarfsmanna þeirra af Panamaskjölunum. Þetta segir Gerard Ryle, framkvæmdastjóri ICIJ, aðspurður um orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar....
28.07.2016 - 21:25

Hanson: Nauðsynlegt að afhjúpa hræsni

Nils Hanson, ritstjóri sænska fréttaskýringaþáttarins Uppdrag granskning segir að nauðsynlegt hafi verið að fá Sigmund Davíð Gunnlaugsson í viðtal á fölskum forsendum til að afhjúpa hræsni hans. Hann segir aðferðirnar vera umdeildar en taldar...
05.06.2016 - 19:57

Aðstoðarmaður Sigmundar hringdi í ritstjórann

Aðstoðarmaður fyrrverandi forsætisráðherra segir að það hafi verið hann en ekki blaðafulltrúi ráðuneytisins sem hafði samband við ritstjóra sænsks fréttaskýringarþáttar eftir viðtal við forsætisráðherra. Hann þvertekur fyrir að hafa reynt að koma í...
05.06.2016 - 12:48

Vilja girða fyrir skattaskjól og leyndina

Nauðsynlegt er að íslensk stjórnvöld grípi til fjölþættra aðgerða til að sporna við starfsemi skattaskjóla og þeirri leynd sem þau bjóði. Þetta er niðurstaða efnahags- og viðskiptanefndar en hún birti í dag skýrslu með tillögum að fjölmörgum...
24.05.2016 - 18:02

Segir hagsmunaskráningu lágmarksupplýsingar

Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segist ekki hafa farið dult með þá afstöðu sína að líta beri á þær upplýsingar um hagsmunaskráningu þingmanna, sem gerð sé krafa um samkvæmt reglum, sem lágmarksupplýsingar og að þingmönnum sé frjálst að veita...
18.05.2016 - 16:21

Vigdís: „Viljum við svona samfélag?“

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, segir upplýsingarnar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, birti á vef sínum í morgun, vera einsdæmi. Hann hafi tekið skref sem enginn annar...
11.05.2016 - 08:37

Skattgreiðslur námu 300 milljónum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir í yfirlýsingu á vefsíðu sinni að skattgreiðslur hans og Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, hafi numið tæpum 300 milljónum á tímabilinu 2007...
11.05.2016 - 07:54

Sigmundur birtir skattaupplýsingar

Upplýsingar um eignir og skattgreiðslur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, og Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur eiginkonu hans frá árinu 2007 til 2015 eru birtar í Morgunblaðinu í dag og á heimasíðu Sigmundar. Sigmundur hvetur...
11.05.2016 - 05:48

Gagnagrunnur Panama-skjalanna opnaður í dag

Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna, ICIJ, opna í dag gagnagrunn sem unninn er upp úr Panama-skjölunum. Þar verður hægt að nálgast upplýsingar um yfir 200 þúsund aflandsfélög. Ekki verða birtar persónulegar upplýsingar - gögnin sem hægt verður að...
09.05.2016 - 06:36