Vegagerð

Fyrstu samningar um land undir nýjan veg

Vegagerðin hefur gert fyrstu samninga við landeigendur vegna kaupa á landi undir nýjan hluta hringvegarins í Hornafirði. Fjórar brýr verða byggðar á nýjum vegkafla og um leið fækkar einbreiðum brúm á hringveginum um þrjár.
18.05.2017 - 15:59

Geta ekki unnið hraðar við Miklubraut

Verktakinn sem vinnur að breytingum á Miklubraut segist vilja vinna hraðar að verkinu en hann geti það ekki vegna þess að ekki sé tekið við jarðvegsúrgangi á kvöldin og um helgar. Borgarfulltrúi gagnrýnir að ekki sé meiri kraftur í vinnu við...
15.05.2017 - 19:25

Sjúkralið gæti þurft að aka á móti umferð

Slökkvi- og sjúkralið gæti þurft að aka á móti umferð eða yfir keilur við framkvæmdasvæði á Miklubraut, komi til stórútkalls á álagstíma, að sögn slökkviliðsstjóra. Hann hefur áhyggjur af stöðunni en segir þó að breytingarnar komi til með að bæta...
15.05.2017 - 13:48

Hafa áhyggjur af ófjármagnaðri samgönguáætlun

Bæjarráð Fjarðabyggðar harmar og lýsir yfir miklum áhyggjum af ófjármagnaðri samgönguáætlun Alþingis. Í ályktun frá ráðinu segir að fyrst og fremst þurfi að horfa til öryggis vegfaranda.
06.03.2017 - 15:58

„Við trúum ekki öðru en að þessu verði breytt“

Sveitarstjórnarmaður á Borgarfirði eystra segir að erfitt sé að standa í uppbyggingu sem byggist á góðum samgöngum ef ekki er hægt að treysta samþykktum áætlunum í vegamálum. Undirbúningur vatnsverksmiðju á Borgarfirði krefjist þess að fyrirhugaðar...
06.03.2017 - 12:34

Hellisheiði lokuð til vesturs

Lokað er fyrir umferð um Hellisheiði til vesturs vegna umferðaróhapps samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Vonast er til að hægt verði að opna veginn fyrir umferð á næstunni en fært eru um Þrengslin á meðan. Mikið hefur snjóað og er orðið ófært á...
26.12.2016 - 22:39

Segir niðurskurð aðför að vestfirsku samfélagi

Framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að niðurskurður á fjármagni til undirbúnings Dýrafjarðarganga sé aðför að samfélögum og atvinnulífi vestra. Sambandið undrist vinnubrögð fjármála- og efnahagsráðuneytisins og krefjist...
07.12.2016 - 14:32

Bikþeyta á að útrýma vegblæðingum

Vegagerðin ætlar að minnka verulega notkun á lífrænni olíu við klæðningar á vegum. Þessi í stað verður tekin upp svokölluð bikþeyta þar sem vatni er þeytt saman við tjöruna. Þannig vonast Vegagerðin til að útrýma tjörusmiti eða blæðingum í slitlagi.
30.11.2016 - 13:25

Helsta samgönguæðin í Langanesbyggð nær ófær

Sveitarstjórinn í Langanesbyggð segir að helsta samgönguæðin milli byggðarkjarnanna í sveitarfélaginu sé nánast ófær. Vegurinn fái ekkert viðhald, fólk forðist að aka hann og íbúar neyðist til sækja þjónustu út úr sveitarfélaginu frekar en að keyra...
06.06.2016 - 13:33

1,5 kílómetrar í heitum jarðlögum

Ekkert bendir til þess að verktakinn í Vaðlaheiðargöngum komist á næstunni í gegnum þann mikla jarðhita sem tafið hefur verkið mánuðum saman. Þá verður ekki hægt að hefja boranir á ný í austanverðum göngunum fyrr en í mars. Gangagerðin er nú ári á...
02.02.2016 - 13:00