umhverfismál

Búið að finna bilunina á heitavatnsæðinni

Búið er að finna bilun á heitavatnsæð sem varð til þess að heitt vatn kom upp á mótum Kaplaskjólsvegar og Viðimels. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Þar segir enn fremur að búið sé að einangra æðina og að sú aðgerð hafi ekki áhrif á...
19.09.2017 - 18:33

Sniglar bjargi Kóralrifinu mikla

Risasniglar gætu orðið bjargvættir Kóralrifsins mikla við Ástralíu, Great Barrier Reef. Sniglar, sem eru þeim eiginleika gæddir að leggja sér krossfiska til munns, verða ræktaðir í þeim tilgangi að éta krossfiska sem gæða sér á kóral.
18.09.2017 - 06:18

Þúsundir deyja vegna dísilbíla í Evrópu

Líkur eru á að um fimm þúsund Evrópubúar deyi á ári hverju vegna mengunar frá dísilknúnum bifreiðum sem sagðar voru umhverfisvænar. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem birtar eru í dag. 
18.09.2017 - 06:04

Neitar mildari afstöðu til Parísarsáttmála

Yfirmaður loftslagsmála hjá Evrópusambandinu kveðst bjartsýnn á að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé reiðubúinn að endurskoða afstöðu sína til Parísarsáttmálans. Þetta segir hann eftir fund umhverfisráðherra 30 ríkja með áheyrnarfulltrúa frá...

Föt úr sítrónum og kúamykju

Stefán Gíslason fjallaði um alþjóðlegu breytingaverðlaunin í umhverfispistli sínum í Samfélaginu á Rás 1.
14.09.2017 - 15:05

Hífaðir þrestir og sjaldgæfir fuglar

Ríkuleg uppskera rifsberja og reyniberja gleðja nú þresti víða um land. Alkunna er að sumir þrestir verða góðglaðir af gerjuðum berjum og lenda þá í því að fljúga á gluggarúður. Nokkuð er um erlendar fuglategundir á landinu þessa daga, meðal annars...
14.09.2017 - 12:42

Fjöldi jökla að hverfa í Asíu

Allt að þriðjungur jökla í Asíu bráðnar fyrir lok þessarar aldar - vegna aukins hita í lofti af völdum loftslagsbreytinga - samkvæmt nýrri skýrslu sem birt er í tímaritinu Nature. Bráðnun jökla í Himalaja og öðrum fjallgörðum Asíu hefur mikil...
14.09.2017 - 10:55

Heilu landshlutarnir verði eitt sveitarfélag

„Ég sé fyrir mér að Austurland, Vestfirðir og Suðurnes verði hvert um sig sterk sveitarfélög þar sem horft er á hagsmuni allra íbúa við stjórnun,“ sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Hann...
13.09.2017 - 21:21

Gæti valdið mannfalli og fordæmalausri mengun

Mörg hundruð þúsund manns á norðurhveli jarðar gætu látið lífið vegna stórs eldgoss á Íslandi, segir prófessor í eldfjallafræði. Það myndi valda meiri mengun en þekkist í nútímasamfélagi.
13.09.2017 - 19:43

Rannsaka loftgæði við skóla í Lundúnum

Sadiq Khan, borgarstjóri í Lundúnum, hefur fyrirskipað mælingar á eiturlofti í 50 skólum í borginni. Þessi rannsókn er undanfari aðgerða til þess að draga úr loftmengun.
13.09.2017 - 16:28

Vill skólphreinsivirki hótels í umhverfismat

Umhverfisstofnun telur að skólphreinsivirki sem fyrirhugað er að reisa samhliða stækkun Hótels Reynihlíðar við Mývatn skuli vera háð mati á umhverfisáhrifum. Náttúrufræðistofnun Íslands segir í umsögn sinni að ef leyfa á stækkun hótelsins verði...
13.09.2017 - 16:22

Hætta á að keisarafiðrildi deyi út

Vísindamenn vara við því að hætta sé á að víðförul tegund amerískra fiðrilda deyi út. Þetta eru svokölluð keisarafiðrildi, rauðgul og gul á litinn með hvítum punktum og svörtum köntum. Þau eru fræg fyrir farflug frá nyrstu héruðum Bandaríkjanna til...
13.09.2017 - 12:38

Alvarleg olíumengun skammt frá Aþenu

Gríska strandsgæslan reynir að takmarka útbreiðslu olíumengunar í sjónum nálægt Aþenu eftir að olíuflutningaskip, með 2500 tonn af olíu, sökk við eyjuna Salamis. Olíubrák teygir sig um gjörvallan flóann suðaustan við eyna og hefur borist upp á...
12.09.2017 - 13:16

Segir brýnt að breyta reglugerð um fráveitur

Forstjóri Norðurorku á Akureyri segir brýnt að koma fráveitumálum sveitarfélagsins í lag. Hreinsikerfi hefur verið boðið út en engin tilboð borist. Heilbrigðisfulltrúi á Norðurlandi vestra segir íslenskar reglur um fráveitumál alltof strangar,...
12.09.2017 - 12:39

Arion og lífeyrissjóðir íhuga að kæra Magnús

Arion banki, sem er orðinn langstærsti eigandi United Silicon, íhugar að kæra Magnús Garðarson, stofnanda félagsins, vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot. Útlendingar eiga nú nær ekkert í félaginu en lífeyrissjóðir, sem eiga hlut á móti Arion,...
12.09.2017 - 12:26