Tyrkland

Eftirlit aukið með stjórnarháttum í Tyrklandi

Þing Evrópuráðsins samþykkti í dag að auka eftirlit með stjórnarháttum í Tyrklandi. Ályktunin var samþykkt með miklum meirihluta. Þar eru yfirvöld í Tyrklandi hvött til að leysa úr haldi alla þingmenn og fréttamenn sem hnepptir voru í varðhald eftir...
25.04.2017 - 22:45

Fjöldi Kúrda féll í loftárásum Tyrkja

Átján liðsmenn hersveita Kúrda í Sýrlandi féllu í loftárás tyrkneska hersins í dag. Kúrdar hafa verið bandamenn Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja í hernaði gegn vígasveitum hins svokallaða Íslamska ríkis.
25.04.2017 - 10:44

„Ég verð ekki einræðisherra“

Recep Erdogan, forseti Tyrklands, vísar því á bug í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN að hann verði einræðisherra með þeim breytingum sem tyrkneska þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu á páskadag. „Ég er dauðlegur, ég gæti dáið hvenær...
18.04.2017 - 21:42

„Tyrkir eru ekki viljalausir sauðir Erdogans“

Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Tyrklandi marka ákveðinn lýðræðissigur. Þau sýna að tyrkneskir kjósendur eru ekki viljalausir sauðir Erdogans. Þetta segir Hjörleifur Sveinbjörnsson, þýðandi, sem er nýfluttur heim eftir þriggja ára búsetu í...
18.04.2017 - 17:15

Tólf létust í þyrluslysi í Tyrklandi

Tólf létust þegar lögregluþyrla hrapaði í austurhluta Tyrklands í dag. Í frétt frá tyrknesku sjónvarpsstöðinni NTV kemur fram að sjö lögreglumenn og tveir dómarar séu meðal þeirra sem fórust í slysinu. Þrír voru í áhöfn þyrlunnar. Hún hrapaði um það...
18.04.2017 - 12:55
Erlent · Asía · flugslys · Tyrkland

Trump óskaði Erdogan til hamingju

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hringdi í Tyrklandsforseta í dag og óskaði honum til haimngju með kosningasigurinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær. Greint var frá símtalinu í ríkisfjölmiðli Tyrklands í kvöld.
18.04.2017 - 03:46

Finna að framkvæmd atkvæðagreiðslu í Tyrklandi

Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu segir að tækifæri andstæðinga og baráttumanna fyrir breytingum á stjórnarskrá Tyrklands við að kynna sjónarmið sín í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar í gær hafi verið ójöfn. Kanslari Þýskalands segir úrslitin...
17.04.2017 - 16:48

Meirihluti Tyrkja í Evrópu hlynntur breytingum

Mikill meirihluti Tyrkja búsettir utan Tyrklands greiddu atkvæði með stjórnarskrárbreytingum. Danska ríkisútvarpið, DR, greinir frá þessu og hefur eftir þýskum fjölmiðlum. Nærri þriðji hver Tyrki búsettur í Þýskalandi greiddi atkvæði með...
17.04.2017 - 04:48

Tyrkir leiti víðtækrar sáttar

Evrópusambandið krefst þess að tyrkneska stjórnin nái víðtækri sátt í ríkinu eftir nauman sigur Erdogans forseta í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar. Andstæðingar hans óttast að breytingin færi forsetanum alræðisvald. 
16.04.2017 - 23:40

Erdogan um úrslitin: „Söguleg ákvörðun“

Recep Erdogan, forseti Tyrklands, segir að Tyrkir hafi tekið sögulega ákvörðun með því að kjósa með breytingum á stjórnkerfi landsins í dag. Þetta hafi verið ákvörðun almennings. „Við erum að gera einhverjar mikilvægustu breytingar á stjórnkerfi...
16.04.2017 - 19:41

Mjótt á munum í Tyrklandi - 96% atkvæða talin

Búið er að telja 96 prósent atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Tyrklandi. 51,5 prósent eru fylgjandi því að forseti fái aukin völd. 48,5 prósent eru því andvíg. Munurinn hefur minnkað frá fyrstu tölum.
16.04.2017 - 16:23

Þjóðaratkvæðagreiðsla hafin í Tyrklandi

Kjörstaðir voru opnaðir í Tyrklandi í morgun, en þar gefst þjóðinni kostur á að greiða atkvæði um breytingu á stjórnarskrá sem myndi leiða til aukinna valda forseta. Kjörstaðir í austurhluta landsins opnuðu klukkan fjögur að íslenskum tíma og vestar...
16.04.2017 - 05:50

Grunaðir um njósnir fyrir Tyrki í Þýskalandi

Yfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú mál tuttugu manna sem grunaðir eru um njósnir fyrir tyrknesk stjórnvöld. Innanríkisráðherra Þýskalands greindi frá þessu í svari við fyrirspurn þingmanns Vinstriflokksins. Talið er að hinir grunuðu hafi njósnað...
06.04.2017 - 11:39

Rannsaka fullyrðingar um njósnir Tyrkja

Saksóknarar í Þýskalandi ætla að rannsaka fullyrðingar um að tyrkneskir njósnarar hafi fylgst með fólki sem grunað er um stuðning við múslimaklerkinn Fetullah Gülen þar í landi. Búast má við að samskipti ráðamanna þjóðanna versni enn frekar við...
28.03.2017 - 16:50

Sakar Tyrki um njósnir í Þýskalandi

Innanríkisráðherra í þýska fylkinu Neðra Saxlandi segir að tyrknesk stjórnvöld hafi njósnað um tyrki búsetta í Þýskalandi; fólk sem þau hafi grunað um að hafa samúð með klerkinum Fetullah Gulen. Ráðamenn í Ankara segja að Gulen, sem er í útlegð í...
28.03.2017 - 10:43