Tónlistargagnrýni Arnars Eggerts

Slembilukka getur af sér sjóðandi heitt rokk

Á plötunni What I Saw On The Way To Myself rífa Moji & The Midnight Sons upp sjóðandi heita blúsrokkstemningu. Meðlimir koma af ólíkum menningarsvæðum en tengjast saman í rokktrúnni sem blessunarlega þekkir engin landamæri. Arnar Eggert...
25.11.2016 - 16:54

Náðargáfa Stefáns Hilmarssonar

Á safninu Úrvalslög er litið yfir langan og farsælan feril stórsöngvarans Stefáns Hilmarssonar sem jafnvígur er á tindrandi ballöður og trylltar stuðstemmur. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í safnið sem er plata vikunnar á Rás 2.
18.11.2016 - 13:48

Aðgengilegt flipp og skítugar stemmur

Sonur Ísafjarðar – og landsins alls – snýr aftur með plötu eftir fimm ára bið. Löng var hún og ströng en vel þess virði. Maðurinn er að sjálfsögðu Mugison, platan kallast Enjoy! og Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2...
11.11.2016 - 13:35

Ástin er svöðusár

Björk Guðmundsdóttir lagði allt í plötuna Vulnicura og útkoman er ekkert minna en rosaleg, segir Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarrýnir. Vegna yfirstandandi Airwaves-viku, þar sem Björk kemur fram á tónleikum og heldur auk þess sýningu, er Vulnicura...
04.11.2016 - 15:08

Þráðbeint frá hjartanu

Helgi Júlíus, hjartalæknir og lagasmiður, sendir nú frá sér sjöttu breiðskífuna, en hann hefur verið iðinn við kolann á þessum vettvangi undanfarin ár. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í þetta verk, sem er plata vikunnar á Rás 2.

Rokkað, rappað og múrarnir rifnir niður

Hljómsveitin Kronika er spánný sveit, skipuð reynsluboltum úr bransanum og á fyrstu plötu sinni, Tinnitus Forte, hrærir hún saman rokki og rappi. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í þetta verk, sem er plata vikunnar á Rás 2.

Söngfuglar, gítarguðir og Nóbelsskáld

Björn Thoroddsen, gítarleikari, leggur hér fram kántrískotna gítarplötu þar sem hann leiðir saman reynslubolta og ungviði - fingrafim gítarstríðshross og efnilega, alls óþekkta söngspíru. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í þetta verk, sem er plata...

Löngunarfullar og brothættar melódíur

Sundur er þriðja plata Pascal Pinon sem er nú skipuð tvíburasystrunum Ásthildi og Jófríði Ákadætrum. Platan er varfærin og viðkvæmnisleg og lýsir ástúðinni og hinum óhjákvæmilegu erfiðleikum sem fylgir nánu systkinasambandi. Arnar Eggert Thoroddsen...

Að höggva mann og annan með rafmagnsgíturum

Skálmöld heldur áfram þeysireið sinni um rokkbundnar víkingalendur á fjórðu hljóðversplötu sinni, Vögguvísur Yggdrasils. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í þetta verk, sem er plata vikunnar á Rás 2.

Mjúkt og poppað en tilraunakennt um leið

Spaceland er fjórða breiðskífa Sin Fang. Platan ber með sér nokkuð breyttan hljóðheim frá því sem var þó að grunnurinn sé enn hinn sami. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í þetta verk, sem er plata vikunnar á Rás 2.

Þekkileg skrímsl og glúrin kímnigáfa

Skrímslin er ný barnaplata þar sem misvel meinandi ófreskjur gera vart við sig. Lögin eru glettin og skemmtileg, leidd af einvalaliði hljómlistarmanna og er Heiðar Örn Kristjánsson úr Pollapönki/Botnleðju fremstur á meðal jafningja. Arnar Eggert...

Þjóðlegt og þekkilegt

Árbraut er önnur plata dúettsins Hjalti & Lára, og er efnið nú að allra mestu eftir flytjendurna. Innihaldið er þekkileg og ljúf þjóðlagatónlist með klassískum blæ. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í þetta verk, sem var plata vikunnar á Rás 2.

Óður til eyjunnar fögru

Islands Songs er afar metnaðarfullt, tilkomumikið og marglaga verk þar sem Ólafur Arnalds ferðaðist um Ísland og tók upp sjö lög á sjö mismunandi stöðum. Afl samfélagsmiðlanna var þá nýtt til hins ýtrasta. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í þetta verk...

Tíundi áratugurinn kallar

Hljómsveitin Stroff er skipuð reynsluboltum úr íslenskri neðanjarðartónlist og samnefnd plata hennar er skammlaus heiðrun á nýrokki því sem reið röftum á tíunda áratugnum. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í þetta verk, sem er plata vikunnar á Rás 2.

Allar stelpur úr að ofan

Reykjavíkurdætur hafa verið áberandi í popplandslagi þjóðarinnar og hafa stuðað marga, konur og kalla, ekki bara fyrir tónlistina heldur einfaldlega fyrir það að vera til. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í Dæturnar sem eiga plötu vikunnar á Rás 2.