Þýskaland

Ákærð fyrir morð á elliheimili

Réttarhöld hófust í Þýskalandi í dag yfir tveimur körlum og konu, sem grunuð eru um að hafa myrt að minnsta kosti tvo vistmenn á elliheimili, þar sem þau störfuðu. Rannsókn er hafin á fjörutíu dauðsföllum til viðbótar á elliheimilinu.
18.09.2017 - 13:27

Þrír látnir vegna Sebastíans í Þýskalandi

Minnst þrír eru látnir af völdum stormsins Sebastíans sem blæs um Þýskaland með tilheyrandi úrhelli. Hvassast er norðantil á landinu þar sem hviður Sebastíans ná allt að fellibylsstyrk.
14.09.2017 - 05:14

Air Berlin aflýsti 100 ferðum vegna veikinda

Þýska lággjaldaflugfélagið Air Berlin aflýsti um það bil eitt hundrað ferðum í dag vegna óvæntra veikinda í hópi flugmanna. Rúmlega 250 úr hópi þeirra, aðallega flugstjórar, tilkynntu sig veika. Alls starfa um fimmtán hundruð flugmenn hjá félaginu....
12.09.2017 - 15:41

Lífstíðardóms krafist yfir nýnasista

Saksóknari í München í Þýskalandi krefst lífstíðardóms yfir Beate Zschaepe, 42 ára nýnasista, sem sökuð er um aðild að 10 morðum. Þau frömdu tveir félagar hennar á árunum 2000 til 2007. Þeir mynduðu með henni hryðjuverkahóp nýnasista.
12.09.2017 - 14:10

Tyrkir vara við ferðalögum til Þýskalands

Stjórnvöld í Ankara hafa gefið út ferðaviðvörun fyrir Þýskaland. Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins eru tyrkneskir ríkisborgarar formlega varaðir við því að ferðast til Þýskaland, þar sem kosningabaráttan þar í landi einkennist af and-tyrkneskum...
10.09.2017 - 04:07

Trúði aldrei að Tyrkir gengu í Evrópusambandið

Angela Merkel Þýskalandskanslari vill að Evrópusambandið slíti aðildarviðræðum við Tyrki. Þetta segir hún á tímum vaxandi spennu milli Þýskalands og Tyrklands. Recep Tayyip Erdrogan, forseti Tyrklands, hvatti Tyrki sem búsettir eru í Þýskalandi...
03.09.2017 - 21:56

Yfirgefa heimili sín vegna 1,4 tonna sprengju

Um 65.000 íbúar Frankfurt fara nú tímabundið frá heimilum sínum og sjúklingar eru fluttir milli sjúkrahúsa í öryggisskyni vegna stærðarinnar sprengju sem stendur til sprengja í borginni. 1,4 tonna sprengja sem Bretar vörpuðu á Frankfurt í seinni...
02.09.2017 - 15:48

Grunaður hryðjuverkamaður lést í fangelsi

Maður sem var handtekinn í maí, grunaður um aðild að hryðjuverkasamtökum, fannst í morgun látinn í fangaklefa í Hamborg. Maðurinn hengdi sig, að því er blaðamenn Spiegel hafa eftir heimildamönnum sínum. Þetta er í annað sinn á einu ári sem grunaður...
30.08.2017 - 13:39

Lýsir áhyggjum af réttarríkinu í Póllandi

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segist hafa miklar áhyggjur af stöðu réttarríkisins í Póllandi. Á blaðamannafundi í morgun sagði Merkel að Þýskaland gæti ekki lengur þagað um hina alvarlegu þróun í Póllandi. Hægrisinnuð stjórn flokksins Laga og...
29.08.2017 - 10:15

31 mánaðar fangelsi fyrir að kasta flöskum

21 árs Hollendingur var í dag dæmdur í tveggja ára og sjö mánaða fangelsi vegna þátttöku í óeirðum í Hamborg í júlí, þegar leiðtogar G20 funduðu í borginni.
28.08.2017 - 17:02

Grunaður um að hafa myrt 86 sjúklinga sína

Fyrrverandi hjúkrunarfræðingur í Oldenborg í Þýskalandi er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti 86 sjúklinga á tveimur sjúkrahúsum sem hann starfaði á.
28.08.2017 - 12:08

Merkel: Tyrkir skuli ekki misnota Interpol

Dómstólar á Spáni ákváðu í dag að sleppa tyrkneska rithöfundinum Dogan Akhanli úr haldi, þó lausnin væri skilorðsbundin. Akhanli er talinn andstæðingur Erdogans Tyrklandsforseta og hefur mikið skrifað um mannréttindi í Tyrklandi. Var hann handtekinn...
20.08.2017 - 18:36

Nýnasistar hraktir af leið í Berlín

Um eitt þúsund manns stóðu í vegi nýnasista í Berlín í dag, þar sem þeir hugðust ganga að fangelsinu í Spandau og minnast Rudolf Hess. Hess fyrirfór sér í fangelsinu fyrir 30 árum. Fjölmennt lið óeirðarlögreglu hélt nýnasistunum og mótmælendum...
20.08.2017 - 01:32

Þrettán Þjóðverjar særðust í Barselóna

Þrettán þýskir ríkisborgarar eru meðal þeirra sem særðust í hryðjuverkaárásinni í miðborg Barselóna í gær, að sögn talsmanns utanríkisráðuneytisns í Berlín. Nokkrir þeirra særðust alvarlega og eru í lífshættu.
18.08.2017 - 13:40

Fimm dóu er sorpbíll valt á fólksbíl

Fimm dóu þegar þegar sorpbíll valt og lenti ofan á fólksbifreið í iðnaðarhverfi í bænum Nagold, um 50 kílómetra suðvestur af Stuttgart, í gær. Í fólksbílnum voru ung hjón, tvö börn þeirra og systir konunnar, og létust þau öll. 26 tonna þungur...
12.08.2017 - 06:30