Svíþjóð

Svíar vara við þyrilsnældum

Neytendastofa í Svíþjóð varar við vinsælum leikföngum, sem hafa fengið íslenska nafnið þyrilsnældur. Athygli er vakin á því að þær hafi valdið slysum erlendis. Síðustu daga hefur stofnunin stöðvað sölu 45 þúsund snælda, sem ekki hafa...
22.06.2017 - 13:42

Öfgamúslimum fjölgar hratt í Svíþjóð

Mörg þúsund öfgasinnaðir íslamistar eru í Svíþjóð, samkvæmt nýju mati sænsku öryggislögreglunnar Säpo. Mjög hefur fjölgað í þeim hópi síðastliðin ár. Árið 2010 taldi lögreglan að þeir væru um það bil tvö hundruð.
16.06.2017 - 12:59

Svíþjóðardemókrati dæmdur fyrir fjárdrátt

Anders Forsberg, sem nýlega lét af þingmennsku fyrir Svíþjóðardemókratana, var í dag dæmdur í eins árs fangelsi fyrir fjárdrátt. Hann var ákærður fyrir að hafa dregið sér yfir eina komma eina milljón sænskra króna, jafnvirði um þrettán milljóna...
15.06.2017 - 11:06

Tugir slógust í miðborg Stokkhólms í nótt

Sjö voru fluttir á sjúkrahús eftir að hópslagsmál brutust út í miðborg Stokkhólms í nótt. Lögreglan áætlar að um fimmtíu manns hafi tekið þátt í þeim. Hún telur líklegt að stuðningsmönnum knattspyrnuliðanna Hammarby og Djurgården hafi lent saman....
05.06.2017 - 12:08

Svíþjóðardemókratar næststærstir

Hægri popúlistaflokkurinn, Svíþjóðardemókratarnir, er orðinn næststærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri skoðanakönnun sænsku hagstofunnar.  Sænska hagstofan birtir tvisvar á ári niðurstöður umfangsmikillar könnunar þar sem níu þúsund manns eru í...
01.06.2017 - 16:16

Traust á sænsku lögreglunni eykst

Traust á sænsku lögreglunni hefur aukist eftir hryðjuverkaárásina í Stokkhólmi í síðasta mánuði. Samkvæmt nýrri könnun Sifo-stofnunarinnar bera 63 prósent aðspurðra mikið eða mjög mikið traust til lögreglunnar. Þeir voru 61 prósent í mars í fyrra og...
29.05.2017 - 14:47

Sænska slökkviliðið berst við stórbruna

Sementsverksmiðja stendur í ljósum logum í bænum Slite á sænsku eyjunni Gotlandi í Eystrasalti. Slökkvilið berst við eldinn en það gengur treglega, að því er fram kemur á vef sænska ríkisútvarpsins SVT. Íbúar í nágrenninu eru beðnir að halda sig...
24.05.2017 - 23:41

Svíar hættir að rannsaka Julian Assange

Ákæruvaldið í Svíþjóð er hætt að rannsaka ásakakanir á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, um að hann hafi nauðgað konu þar í landi fyrir sjö árum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Marianne Ny, ríkissaksóknari í Stokkhólmi sendi frá sér í...
19.05.2017 - 10:06

Fjórðungur ungra Svía býr enn í foreldrahúsum

Tæpur fjórðungur Svía á aldrinum 20-27 ára býr enn í foreldrahúsum, samkvæmt könnun Leigjendasamtakanna í Svíþjóð (Hyresgästföreningen). Hlutfallið hefur ekki mælst jafn hátt frá því að samtökin gerðu könnunina fyrst, árið 1997. Þá var það 15%. Um...
18.05.2017 - 14:00

200 flóttamenn flýðu eldsvoða í næsta húsi

Um 200 manns þurftu að yfirgefa flóttamannaheimili í Växjö í Svíþjóð í nótt vegna mikils eldsvoða í skrifstofu- og samkomuhúsi á vegum sveitarfélagsins. Tilkynnt var um brunann laust eftir miðnætti að staðartíma. Húsið, sem var úr timbri, var alelda...
17.05.2017 - 05:35

Skutu mann í grennd við skóla í Gautaborg

Sænska lögreglan leitar þriggja manna sem skutu mann um níuleytið í morgun að staðartíma, þar sem hann sat í bíl skammt frá skóla í Gautaborg. Fjöldi barna varð vitni að ódæðinu. Tveir menn með grímur skutu manninn. Sá þriðji sat undir stýri á bíl...
11.05.2017 - 10:32

Önduðu að sér eiturefni og veiktust

Fjórir voru fluttir á sjúkrahús í dag í Malmö í Svíþjóð eftir að hafa andað að sér eitruðu efni, tetraklóretelýni. Mennirnir vinna hjá flutningafyrirtæki í borginni. Efnið lak út úr pakka sem þar var. Slökkviliðsmenn með köfunargrímur fjarlægðu...
10.05.2017 - 14:50

Rahmat Akilov telst heill á geði

Úsbekinn Rahmat Akilov var ekki geðveikur þegar hann ók á stolnum flutningabíl á hóp fólks á Drottningargötu í miðborg Stokkhólms í síðasta mánuði. Rannsókn réttarlækna á geðheilsu hans leiddi ekkert slíkt í ljós, samkvæmt gögnum sem lögð voru í dag...
10.05.2017 - 10:20

Hælisleitendum fjölgar á ný í Svíþjóð

Flóttamönnum sem óska eftir hæli í Svíþjóð hefur fjölgað síðustu daga, frá því að vegabréfaeftirliti var hætt á landamærum Danmerkur og Svíþjóðar. Að sögn fréttastofu sænska útvarpsins óskuðu að meðaltali fimm flóttamenn eftir hæli í viku hverri...
08.05.2017 - 16:35

Hafa enn ekki borgað Svíum fyrir 1.000 Volvoa

Norður-Kóreumenn skuldar Svíum 2,7 milljarða sænskra króna – jafnvirði um 32 milljarða íslenskra króna. Ríkið keypti 1.000 Volvo-bíla árið 1974 og nokkrar aðrar sænskar vörur, en hefur enn ekki greitt eina krónu fyrir.
07.05.2017 - 14:19