Svíþjóð

Ekki grunaður um aðild að árás í Stokkhólmi

Maður sem sænska lögreglan handtók um helgina, vegna rannsóknar á árás í miðborg Stokkhólms, var látinn laus í dag. Hann er ekki grunaður um að hafa átt þátt í illvirkinu. Úsbekinn Rakhmat Akilov hefur játað að hafa ekið á hóp fólks utan við vöruhús...
25.04.2017 - 18:07

Skotárás hótað í sænskum framhaldsskóla

Framhaldsskóli í bænum Luleå í norðurhluta Svíþjóðar var rýmdur í dag eftir að upplýsingar bárust um yfirvofandi skotárás á skólasvæðinu. Fréttastofa sænska ríkisútvarpsins hefur eftir talsmanni lögreglunnar að upplýsingar hafi borist á...
24.04.2017 - 16:32

Mikill eldsvoði í sænsku Dölunum

Mikill eldsvoði varð í þorpinu Åberga, nærri bænum Orsa í sænsku Dölunum í gærkvöld. Nokkur íbúðarhús, útihús og hlaða brunnu í feikilegu eldhafi og eru meira og minna ónýt eftir. Haft er eftir Johan Szymanski, slökkviliðsstjóra í Mora, að...
22.04.2017 - 04:07

Úsbekar vöruðu Svía við hryðjuverkamanni

Yfirvöld í Úsbekistan segjast hafa varað Svía við hryðjuverkamanninum Rakhmat Akilov nokkru áður en hann ók á hóp fólks í miðborg Stokkhólms fyrir viku og varð fjórum að bana. Fimmtán slösuðust í árásinni. Tveir eru enn á gjörgæsludeild.
14.04.2017 - 12:07

Akilov var eftirlýstur í Úsbekistan

Hryðjuverkamaðurinn Rakhmat Akilov sem ók á hóp fólks í miðborg Stokkhólms í síðustu viku og varð fjórum að bana var eftirlýstur í heimalandinu, Úsbekistan. Hann hafði reynt að komast til Sýrlands, en var gerður afturreka.
12.04.2017 - 16:19

Svíþjóð: Landamæralögreglan er undirmönnuð

Patrik Engström, yfirmaður landamæralögreglunnar í Svíþjóð, segir að mannafla vanti til að hafa uppi á fólki sem hefur verið vísað úr landi. Um það bil tvö hundruð lögregluþjónar vinna um þessar mundir við að hafa uppi á tíu þúsund manns sem eru í...
12.04.2017 - 12:38

Ódæðismaðurinn í Stokkhólmi sagður hafa játað

Maðurinn sem handtekinn var í tengslum við rannsókn árásarinnar sem varð fjórum manneskjum að aldurtila og slasaði fimmtán í miðborg Stokkhólms á föstudag hefur játað sök, að því er fram kemur á vefsíðum sænsku blaðanna Aftonbladet og Expressen....
10.04.2017 - 01:23

Kennsl borin á lík þriggja í Stokkhólmi

Kennsl hafa verið borin á lík þriggja af þeim fjórum sem létu lífið þegar flutningabíl var ekið á hóp fólks í miðborg Stokkhólms á föstudag. Sjö hafa verið færðir til yfirheyrslu vegna árásarinnar, að því er fréttastofa sænska sjónvarpsins hefur...
09.04.2017 - 08:40

Yfirheyrslur hafnar í Stokkhólmi

Sænska lögreglan hóf síðdegis að yfirheyra manninn sem er grunaður um að hafa orðið fjórum að bana og slasað fimmtán til viðbótar í göngugötu í miðborg Stokkhólms í gær.
08.04.2017 - 18:18

Tilræðismaðurinn í haldi - sprengja í bílnum

Lögregla telur allar líkur á að maður sem handtekinn var í gær sé tilræðismaðurinn sem ók flutningabílnum, sem ekið var inn í hóp gangandi vegfarenda á Drottningargötunni í Stokkhólmi í gær. Heimagerð sprengja fannst í tösku í bílnum. Þetta hefur...
08.04.2017 - 08:23

Rökstuddur grunur um hryðjuverk og morð

Sterkur og rökstuddur grunur er uppi um að maðurinn sem gripinn var í bænum Märsta og færður til yfirheyrslu hjá lögreglu í tengslum við mannskæðu árásina á Drottningargötunni sé sekur um hryðjuverk og morð. Hann var handtekinn með formlegum hætti...
08.04.2017 - 05:37

Annar maður handtekinn í Stokkhólmi

Tveir menn eru nú í haldi lögreglu í Svíþjóð, grunaðir um aðild að árásinni á Drottningargötunni í hjarta borgarinnar á föstudag, þar sem fjórir létu lífið og níu slösuðust lífshættulega. Síðdegis var einn maður handtekinn í bænum Märsta í útjaðri...
08.04.2017 - 00:38

Árásin í Stokkhólmi: 4 látnir og 15 slasaðir

4 létu lífið og fimmtán eru slasaðir, þar af níu alvarlega, þegar flutningabíl var ekið á hóp fólks í miðborg Stokkhólms í dag. Ökumaðurinn stakk af og er leitað á öllu höfuðborgarsvæðinu en einn maður hefur verið handtekinn. Forsætisráðherra...
07.04.2017 - 17:55

Skotárás á fjölbýlishús í Malmö í nótt

Um það bil 20 skotum var skotið að íbúð í fjölbýlishúsi við Prófessorsgötuna í Fosie-hverfi í Malmö á Skáni í nótt. Fólk var inni í íbúðinni þegar skothríðin dundi á veggjum hússins og gluggum, segir Hans Nilsson, lögregluvarðstjóri, en enginn...
06.04.2017 - 02:21

Grunur um sprengju í Luleå

Lögregla í Luleå í Svíþjóð hefur girt af svæði umhverfis heilsugæslustöð í bænum, þar sem hugsanlegt er talið að sprengju hafi verið komið þar fyrir. Sprengjusérfræðingar hafa verið kallaðir út til að rannsaka hlutinn nánar. Þeir eru væntanlegir til...
04.04.2017 - 06:46