#streymi

Góðir gestir

Það verða að venju góðir gestir í Streymi kvöldsins af því að þannig á það að vera. Tónlistinn verður fjölbreytt enda koma þessir gestir úr ýmsum áttum og eru frekar hressir.
22.03.2017 - 18:41

Varhugaverðir tímar

Það er þétt prógram í Streymi kvöldsins enda margir góðkunningjar þáttarins með nýja singla og breiðskífur í vikunni. Sumir koma á óvart með nýjum tón á meðan aðrir eru 100% í karakter og koma bara með meira af því sama.
15.03.2017 - 18:54

Forréttindapésar

Í Streymi kvöldsins heyrum við í nokkrum forréttindapésum sem hafa sigrað tónlistarbransann á undanförnum vikum. Lagavalið verður venju samkvæmt fjölbreytt, við byrjum í vélbyssudiskói og endum í sætu indie með viðkomu í grime rappi og gangstera...
08.03.2017 - 18:23

Kvikmynda spessjall

Í Streymi kvöldsins fáum við gestaplötusnúð í fyrsta skipti og sá sem varð fyrir valinu er Pétur Jónsson aka Don Pedro aka Mr Medialux. Hann Pétur er búinn að sitja sveittur við að velja nokkra feita bita frá síðustu fimm árum frá innlendum og...
01.03.2017 - 19:55

Líklegt til vinsælda 2017

Nú eru langflestir spekingar internetsins búnir kíkja í kaffibollana sína til að sjá og senda frá sér spá um hvaða bönd eigi eftir að slá í gegn á árinu 2017. Ég hef tekið saman niðurstöðurnar og sett saman playlista fyrir Streymi kvöldsins.
22.02.2017 - 15:34

Æskan er dauð!

Það er allt að fara til fjandans og til að halda upp á það verður Streymi kvöldsins óhemju hresst í kvöld. Boðið verður upp á tónlist úr ýmsum áttum og hnitmiðaðar kynningar en engar pizzur og bíómiða.
15.02.2017 - 18:51

Pottþétt Sónar Partý

Nokkrir dagar í Sónar og í tilefni af því hellum við upp á Sónar Partý í Streymi kvöldsins. Það verður sem sagt boðið upp rigningu og rok og slagara og stuð á þessum frábæra miðvikudegi.
08.02.2017 - 18:56

Skrítið og skemmtilegt

Fljúgandi hálka, rok og rigning ekkert annað að gera enn að fægja viðtækið, hækka vel í því og hlusta á skrítinn og skemmtilegan lagalista í Streymi, góða skemmtun.
25.01.2017 - 19:17

Útsölulok

Það verða engir afslættir gefnir í Streymi kvöldsins af því janúar er bara misskunarlaus mánuður. Á listanum er sletta af nýju niðurlútu gítarstöffi í bland við dash af drungalegu vísnapoppi og dash af martraðarkenndri sveimtónlist
18.01.2017 - 18:42

Svokallað víkingadiskó

Nú er rétti tíminn til að taka fram sauðskinnsskónna, hringabrynjuna og hyrnda hjálminn því svokallað víkingadiskó verður við völd í Streymi kvöldsins. Margir halda kannski að víkingadískó sé gamaldags en svo er svo sannarlega ekki.
11.01.2017 - 19:11

Svokallað víkingadiskó

Nú er rétti tíminn til að taka fram sauðskinnsskónna, hringabrynjuna og hyrnda hjálminn því svokallað víkingadiskó verður við völd í Streymi kvöldsins. Margir halda kannski að víkingadískó sé gamaldags en svo er svo sannarlega ekki.
11.01.2017 - 19:10

Fyrsti þáttur 2017

Það er komið að því nýtt ár og ný mússík ekkert gamalt drasl í kvöld þannig að þér er óhætt að hækka viðtækið í 11.
05.01.2017 - 13:19

Streymi 2016 - topp 45 seinni hluti

Komið að seinni hluta gæðaúttektar ársins 2016 og núna er engin uppfylling bara snilld. Heyrum lög frá 22 að besta lagi ársins og það er eins gott að þetta sé í botni hjá ykkur.
28.12.2016 - 20:38

Streymi 2016 - topp 45 fyrri hluti

Komið að gæðaúttekt ársins 2016 og eins og venjulega reyni ég að koma sem flestum lögum að í tveimur þáttum. Þetta er svona frekar á afslöppuðu nótunum eins og stundum áður og að venju voru frekar fáir í dómnefnd. Engu að síður er þetta mjög vel...
21.12.2016 - 19:29

Argasta dauðapopp

Í kvöld kíkjum við á nokkur lög sem hafa gert það gott í USA og eru ofarlega á listum Billboard fyrirtækisins. En eins og venjulega verður hellingur líka hellingur af nýrri mússík sem kannski á eftir að gera það gott síðar.
14.12.2016 - 14:12