Spánn

Forsætisráðherra Spánar fyrir rétt sem vitni

Dómstóll á Spáni hefur boðað Mariano Rajoy forsætisráðherra sem vitni í umfangsmiklu spillingarmáli, svonefndum Grutel-réttarhöldum. Fréttastofan AFP segir málið snúast um mútugreiðslur fyrirtækja til embættismanna og þingmanna Lýðflokksins, flokks...
18.04.2017 - 19:22

Krefst afsökunarbeiðni frá ETA

Stjórnvöld á Spáni krefjast þess að forkólfar aðskilnaðar- og ógnarverkasamtakanna ETA biðjist afsökunar á hryðjuverkunum sem þeir stunduðu áratugum saman og leggi félagsskapinn síðan niður fyrir fullt og allt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem...
08.04.2017 - 13:54

ETA leggur niður öll vopn

Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, hafa hafist handa við að láta vopn sín og sprengiefni af hendi, í samræmi við yfirlýsingu sem þau sendu frá sér í vikunni um algjöra og endanlega afvopnun samtakanna í dag. Samtökin létu frönsku lögreglunni í té lista...
08.04.2017 - 07:18

Fangelsisdómur fyrir grín á Twitter

21 árs kona var dæmd í eins árs fangelsi á Spáni í gær vegna skrifa sinna á Twitter um morðið á fyrrum forsætisráðherra Spánar. Cassandra Vera var fundin sek um að lofsama hryðjuverk og gera lítið úr fórnarlömbum hryðjuverka með skrifum sínum. 
30.03.2017 - 05:52

Földu kókaín í bananaeftirlíkingum

Tveir menn eru í haldi spænsku lögreglunnar fyrir að hafa reynt að smygla sautján kílóum af kókaíni í bananaeftirlíkingum og umbúðum utan um þá. Efnin komu frá Suður-Ameríku og fundust við eftirlit í Valensíu. Sjö kíló fundust í...
27.03.2017 - 10:31

Katalónar biðla til spænskra stjórnvalda

Stjórnvöld í Katalóníu vilja fá samþykki spænskra stjórnvalda um að kjósa um sjálfstæði líkt og Skotar gerðu með samþykki breskra stjórnvalda árið 2014. Frá þessu greinir Carles Puigdemont, forseti heimastjórnar Katalóníu í bréfi sem birt var í...
20.03.2017 - 05:37

ETA fær ekkert í staðinn fyrir að afvopnast

Félagar í basknesku aðskilnaðar- og ógnarverkasamtökunum ETA fá ekkert í staðinn fyrir að afvopnast. Juan Ignacio Zoido, innanríkisráðherra Spánar, segir á Twitter að ekki hafi verið samið um neitt slíkt. Það sem ETA á að gera er að leysa sig upp og...
18.03.2017 - 21:46

ETA ætlar að afvopnast að fullu

Basknesku aðskilnaðar- og ógnarverkasamtökin ETA ætla að afvopnast að öllu leyti í næsta mánuði. Viðræður hafa staðið yfir að undanförnu milli spænskra stjórnvalda og samningamanna ETA. Fréttastofa AFP hefur eftir heimildarmanni sem fylgst hefur með...
17.03.2017 - 13:43

Fundu sprengiefni sem talið er vera í eigu ETA

Spænska lögreglan fann nýverið mikið af sprengiefni, sem talið er að hafi verið í eigu basknesku aðskilnaðar- og ógnarverkasamtakanna ETA. Sprengiefnið var í sjö tunnum. Það fannst á fáförnum slóðum í grennd við borgina Irun, skammt frá landamærum...
08.03.2017 - 15:12

Komu sér undan reikningi með kongadansi

Ríflega hundrað veislugestir á veitingastað á Spáni komu sér undan því að greiða fyrir matinn. Gestirnir mynduðu kongaröð og dönsuðu sig frá reikningnum, út úr veitingastaðnum og hlupu á brott.
04.03.2017 - 08:07

Barcelona leitar að nýjum stjóra

Spænski knattspyrnuþjálfarinn Luis Enrique ætlar að hætta störfum sem knattspyrnustjóri Barcelona að þessari leiktíð lokinni. Þetta tilkynnti hann sjálfur í gærkvöld eftir öruggan heimasigur gegn Sporting Gijon.
02.03.2017 - 06:35

Bíll Svía stöðvaður með skothríð í Barcelona

Lögreglan í Barcelona beitti skotvopnum í morgun til að stöðva bíl hlaðinn gaskútum sem ekið var á miklum hraða í átt að miðborginni. Ökumaðurinn, sænskur ríkisborgari, hefur verið handtekinn. Hann hafði stolið bílnum.
21.02.2017 - 14:38

Börsungar bjóða flóttamenn velkomna

Tugir þúsunda Börsunga mættu á götur borgarinnar í gær til að krefjast þess að spænsk stjórnvöld standi við loforð sín um að taka við þúsundum flóttamanna. Ada Colau, borgarstjóri, kallaði eftir því að borgarbúar myndu fylla götur borgarinnar til...
19.02.2017 - 07:20

Nunnu hótað vegna efa um meydóm Maríu

„Ég held að María hafi verið ástfangin af Jósef og þau hafi verið venjulegt par - og það er eðlilegt að stunda kynlíf.“ Þessi ummæli nunnunar Lucía Caram á Spáni hafa orðið til þess að henni hafa borist morðhótanir.
03.02.2017 - 07:04

Portúgalar vilja ekki spænskan kjarnorkuúrgang

Spánverjar hyggjast koma sér upp geymsluaðstöðu fyrir geislavirkan kjarnorkuúrgang nærri bænum Almaraz, rétt um 100 kílómetrum frá portúgölsku landamærunum. Nágrönnum þeirra í vestri líst ekkert á þessar fyrirætlanir og hyggjast leita liðsinnis...
13.01.2017 - 04:12