Skaftárhreppur

Ríkið sýknað vegna vatnsþurrðar í Grenlæk

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrir helgi íslenska ríkið og Skaftárhrepp af stefnu veiðirétthafa í Grenlæk. Rétthafarnir töldu sig hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna tveggja framkvæmda sem hefðu leitt af sér vatnsþurrð og röskun á lífríki...
14.04.2017 - 15:22

Ætla að veita vatni úr Skaftá út á hraunið

Umhverfisráðherra segir að gripið verði til bráðabirgðaaðgerða í vikunni til þess að bregðast við þurrkum í Skaftárhreppi. Hún segir brýnt að finna lausn til framtíðar.
10.07.2016 - 19:46

Aurinn úr Skaftá stíflar hraunið smám saman

Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki rétt að veita miklu vatni á hraunið í Skaftárhreppi á sumrin, þar sem aurinn í vatninu þéttir hraunið og minnkar þar með síun vatnsins. Bóndi í sveitinni opnaði flóðvarnargarða Orkustofnunar eftir...
10.07.2016 - 12:44

„Ótækt ef menn fara í aðgerðir framhjá lögum“

Orkumálastjóri segir vanta ábyrgðaraðila til að hægt sé að bregðast við þurrkum í Skaftárhreppi. Einstaka bændur geti ekki tekið málin í sínar hendur án tilskilinna leyfa.
09.07.2016 - 19:18

Bóndi opnaði fyrir rennsli úr flóðvarnargörðum

Bóndi í Skaftárhreppi opnaði í gær tvö rör í flóðvarnargörðum við Skaftá sem Orkustofnun lét loka í vor. Miklir þurrkar eru í Landbroti og Meðallandi en sérfræðingum og bændum kemur ekki saman um hvernig bregðast skuli við.
09.07.2016 - 12:54

Fylgjast grannt með Skaftárhlaupi

Vegagerðin hefur nú sérstakar gætur á brúnni yfir Eldvatn vegna Skaftárhlaups sem hófst fyrir sex dögum. Vatnshæðin mælist hærri í dag en í gær. Á vef Vegagerðarinnar má sjá mynd af brúnni frá því í apríl og svo frá því í hádeginu í dag. Þar sést að...
25.06.2016 - 12:45

Bjargráðasjóður bætir ekki tjón á vegi

Bjargráðasjóður, sem á að bæta tjón sem verður á túnum og búfé hjá bændum, bætir ekki tjón á vegi sem þarf að fara til að komast að túnunum. Bóndi í Skaftártungu sér fram á að tapa fjórðungi af heyi sínu þar sem vegur að túnum sem hann hefur nýtt...
29.05.2016 - 12:24

700 hektarar græddir til að hemja ryk

Tæpir 700 hektarar lands verða græddir upp til að hemja ryk sem hrellir íbúa Skaftárhrepps. Uppgræðsla vegna gróðurskemmda í Skaftárhlaupi í fyrra hófst í dag. Oddviti Skaftárhrepps segir að nú vanti rigningu. Astmalyf séu nánast orðinn...
19.05.2016 - 17:42

Þrengja að heimagistingu á Kirkjubæjarklaustri

Heimagisting í þéttbýlinu við Kirkjubæjarklaustur verður ekki leyfð, nema að undangenginni grenndarkynningu. Sveitarstjórn Skaftárhrepps ákvað þettta á fundi sínum á laugardag. 14. maí.
15.05.2016 - 22:25

„Stefnir í útrýmingu sjóbirtings"

Hinn einstaki stofn sjóbirtings í Skaftafellssýslu og bleikjustofn svæðisins eru í stórhættu. Það stefnir í útrýmingu þeirra og eyðileggingu gróðurs og uppgræðslu, verði ekkert að gert. Þetta segir Sigurður Hannesson formaður Veiðifélagsins Unubótar...
11.05.2016 - 16:23

Varnargarðar lagaðir við Skaftá

„Við vonumst til að geta byrjað að gera við varnargarðana við Árhól á fimmtudaginn“, segir Ágúst Freyr Bjartmarsson verkstjóri hjá Vegagerðinni í Vík í Mýrdal. Varnargarðarnir skemmdust í Skaftárhlaupinu í haust, og því rennur vatn úr Skaftá í...
10.05.2016 - 17:23

Furðar sig á fullyrðingum Orkustofnunar

Magnús Jóhannsson, forstjóri Veiðimálastofnunar, furðar sig á fullyrðingum Orkustofnunar að áveiting á vatni úr Skaftá um Brest hafi ekki áhrif á rennsli Grenlæks og fleiri áa á svæðinu. Grenlækur er nú þurr á löngum kafla. Lengi hefur verið deilt...
07.05.2016 - 17:49

Grenlækur þornaður upp – aðeins pollar eftir

Ófremdarástand er í vatnsbúskap margra helstu sjóbirtingsáa Skaftárhrepps um þessar mundir. Grenlækur rennur ekki lengur á löngum kafla heldur er þar aðeins að finna polla í árfarveginum. Helsta ástæða vatnsþurrðarinnar er talin vera Skaftárhlaup...
07.05.2016 - 15:16

Veiðiár þornaðar upp í Landbroti

Vatnsþurrð eftir Skaftárhlaup síðasta árs hefur valdið því að fengsælar sjóbirtingsár í Landbroti hafa þornað upp. Íbúar vilja veita vatni á Eldhraun til að auka við grunnvatnsstöðu. Orkustofnun segir að slík framkvæmd sé leyfisskyld, en slíkt leyfi...
06.05.2016 - 18:32

„Lagast vonandi á næstu dögum“

„Forráðamenn sláturhússins hafa nú boðið okkur velkomin til eftirlits. Við getum vonandi sent menn austur fljótlega og þá lagast þetta vonandi“, segir Einar Örn Thorlacius lögfræðingur Matvælastofnunar. Stofnunin stöðvaði í dag markaðssetningu...
01.03.2016 - 16:08