samgöngumál

Fagna hugmyndum um nýja flugstöð

Bæjarráð Akureyrar tekur undir hugmyndir samgönguráðherra um að byggja nýja flugstöð í Vatnsmýri. Núverandi flugstöð við Reykjavíkurflugvöll sé óboðleg og úr sér gengin.
29.06.2017 - 15:25

„Þetta er alveg orðið ótækt“

Sveitarstjórn Svalbarðshrepps hefur gefist upp á vondum vegum í sveitarfélaginu og ætlar sjálf að verja peningum í vegabætur. Oddvitinn segir engan vilja hjá stjórnvöldum til að laga vegina, sem hafi ekki svo mikið sem verið heflaðir síðustu ár.
28.06.2017 - 21:18

Segir Öskjuveg smám saman að eyðileggjast

Bílstjóri í ferðum að Öskju segir að vegurinn þangað sé að verða ónýtur því honum er ekki haldið við. Viðgerð á veginum verði sífellt dýrari eftir því sem minna sé hugsað um viðhald.
27.06.2017 - 12:37

Skipstjórinn neitaði sök í Jökulsárlónsmáli

Skipstjóri hjólabáts, sem bakkaði á kanadíska fjölskyldu við Jökulsárlón fyrir tveimur árum með þeim afleiðingum að kona lést, neitaði sök þegar ákæran var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í morgun. Verjandi hans fékk frest til að leggja fram...
26.06.2017 - 11:24

Illa sofinn flugmaður villtist í skýjum

Rannsóknarnefnd samgöngumála hvetur flugmenn til að hvílast fyrir flug og huga vel að veðri á flugleið áður en lagt er af stað í sjónflug. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar um alvarlegt flugatvik sem upp kom í Eyjafirði í apríl í fyrra þegar...
26.06.2017 - 11:12

Döpur og súr starfsmannstefna

Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir að ákvörðun Icelandair um að segja upp 115 flugmönnum í haust sé ekki gott innlegg í kjaraviðræður flugmanna. Samningar þeirra eru lausir í september.
26.06.2017 - 09:21

Stórframkvæmdir á flugvelli ekki í áætlun

Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, segir að ekki sé gert ráð fyrir stórum framkvæmdum við Reykjavíkurflugvöll í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann þurfi að skoða betur tillögur samgönguráðherra um nýja flugstöð...
25.06.2017 - 18:04

Gleymdist í bakkgír og rann á flugvél WOW

Samgöngustofa hefur gert flugfélaginu WOW-air að greiða að minnsta kosti 12 farþegum samtals um hálfa milljón vegna tafa sem urðu á ferð félagsins frá Keflavík til Kaupmannahafnar og svo frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur fimm dögum fyrir síðustu jól...
21.06.2017 - 13:44

Vilja auknar rannsóknir fyrir framkvæmdaleyfi

Vegagerðin hefur ekki enn sótt um framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit þar sem enn á eftir að gera rannsóknir í fjörðum sem til stendur að þvera. Ekki hefur verið gefið út hvort ráðist verður í rannsóknirnar í sumar eða...
20.06.2017 - 21:45

Aldrei opnað Sprengisandsleið jafn snemma

Sprengisandsleið, F26, var opnuð í dag úr Hrauneyjum í Bárðardal. Gunnar Bóasson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Húsavík, veit ekki til þess að vegurinn hafi verið opnaður jafnsnemma og í ár.
20.06.2017 - 16:03

Lenti í Gdansk vegna reyks í farþegarými

Farþegaþota frá SAS varð að lenda í skyndingu í Gdansk í Póllandi snemma í morgun þegar reykur gaus upp í farþegarýminu. Lendingin gekk að óskum. Engan sakaði.
20.06.2017 - 09:47

Innanlandsflug komið að þolmörkum

Samgönguráðherra mun skipa starfshóp sem endurskoðar rekstrarfyrirkomulag flugvalla innanlands á grundvelli nýrrar skýrslu. Niðurstaða skýrsluhöfunda er að gera stærstu flugvellina fjárhagslega sjálfstæða þannig að notendagjöld flugvallanna...
19.06.2017 - 21:49

„Gott að ferlinu skuli loksins vera að ljúka”

Flugöryggisfulltrúi Mýflugs segir gott að skýrslan um flugslysið á Akureyri sé komin fram og að ferlinu sé loks að ljúka. Margt hafi verið tekið til endurskoðunar hjá fyrirtækinu eftir að flugvél þess brotlenti í ágúst 2013. Tveir létust í slysinu...
19.06.2017 - 11:32

Mikil gerjun í reiðhjólamenningu

Hjólreiðar hafa aukist mikið í umferðinni á Íslandi undanfarið og æ fleiri íbúar líta á það sem ákjósanlegan ferðakost daglega – í það minnsta þegar veður leyfir. 
15.06.2017 - 10:17

Samgöngur á Ítalíu í lamasessi vegna verkfalla

Almenningssamgöngur eru í lamasessi víða á Ítalíu í dag vegna verkfalls. Jarðlestir í Rómarborg hafa stöðvast svo að dæmi sé tekið. Strætisvagna- og lestarstjórar hafa lagt niður vinnu. Verkfallið hefur einnig áhrif á flugsamgöngur í landinu, að...
16.06.2017 - 09:49