samgöngumál

Seinkun frá Tenerife: Löng nótt á vellinum

Flugi Primera Air frá Tenerife til Keflavíkur hefur seinkað umtalsvert vegna bilunar og hefur farþegum verið komið fyrir á hóteli eftir langa nótt á flugvellinum. Vélin á að fljúga heim klukkan ellefu í kvöld. Vélin rúmar um 189 manns og lýsa...
20.08.2017 - 13:34

Eyðilögð afmælisferð og nótt á flugvelli

Samgöngustofa hefur í sumar úrskurðað í 3 málum gegn WOW air þar sem bótakröfum farþega er hafnað. Í öllum málunum skilaði farangur farþeganna sér ekki á tilskyldum tíma. Þannig sögðu hjón sem fóru í afmælisferð til Rómar að mistök flugfélagsins...
19.08.2017 - 15:30

Leggur til að Spölur reki Vaðlaheiðargöng

Þegar Hvalfjarðargöng verða afhent ríkinu og Spölur lýkur hlutverki sínu gæti félagið tekið við rekstri Vaðlaheiðarganga og ef til vill annarra jarðganga á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri úttekt á Vaðlaheiðargöngum sem var unnin fyrir stjórnvöld...
19.08.2017 - 07:30

Drónar trufla flugumferð við Stokkhólm

Stéttarfélag flugmanna í Svíþjóð beinir því til félagsmanna sinna að þeir hafi nóg eldsneyti á geymunum þegar þeir koma inn til lendingar á flugvöllunum við Stokkhólm.
18.08.2017 - 14:50

Geysivöxtur Wow-air og „ókeypis“ flug

Flugfélagið Wow air ætlar að flytja sex milljónir farþega 2019, í ár verða þeir þrjár. Forstjórinn segir að með því að auka úrval þjónustu hjá fyrirtækinu og fleira geti Wow vonandi innan skamms boðið upp á ókeypis flugsæti.
17.08.2017 - 18:10

Jafnstórt og Icelandair 2015

Wow-air saxar hratt á forskot Icelandair í farþegafjölda, segir ritstjóri Túrista.is. Wow flutti næstum því jafnmarga farþega fyrri hluta ársins og Icelandair flutti á sama tíma 2015.
17.08.2017 - 12:23

Góð tækifæri fyrir WOW og Icelandair

Góð tækifæri skapast fyrir flugfélögin Icelandair og WOW nú þegar eitt umsvifamesta erlenda flugfélagið á Keflavíkurflugvelli hefur farið fram á greiðslustöðvun. Þetta segir ritstjóri ferðafréttavefjarins Túrista.is. 
16.08.2017 - 18:15

Vinnustöðvun boðuð á spænskum flugvöllum

Nokkrar starfsstéttir á sautján flugvöllum á Spáni hefur boðað vinnustöðvun í 25 sólarhringa frá næsta mánuði til ársloka. Með því vill fólkið mótmæla lágum launum og slæmum vinnuskilyrðum.
16.08.2017 - 15:37

Icelandair dregur til baka 50 uppsagnir

Icelandair tilkynnti um það í dag að félagið hefði dregið til baka 50 uppsagnir flugmanna af þeim 115 sem ráðist var í fyrr í sumar. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) fagnar þessum tíðindum. „En að sjálfsögðu hefðum við kosið að...
15.08.2017 - 19:20

Breyta aðalskipulagi fyrir veg um Teigsskóg

Vegagerðin sækir ekki um framkvæmdaleyfi fyrir nýjum Vestfjarðavegi 60 um Teigsskóg fyrr en breytingar á aðalskipulagi í Reykhólahreppi liggja fyrir. Það getur tekið hálft ár eða meira.
15.08.2017 - 12:46

Air Berlin gjaldþrota

Þýska flugfélagið Air Berlin er gjaldþrota. Forsvarsmenn fyrirtækisins lýstu því yfir í dag að Etihad, stærsti hluthafi Air Berlin, hafi ákveðið að veita ekki meira fé til rekstur Air Berlin og því sé ekki útlit fyrir að hægt verði að reka...
15.08.2017 - 11:34

Brýnt að tvöfalda Suðurlandsveginn 2018

Slys á Suðurlandsvegi um helgina, þar sem bíll beygði í veg fyrir tólf mótorhjól, hefði aldrei orðið ef aksturstefnur væru aðskildar. Þetta segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, og hvetur til þess að ráðist verði í að tvöfalda veginn...
14.08.2017 - 13:34

Olía lak á Suðurlandsveg

Nokkur olía lak í morgun á Breiðholtsbraut og Suðurlandsveg, allt frá Vatnsendahvarfi og austur í Lögbergsbrekku. Olíubrák myndaðist á veginum og skapaði verulega hálku og hvatti Vegagerðin fólk til að vara sig, sérstaklega við hringtorg. Slökkvilið...
14.08.2017 - 10:46

Umferðarslys á Suðurlandsvegi

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út skömmu eftir klukkan tvö í dag vegna umferðarslyss sem varð á Suðurlandsvegi, vestan við Selfoss.
12.08.2017 - 15:25

Vilja halda áfram ferjusiglingum yfir flóann

Bæjaryfirvöld á Akranesi vilja bjóða upp á ferjusiglingar milli Akraness og Reykjavíkur á næsta ári eins og gert hefur verið í sumar. Bæjarráð fól í vikunni Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra að hefja könnunarviðræður við Sæferðir og Reykjavík um...
12.08.2017 - 15:23