Orkumál

Línuframkvæmdir hafnar á ný eftir veturinn

Framkvæmdir við lagningu Kröflulínu 4 eru hafnar á ný eftir veturinn. Framvinda verksins gæti ráðist í Hæstarétti og hvort hægt verður að afhenda raforku til kísilversins á Bakka á réttum tíma. Þar fæst úr því skorið hvort eignarnám vegna línunnar...
26.05.2017 - 18:53

Svisslendingar losa sig við kjarnorkuna

Sviss verður kjarnorkulaust land samkvæmt niðurstöðu þjóðaratvæðagreiðslu þar í landi í gær, sunnudag. Yfir 58% þátttakenda greiddu atkvæði með því að hætta kjarnorkuframleiðslu í áföngum og skipta henni út fyrir umhverfisvænni, endurnýjanlega...
22.05.2017 - 01:55

Telja 8 ára umhverfismat Suðvesturlína úrelt

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Hraunavinir telja að átta ára gamalt mat á umhverfisáhrifum Suðvesturlína sé úrelt og þarfnist endurskoðunar frá grunni. Forsendur fyrir línunum séu brostnar þar sem óljóst sé hvort orkan sem þær áttu að flytja...
30.04.2017 - 10:25

300 tonna vélar á sinn stað í stöðvarhúsinu

Þeistareykjavirkjun er smám saman að taka á sig mynd. Raforkuframleiðsla á að hefjast þar fyrir árslok. Stöðvarhús er að mestu fullbyggt og 300 tonna vélbúnaður kominn á sinn stað.
16.03.2017 - 14:16

Risavaxinn vindmyllugarður í miðjum Norðursjó

Rafmagn fyrir 80 milljónir Evrópubúa verður framleitt í gríðarstórum vindmyllugarði í miðjum Norðursjó, gangi fyrirætlanir raforkufyrirtækja í Danmörku, Hollandi og Þýskalandi eftir. Til stendur manngerð eyja verði í miðjum raforkugarðinum sem...
11.03.2017 - 07:32

Of dýrt að keyra verksmiðjuna með rafmagni

Notkun raforku í fiskimjölsverksmiðjum, í stað olíu, hefur reynst mun kostnaðarsamari en upphaflega var áætlað. Orkuskiptin eru mjög umhverfisvæn en framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar efast þó um að nokkur verksmiðja yrði rafvædd í dag miðað við...
09.02.2017 - 20:55

Loftslagsmálin: Lausnirnar þegar til

Ef ríki heims grípa til samskonar lausna í loftslagsmálum og Norðurlöndin hafa þegar gripið til væri hægt að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um fjögur gígatonn á ári fyrir árið 2030. Það samsvarar því að árslosun Evrópusambandsins í dag núllist...
19.01.2017 - 15:33

Ný Glerárvirkjun í gagnið fyrir næstu jól

Nú eru hafnar af fullum krafti framkvæmdir við byggingu ríflega þriggja megavatta virkjunar í Glerá ofan Akureyrar. Raforkuframleiðsla á að hefjast í árslok en virkjunin á að geta séð 5.000 heimilum fyrir rafmagni.
03.01.2017 - 18:23

Ótrygg raforka hamlar uppbyggingu Í Eyjafirði

Ótrygg raforka á Eyjafjarðarsvæðinu stendur atvinnuþróun og uppbyggingu nýrra fyrirtækja þar fyrir þrifum. Stór framleiðslufyrirtæki á Akureyri hafa neyðst til að nota olíu við framleiðsluna þegar rafmagn hefur skort.
14.11.2016 - 19:33

Leyfi fyrir Suðurnesjalínu ógilt í Hæstarétti

Hæstiréttur ógilti í dag þá ákvörðun Orkustofnunar frá 5. desember 2013 að veita Landsneti hf. leyfi til að reisa og reka Suðurnesjalínu 2 og snéri þar með við héraðsdómi frá 21. október 2015
13.10.2016 - 15:55

Olíuvinnsla á Drekasvæðinu: Gróði eða tap?

Olíuvinnsla á Drekasvæðinu myndi skila ríkissjóði miklum skatttekjum. Það væri þó ekki áhættulaust að ráðast í slíka vinnslu. „Ef það yrði viðamikið olíuslys á Drekasvæðinu gætu hugsanlegar glufur í regluverki leitt til stórkostlegs fjárhagstjóns...

Enginn árangur af borun í Eyjafirði

Borun Norðurorku eftir heitu vatni á mörkum jarðanna Hrafnagils og Botns í Eyjafirði skilaði engum árangri. Bormenn á vegum Ræktunarsambands Flóa og Skeiða eru farnir af svæðinu.
11.10.2016 - 15:41

Erlendur lagaprófessor efins um Bakkafrumvarp

Alþingismaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segir að hollenskur lagaprófessor sem kom fyrir þingnefnd í dag vegna lagafrumvarps um raflínur að Bakka, hafi staðfest með afgerandi hætti að væntanleg lagasetning orki tvímælis á ýmsum sviðum.
28.09.2016 - 18:33

Segir að rammaáætlun geti ekki skapað sátt

Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir að grundvallarágreiningur sé um vinnubrögð verkefnastjórnar þriðja áfanga rammaáætlunar. Rammaáætlunin geti því ekki stuðlað að sátt um vernd og nýtingu landsvæða eins og lagt var upp með.
07.08.2016 - 15:13

Verkefnastjórn rammaáætlunar var í tímahraki

„Já, við upplifðum okkur vissulega í tímaþröng," segir Stefán Gíslason, formaður verkefnastjórnar þriðja áfanga rammaáætlunar. Hann segir að verkefnastjórnin hafi í raun bara haft eitt ár, í stað fjögurra, til að undirbúa skýrsluna sem verður...
06.08.2016 - 20:15