Nígería

Tugir létust í sjálfsmorðsárás á flóttamenn

28 eru látnir og yfir 80 særðir eftir að þrjár konur frömdu sjálfsmorðsárásir í flóttamannabúðum í norðausturhluta Nígeríu í kvöld. AFP fréttastofan hefur eftir nígerískum miðlum að árásirnar hafi verið gerðar í bænum Mandarari, um 25 kílómetrum frá...
16.08.2017 - 00:54

42 handteknir fyrir samkynhneigð

Minnst 42 karlmenn voru handteknir í Nígeríu á laugardag, grunaðir um að hafa stundað kynlíf með öðrum karlmanni. Nígeríska blaðið Punch greinir frá þessu. Í frétt blaðsins segir að mennirnir hafi allir verið handteknir á hóteli í Lagos-ríki í...
01.08.2017 - 05:41

Yfir 50 féllu í árás Boko Haram

Yfir fimmtíu dóu þegar vígamenn Boko Haram réðust á olíuleitarteymi í norðausturhluta Nígeríu á þriðjudag. Þetta hefur AFP fréttastofan eftir heimildarmönnum innan Nígeríuhers, heilbrigðiskerfisins og alþjóðlegra hjálparstofnana. Í frétt AFP er haft...
28.07.2017 - 03:44

Helmingur aðstoðar í Nígeríu ekki skilað sér

Dæmi eru um að helmingur matvælaaðstoðar til Nígeríu, sem ætluð var fórnarlömbum Boko Haram, hafi ekki skilað sér. Í yfirlýsingu frá skrifstofu starfandi forseta segir að verið sé að auka við öryggisgæslu til að tryggja öryggi sendinganna.
19.06.2017 - 11:03

82 Chibok-stúlkur aftur í faðm fjölskyldunnar

Það var tilfinningarík stund í nígerísku höfuðborginni Abuja þegar 82 nígerískar skólastúlkur og -konur sameinuðust fjölskyldum sínum í gær, laugardag, eftir að hafa verið sleppt úr haldi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram fyrir um tveimur vikum. Þær...
21.05.2017 - 01:46

Segist halda tryggð við Boko Haram

Hryðjuverkasamtökin Boko Haram sendu frá sér myndband seint í gær þar sem Chibok skólastúlka lýsir yfir hollustu við samtökin. Hún kveðst hafa neitað því að vera leyst úr haldi þegar samningar náðust á milli nígerískra stjórnvalda og Boko Haram.
13.05.2017 - 06:33

Boko Haram lætur minnst 80 konur lausar

Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu hafa látið að minnsta kosti 80 konur lausar úr haldi. Þær eru meðal 276 skólastúlkna og kvenna sem rænt var í bænum Chibok í norðausturhluta landsins fyrir þremur árum. Málið vakti mikla athygli...
06.05.2017 - 21:17

Milljarðar fundust í mannlausu húsi

43 milljóna Bandaríkjadala reiðufé, andvirði um 4,7 milljarða króna, fannst í mannlausri íbúð í borginni Lagos í Nígeríu á þriðjudag. Reiðuféð fannst í húsleit spillingardeildar lögreglunnar í Nígeríu. Lögreglunni höfðu borist ábendingar um konu í...
14.04.2017 - 04:48

Boko Haram ræna á þriðja tug kvenna

Hryðjuverkamenn úr Boko Haram samtökunum rændu 22 stúlkum og konum í sitthvorri árásinni í norðausturhluta Nígeríu í vikunni. AFP fréttastofan hefur þetta eftir þorpsbúum.
01.04.2017 - 06:45

Rændu áhöfn þýsks flutningaskips

Átta manna áhöfn þýska flutningaskipsins BBC Caribbean er í haldi mannræningja, sem réðust um borð í skipið þegar það var á siglingu undan ströndum Nígeríu fyrir nokkrum dögum. Ekkert er vitað um skipverjana, sjö Rússa og Úkraínumann, þar sem...
08.02.2017 - 16:41

Telja að 170 hafi fallið í Nígeríu

Samtökin Læknar án landamæra óttast að 170 hafi fallið þegar flugvél frá nígeríska flughernum gerði loftárás fyrir mistök á flóttamannabúðir í Borno-ríki í norðausturhluta Nígeríu fyrr í vikunni. Fólk sem hafðist þar við hafði hrakist að heiman...
20.01.2017 - 11:48

Mistök flugmanns urðu tugum að bana

Tugir almennra borgara féllu í loftárás sem gerð var fyrir mistök í Norðaustur-Nígeríu í dag. Nígerísk herflugvél varpaði sprengjum á flóttamannabúðir í Borno-ríki, þar sem fólk hefst við sem hrakist hefur á flótta undan vígasamtökunum Boko Haram...
17.01.2017 - 18:04

Nígería: Efnahagskreppa, hryðjuverk og skærur

Nígería er fjölmennasta og eitt mikilvægasta ríki Afríku en á í verulegum þrengingum. Í norðurhlutanum hafa milljónir hrakist á flótta vegna þurrka, uppskerubrests og hernaðarátaka. Íbúar í suðausturhluta landsins krefjast sjálfstæðs ríkis. Við hina...
11.01.2017 - 19:12

Chibok stúlkur halda jólin heima

21 Chibok stúlknanna sem sleppt var úr gíslingu hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu í október fengu að njóta jólanna með fjölskyldum sínum. Þetta er í fyrsta sinn sem þær snúa til síns heima eftir að þeim var rænt úr skóla í Chibok í apríl...
25.12.2016 - 04:51

Vígamenn Boko Haram brotnir á bak aftur

Eftir margra mánaða baráttu hefur stjórnarhernum í Nígeríu tekist að ganga milli bols og höfuðs á vígasveitum Boko Haram hryðjuverkasamtakanna sem höfðust við í Sambisa skógi í héraðinu Borno í norðausturhluta landsins. Þetta kemur fram í...
24.12.2016 - 12:39