Mexíkó

Blóðrauður maí í Mexíkó

Maímánuður á þessu ári var blóðugasti mánuður í Mexíkó frá því yfirvöld hófu að taka saman gögn um morð í landinu. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Alls voru 2.186 myrtir í mánuðinum samkvæmt skýrslu almannaöryggisráðs landsins. 
22.06.2017 - 04:52

Hof og leikvangur fundust í Mexíkóborg

Stórt hof og forn íþróttavöllur fundust í hjarta Mexíkóborgar á dögunum. Fornleifafræðingar hleyptu fjölmiðlum að rústunum í gær eftir langvarandi uppgröft. 
08.06.2017 - 04:48

14 létust í flugeldaslysi í Mexíkó

14 létust, þar af 11 börn, þegar flugeldageymsla sprakk í Mexíkó á mánudagskvöld. Sprengingin varð í þorpi í Puebla héraði, San Isidro sem liggur um 270 kílómetrum austur af Mexíkóborg. Flugeldana átti að nota í trúarhátíð sem halda átti 15. maí að...
10.05.2017 - 05:43

Mexíkó svipar til stríðshrjáðs lands

Morð eiturlyfjagengja í Mexíkó færa ríkið upp í annað sæti yfir þau lönd þar sem flestir voru myrtir í fyrra. Sýrland er eina landið þar sem fleiri morð voru framin. Þetta kemur fram í skýrslu IISS, alþjóðasamtaka sem fylgjast með stríðum og...
10.05.2017 - 01:56

Of gömul fyrir ellilífeyrinn

Maria Félix gat ekki fengið ellilífeyrinn sinn greiddan í þrjá mánuði. Bankinn hennar taldi hana of gamla til þess að geta fengið nauðsynlegt bankakort til þess að geta nýtt lífeyrinn. Félix verður 117 ára í júlí.
27.04.2017 - 06:15

Handtekinn eftir hálft ár á flótta

Javier Duarte, fyrrum fylkisstjóri Veracruz-fylkis í Mexikó var handtekinn í Gvatemala í gær eftir hálft ár á flótta undan réttvísinni. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Honum er gefið að sök að hafa dregið að sér hundruð milljóna bandaríkjadala á...

Dagblað hættir vegna morða á blaðamönnum

„Verið þið sæl!“ („Adios!“) er fyrirsögn mexíkanska dagblaðsins Norte í dag. Blaðið er hætt útgáfu vegna þess að ekki sé hægt að tryggja öryggi blaðamanna. 61 blaða- og fréttamaður var myrtur í Mexíkó í fyrra. Til algerra undantekninga heyrir að...
03.04.2017 - 11:50

Grófu sig út úr fangelsi í Mexíkó

Að minnsta kosti 29 fangar náðu að sleppa úr fangelsi í Ciudad Victoria nærri landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna í dag. Fangarnir komust úr fangelsinu gegnum 40 metra löng göng sem fangarnir höfðu grafið á fimm metra dýpi.
23.03.2017 - 22:32

250 höfuðkúpur í fjöldagröf í Mexíkó

Yfir 250 höfuðkúpur fundust í fjöldagröf í útjaðri mexíkósku borgarinnar Veracruz. Jorge Winckler, héraðssaksóknari, segir höfuðkúpurnar tilheyra fórnarlömbum eiturlyfjagengja. 

242 lík fundust í földum gröfum í Mexíkó

Leitarsveitir á vegum mexíkóskra yfirvalda hafa fundið líkamsleifar minnst 242 manneskja í leynilegum gröfum nærri borginni Veracruz í suðaustur-Mexíkó. Mæður sem leituðu horfinna barna sinna fundu fyrstu grafirnar í ágúst á síðasta ári. Þær...

Stjórnvöld veita gjaldfrjálsa lögfræðiaðstoð

Mexíkósk stjórnvöld hafa sett á laggirnar lögfræðiþjónustu á ræðismannsskrifstofum í 50 borgum víðs vegar um Bandaríkin. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá þessu. Þar fá ólöglegir mexíkóskir innflytjendur lögfræðiaðstoð vegna hertra aðgerða...
05.03.2017 - 08:13

Tugir þúsunda Mexíkóa mótmæltu Trump

Tugir þúsunda söfnuðust saman í Mexíkóborg og einum 20 mexíkóskum borgum öðrum í gær, sunnudag, til að mótmæla Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afstöðu hans til Mexíkóa og stefnu hans í innflytjendamálum almennt. Einkum eru það áform Trumps um að...
13.02.2017 - 03:06

Vísað úr landi eftir 22 ár - en ekki börnunum

Guadalupe Garcia de Rayos, 36 ára tveggja barna móður, hefur verið vísað úr landi eftir 22 ára búsetu í Bandaríkjunum. Börn hennar tvö urðu eftir í Bandaríkjunum ásamt fjölskylduföðurnum. Guadalupe Garcia de Rayos kom til Arisóna-ríkis í...
10.02.2017 - 09:54

Utanríkisráðherra BNA til Mexíkó

Nýskipaður utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, hefur tilkynnt mexíkóskum starfsbróður sínum, Luis Videgaray, að hann hyggist leggja land undir fót og heimsækja Mexíkó á næstu vikum. Talsmaður mexíkóska utanríkisráðuneytisins staðfestir...

Ekki til umræðu að greiða fyrir múrinn

Utanríkisráðherra Mexíkó er reiðubúin til viðræðna við Bandaríkin til þess að viðhalda því góða sambandi sem ríkt hefur á milli ríkjanna. Hann segir það hins vegar ekki til umræðu að Mexíkó greiði fyrir landamæramúrinn sem Donald Trump, forseti...
27.01.2017 - 05:16