Mexíkó

Blóðugir bardagar í mexíkósku fangelsi

Níu fangar voru drepnir og tveir særðust í blóðugum gengjaátökum í mexíkósku fangelsi á fimmtudag. Átökin brutust út á heimsóknardegi í fangelsinu í borginni Reynosa í Tamaulipas-ríki, nærri bandarísku landamærunum. Föngum úr tveimur glæpagengjum...
11.08.2017 - 07:23

28 fangar látnir eftir uppgjör glæpagengja

Tuttugu og átta fangar í mexíkósku fangelsi í Acapulco eru látnir eftir uppþot og bardaga milli tveggja glæpahópa í fangelsinu í dag. Lík þeirra voru á víð og dreif í þeim hluta fangelsisins sem hýsir hættulegustu fanganna; aðrir fundust í mötuneyti...
06.07.2017 - 22:11

Blóðrauður maí í Mexíkó

Maímánuður á þessu ári var blóðugasti mánuður í Mexíkó frá því yfirvöld hófu að taka saman gögn um morð í landinu. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Alls voru 2.186 myrtir í mánuðinum samkvæmt skýrslu almannaöryggisráðs landsins. 
22.06.2017 - 04:52

Hof og leikvangur fundust í Mexíkóborg

Stórt hof og forn íþróttavöllur fundust í hjarta Mexíkóborgar á dögunum. Fornleifafræðingar hleyptu fjölmiðlum að rústunum í gær eftir langvarandi uppgröft. 
08.06.2017 - 04:48

14 létust í flugeldaslysi í Mexíkó

14 létust, þar af 11 börn, þegar flugeldageymsla sprakk í Mexíkó á mánudagskvöld. Sprengingin varð í þorpi í Puebla héraði, San Isidro sem liggur um 270 kílómetrum austur af Mexíkóborg. Flugeldana átti að nota í trúarhátíð sem halda átti 15. maí að...
10.05.2017 - 05:43

Mexíkó svipar til stríðshrjáðs lands

Morð eiturlyfjagengja í Mexíkó færa ríkið upp í annað sæti yfir þau lönd þar sem flestir voru myrtir í fyrra. Sýrland er eina landið þar sem fleiri morð voru framin. Þetta kemur fram í skýrslu IISS, alþjóðasamtaka sem fylgjast með stríðum og...
10.05.2017 - 01:56

Of gömul fyrir ellilífeyrinn

Maria Félix gat ekki fengið ellilífeyrinn sinn greiddan í þrjá mánuði. Bankinn hennar taldi hana of gamla til þess að geta fengið nauðsynlegt bankakort til þess að geta nýtt lífeyrinn. Félix verður 117 ára í júlí.
27.04.2017 - 06:15

Handtekinn eftir hálft ár á flótta

Javier Duarte, fyrrum fylkisstjóri Veracruz-fylkis í Mexikó var handtekinn í Gvatemala í gær eftir hálft ár á flótta undan réttvísinni. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Honum er gefið að sök að hafa dregið að sér hundruð milljóna bandaríkjadala á...

Dagblað hættir vegna morða á blaðamönnum

„Verið þið sæl!“ („Adios!“) er fyrirsögn mexíkanska dagblaðsins Norte í dag. Blaðið er hætt útgáfu vegna þess að ekki sé hægt að tryggja öryggi blaðamanna. 61 blaða- og fréttamaður var myrtur í Mexíkó í fyrra. Til algerra undantekninga heyrir að...
03.04.2017 - 11:50

Grófu sig út úr fangelsi í Mexíkó

Að minnsta kosti 29 fangar náðu að sleppa úr fangelsi í Ciudad Victoria nærri landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna í dag. Fangarnir komust úr fangelsinu gegnum 40 metra löng göng sem fangarnir höfðu grafið á fimm metra dýpi.
23.03.2017 - 22:32

250 höfuðkúpur í fjöldagröf í Mexíkó

Yfir 250 höfuðkúpur fundust í fjöldagröf í útjaðri mexíkósku borgarinnar Veracruz. Jorge Winckler, héraðssaksóknari, segir höfuðkúpurnar tilheyra fórnarlömbum eiturlyfjagengja. 

242 lík fundust í földum gröfum í Mexíkó

Leitarsveitir á vegum mexíkóskra yfirvalda hafa fundið líkamsleifar minnst 242 manneskja í leynilegum gröfum nærri borginni Veracruz í suðaustur-Mexíkó. Mæður sem leituðu horfinna barna sinna fundu fyrstu grafirnar í ágúst á síðasta ári. Þær...

Stjórnvöld veita gjaldfrjálsa lögfræðiaðstoð

Mexíkósk stjórnvöld hafa sett á laggirnar lögfræðiþjónustu á ræðismannsskrifstofum í 50 borgum víðs vegar um Bandaríkin. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá þessu. Þar fá ólöglegir mexíkóskir innflytjendur lögfræðiaðstoð vegna hertra aðgerða...
05.03.2017 - 08:13

Tugir þúsunda Mexíkóa mótmæltu Trump

Tugir þúsunda söfnuðust saman í Mexíkóborg og einum 20 mexíkóskum borgum öðrum í gær, sunnudag, til að mótmæla Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afstöðu hans til Mexíkóa og stefnu hans í innflytjendamálum almennt. Einkum eru það áform Trumps um að...
13.02.2017 - 03:06

Vísað úr landi eftir 22 ár - en ekki börnunum

Guadalupe Garcia de Rayos, 36 ára tveggja barna móður, hefur verið vísað úr landi eftir 22 ára búsetu í Bandaríkjunum. Börn hennar tvö urðu eftir í Bandaríkjunum ásamt fjölskylduföðurnum. Guadalupe Garcia de Rayos kom til Arisóna-ríkis í...
10.02.2017 - 09:54