menning

Fresta tökum á MI:6 vegna ökklameiðsla Cruise

Fresta þarf frekari tökum á sjöttu kvikmyndinni í Mission Impossible-hasarmyndabálknum um allt að þrjá mánuði eftir að Tom Cruise, aðalstjarna myndanna, slasaðist á ökkla í misheppnuðu áhættuatriði á laugardaginn var.
16.08.2017 - 21:43

Lítil og stór lög

Við heyrum lítil og stór lög í þætti næturinnar, byrjum hér heima að venju en drepum svo niður fæti austanhafs- og vestan. Alls kyns huggulegheit fyrir þá sem vaka frameftir. Inn í nóttina á Rás 2 kl. 00:05.
16.08.2017 - 20:30

Emma Stone hæst launaða leikkonan

Samkvæmt lista bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes er Emma Stone hæst launaða leikkona heims. Veltir hún starfssystur sinni Jennifer Lawrence úr sessi, en hin 28 ára gamla Stone vann til Óskarsverðlauna í febrúar fyrir besta leik í aðalhlutverki...
16.08.2017 - 18:41

Skip og híbýli

Fólk er beðið um að koma sér stundvíslega fyrir í híbýlum og skipum, fyrir framan viðtækin í kvöld.Því það verður brjáluð stemmning í Streymi kvöldsins þegar nýtt og nýlegt efni frá hetjum nútíma poppsins verður skotið út í andrúmsloftið frá...
16.08.2017 - 18:32

Dularfullur dauðdagi og margra ára sukk

Í dag eru 40 ár liðin frá því einn þekktasti söngvari veraldar, Elvis Presley, safnaðist til feðra sinna. Dauðdagi hans er dularfullur og enn er margt á huldu um dánarorsök kóngsins.
16.08.2017 - 14:54

„Eftirsóknarvert að vera rauðhærður“

Það er óhætt að segja að langt ferli liggi á bakvið nýjan áfangasigur í málefnum rauðhærðra, en staðfesting á komu rauðhærða lyndistáknsins liggur loksins fyrir. Í janúar á þessu ári bárust þær fregnir frá Unicode að lyndistáknið væri á...
16.08.2017 - 17:01

Sálmar og druslur

Stundum heyrist kvartað undan því að gömul sálmalög séu leiðinleg. Það er ekki á allra vitorði að sumir sálmar frá upphafi siðbótar Lúthers á 16. öld voru samdir við veraldleg lög. Sálmalagið „Þú brúður Kristi kær“ var til dæmis upphaflega söngur um...

Fjórar framhaldsmyndir sem enginn átti von á

Framhaldsmyndir eru umdeildur flokkur kvikmynda, en margar vinsælar myndir hafa átt viðhengi í formi sérlega óvinsælla framhaldsmynda. Þó er þetta ekki algilt, en þá má nefna myndir eins og Aliens, The Godfather Part II og Mad Max: Fury Road sem...
16.08.2017 - 14:42

Þema plötunnar má rekja til forns kveðskapar

Þemað á nýjustu breiðskífu bresku tónlistarkonunnar Lauru Marling er mótið sem aðrir steypa konuna í. Platan nefnist Semper Femina en orðasamsetninguna má finna í fornum kveðskap rómverska ljóðskáldsins Virgils á fyrstu öld fyrir Kristsburð.
15.08.2017 - 16:44

40 ár frá dauða Elvis

40 ár eru í dag frá því að rokkkóngurinn Elvis Presley lést. Hann lést þann 16. ágúst 1977 úr hjartaslagi aðeins 42 ára gamall. Elvis fæddist 8. janúar 1935 í Tupelo í Missisippi.
16.08.2017 - 09:14

Craig áfram í hlutverki Bond

Breski leikarinn Daniel Craig tekur að sér hlutverk James Bond í fimmta sinn í næstu mynd um njósnara hennar hátignar. Þetta staðfesti hann í spjallþætti Stephens Colberts, The Late Show, í nótt. 
16.08.2017 - 06:43

„Þetta er hræðilega sorglegt“

Banaslys varð á tökustað kvikmyndarinnar Deadpool II á mánudag þegar áhættuleikkona missti stjórn á vélhjóli sínu og ók inn um glugga á nærliggjandi húsi. Hin látna hét Joi „SJ“ Harris og var fyrsta blökkukonan til að keppa á mótum á vegum...
15.08.2017 - 18:03

Hilmir Snær og Stefán Karl í beinni á RÚV

Þjóðleikhúsið og RÚV munu leiða saman hesta sína í lok sumars og bjóða landsmönnum upp á leiksýninguna Með fulla vasa af grjóti. Um takmarkaðan sýningafjölda er að ræða, en sýnt verður á stóra sviði Þjóðleikhússins. Lokasýningin verður síðan í...
15.08.2017 - 17:29

Fjórir handteknir vegna leka hjá HBO

Indverska lögreglan hefur handtekið fjóra menn sem grunaðir eru um aðild að lekamáli sjónvarpsframleiðandans HBO. Hinir grunuðu hafa tengsl við Star India, sjónvarpsstöð sem er rétthafi að sýningum sjónvarpsþáttanna Game of Thrones þar í landi....
15.08.2017 - 16:53

Flúði grimmilegar aðstæður í Norður-Kóreu

Nýverið kom út á íslensku bókin Með lífið að veði, eftir Yeonmi Park. Bókin inniheldur endurminningar 23 ára gamallar konu sem barnung flúði frá Norður-Kóreu ásamt móður sinni. Hún hefur sagst vilja varpa ljósi á myrkasta stað á jarðríki með útgáfu...
15.08.2017 - 15:32