Líbía

Vopnahlé í Líbíu í augsýn

Fulltrúar stríðandi fylkinga í Líbíu sögðust í dag viljugir til að semja um vopnahlé og boða til kosninga næsta vor. Forsætisráðherra Líbíu, Fayez al-Sarraj og Khalifa Haftar sem stýrir hersveitum sem halda sig helst á afskekktum slóðum í...
25.07.2017 - 17:19

Náðu að frelsa borgina Benghazi

Hernum í Líbíu hefur tekist að frelsa Benghazi, aðra stærstu borg landsins úr höndum íslamskra öfgamanna. Herforinginn Khalifa Haftar tilkynnti þetta í kvöld í sjónvarpsávarpi. Baráttan um Benghazi tók rúmlega þrjú ár.
05.07.2017 - 19:59

Gaddafi leystur úr haldi eftir sakaruppgjöf

Saif al-Islam Gaddafi, sonur Muammar Gaddafi fyrrverandi leiðtoga Líbíu, var leystur úr fangelsi í bænum Zintan í vesturhluta Líbíu í kvöld. Al Jazeera fréttastofan greinir frá þessu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu vígahreyfingarinnar Abu Baks al-...
10.06.2017 - 22:47

Köfnuðu í kæligeymslu flutningabíls

Sjö afrískir flóttamenn fundust látnir í kælugeymslu flutningabíls sem hafði verið skilinn eftir skammt utan við Trípólí, höfuðborg Líbíu. Talið er að þeir hafi kafnað.
05.06.2017 - 17:59

Vígahreyfing í Líbíu leyst upp

Líbíska vígahreyfingin Ansar al-Sharia, sem er nátengd Al Kaída hryðjuverkasamtökunum, hefur verið leyst upp. Frá þessu er greint í yfirlýsingu sem birt var á netinu í kvöld. Vígahreyfingin er grunuð um árás á bandaríska sendiráðið í Benghazi árið...
28.05.2017 - 00:51

Egyptar hefndu hryðjuverkaárásar

Egypski herinn gerði loftárás á þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna í Líbíu, að sögn foseta Egyptalands, Abdul Fattah al-Sisi. Árásin er hefnd fyrir árás vígamanna á rútu safnaðar úr þjóðkirkju Egyptalands. Minnst 28 létust í árásinni og 25 til viðbótar...
27.05.2017 - 00:21

140 féllu í Líbíu

Minnst 140 féllu í árás á bækistöð vopnaðra sveita stjórnarandstæðinga í Líbíu á fimmtudag. Flestir hinna látnu eru hermenn úr sveitum Khalifa Haftar, marskálks, sem er andsnúinn stjórninni í Trípólí, en nokkur fjöldi óbreyttra borgara mun einnig...
20.05.2017 - 02:53

Vígamenn Íslamska ríkisins hraktir frá Sirte

Hersveitir hliðhollar stjórninni í Trípólí hafa hrakið síðustu liðsmenn Íslamska ríkisins frá líbísku borginni Sirte. Fréttastofan AFP hafði þetta eftir foringja í sveitum stjórnarliða í dag. Sirte væri nú að öllu leyti á valdi stjórnarliða.
05.12.2016 - 14:03

Sjö féllu í bardögum í Trípólí

Minnst sjö eru sagðir hafa látið lífið í átökum stríðandi vígasveita í Trípólí í Líbíu í gærkvöldi. Líbískir fjölmiðlar greina frá þessu, og fréttamenn AFP-fréttaveitunnar, sem staddir eru í Trípólí, heyrðu skothríð og sprengjudyn berast frá...
02.12.2016 - 05:52

Versnandi ástand í Líbíu

Líbía er að komast í pólitískar ógöngur og við blasir enn verra ástand í landinu. Þetta segir Martin Kobler, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Líbíu. 
28.09.2016 - 12:02

Össur: Ekki hægt að hafa meira samráð

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, telur að illa hafi verið staðið að eftirleik hernaðaríhlutunar gegn Líbíu vorið 2011 þótt sjálfar aðgerðirnar hafi verið réttlætanlegar. Hann hafnar því hins vegar að ekki hafi verið haft nægilegt...
15.09.2016 - 12:34

Hernaðaraðgerðir gegn Líbíu sagðar mistök

Bresk þingnefnd telur í nýrri skýrslu að hernaðaraðgerðir Vesturveldanna gegn Líbíustjórn árið 2011 hafi verið illa ígrundaðar og þannig ýtt undir stjórnleysið sem ríkt hefur í Líbíu undanfarin ár. Íslensk stjórnvöld studdu hernaðinn á sínum tíma.
14.09.2016 - 18:45

Andstæðingar Líbíustjórnar ná olíuhöfnum

Vopnaðar sveitir andstæðinga viðurkenndrar stjórnar í Líbíu hafa undanfarna daga lagt undir sig fjórar af helstu olíuútflutningshöfnum landsins.
14.09.2016 - 09:54

Ítalskir læknar og hermenn til Líbíu

Stjórnvöld á Ítalíu ætla að koma upp hersjúkrahúsi í Líbíu að beiðni viðurkenndra valdhafa í Trípólí. Fréttastofan Reuters hafði þetta eftir heimildarmanni innan ítölsku stjórnarinnar í morgun.
12.09.2016 - 14:23

Siglt með 1.850 til hafnar á Sikiley

1.850 farand- og flóttamenn var í dag tekið um borð í skip ítölsku strandgæslunnar, undan ströndum Sikileyjar. Fólkið var á leið yfir Miðjarðarhaf frá Líbíu. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að um 17.500 flótta- og farandfólk hafi farið...
11.04.2016 - 21:33