Líbía

140 féllu í Líbíu

Minnst 140 féllu í árás á bækistöð vopnaðra sveita stjórnarandstæðinga í Líbíu á fimmtudag. Flestir hinna látnu eru hermenn úr sveitum Khalifa Haftar, marskálks, sem er andsnúinn stjórninni í Trípólí, en nokkur fjöldi óbreyttra borgara mun einnig...
20.05.2017 - 02:53

Vígamenn Íslamska ríkisins hraktir frá Sirte

Hersveitir hliðhollar stjórninni í Trípólí hafa hrakið síðustu liðsmenn Íslamska ríkisins frá líbísku borginni Sirte. Fréttastofan AFP hafði þetta eftir foringja í sveitum stjórnarliða í dag. Sirte væri nú að öllu leyti á valdi stjórnarliða.
05.12.2016 - 14:03

Sjö féllu í bardögum í Trípólí

Minnst sjö eru sagðir hafa látið lífið í átökum stríðandi vígasveita í Trípólí í Líbíu í gærkvöldi. Líbískir fjölmiðlar greina frá þessu, og fréttamenn AFP-fréttaveitunnar, sem staddir eru í Trípólí, heyrðu skothríð og sprengjudyn berast frá...
02.12.2016 - 05:52

Versnandi ástand í Líbíu

Líbía er að komast í pólitískar ógöngur og við blasir enn verra ástand í landinu. Þetta segir Martin Kobler, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Líbíu. 
28.09.2016 - 12:02

Össur: Ekki hægt að hafa meira samráð

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, telur að illa hafi verið staðið að eftirleik hernaðaríhlutunar gegn Líbíu vorið 2011 þótt sjálfar aðgerðirnar hafi verið réttlætanlegar. Hann hafnar því hins vegar að ekki hafi verið haft nægilegt...
15.09.2016 - 12:34

Hernaðaraðgerðir gegn Líbíu sagðar mistök

Bresk þingnefnd telur í nýrri skýrslu að hernaðaraðgerðir Vesturveldanna gegn Líbíustjórn árið 2011 hafi verið illa ígrundaðar og þannig ýtt undir stjórnleysið sem ríkt hefur í Líbíu undanfarin ár. Íslensk stjórnvöld studdu hernaðinn á sínum tíma.
14.09.2016 - 18:45

Andstæðingar Líbíustjórnar ná olíuhöfnum

Vopnaðar sveitir andstæðinga viðurkenndrar stjórnar í Líbíu hafa undanfarna daga lagt undir sig fjórar af helstu olíuútflutningshöfnum landsins.
14.09.2016 - 09:54

Ítalskir læknar og hermenn til Líbíu

Stjórnvöld á Ítalíu ætla að koma upp hersjúkrahúsi í Líbíu að beiðni viðurkenndra valdhafa í Trípólí. Fréttastofan Reuters hafði þetta eftir heimildarmanni innan ítölsku stjórnarinnar í morgun.
12.09.2016 - 14:23

Siglt með 1.850 til hafnar á Sikiley

1.850 farand- og flóttamenn var í dag tekið um borð í skip ítölsku strandgæslunnar, undan ströndum Sikileyjar. Fólkið var á leið yfir Miðjarðarhaf frá Líbíu. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að um 17.500 flótta- og farandfólk hafi farið...
11.04.2016 - 21:33

Fjölgað í liði Íslamska ríkisins í Líbíu

Fjöldi liðsmanna Íslamska ríkisins í Líbíu hefur tvöfaldast undanfarið ár og eru þeir nú í kringum 6.000. Fréttastofan AP hafði þetta í morgun eftir bandaríska hershöfðingjanum David Rodriguez, sem hefur yfirumsjón með aðgerðum Bandaríkjahers í...
08.04.2016 - 16:06

Tíu borgir styðja við ný stjórnvöld Líbíu

Yfirvöld í tíu borgum Líbíu hafa ákveðið að lýsa stuðningi sínum við nýja landstjórn sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna. Borgirnar voru allar undir yfirráðum óviðurkenndra stjórnvalda sem höfðu komið sér fyrir í Tripolí.
01.04.2016 - 06:13

Fimm þúsund vígamenn Íslamska ríkisins í Líbíu

Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki eru með um það bil fimm þúsund manns undir vopnum í Líbíu og hafa slagkraft til að gera árásir á nágrannaríkin. Paolo Gentiloni, utanríkisráðherra Ítalíu, greindi frá þessu í dag á þingfundi í...
09.03.2016 - 14:14

Um 5.000 liðsmenn Íslamska ríkisins í Líbíu

Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa um 5.000 vopnaða menn í Líbíu, tvisvar sinnum meira en talið hafði verið. Þetta segir arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera og hefur eftir bandarískum sérfræðingi á þessu sviði.

Loftárásir á Íslamska ríkið í Sirte

Líbísk dögun, bandalag vopnaðra sveita sem ræður ríkjum í Trípólí, höfuðborg Líbíu, hefur gert loftárásir á bækistöðvar hyrðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins í borginni Sirte.
24.04.2015 - 11:19

Efast um árangur í Líbíuviðræðum

Khalifa Haftar, herforingi alþjóðlega viðurkenndrar stjórnar í Líbíu, segist hafa efasemdir um að árangur verði í viðræðum stríðandi fylkinga í landinu og segir hernaði beitt ef það verði niðurstaðan.
15.04.2015 - 10:51