Kúrdar

Guterres vill stöðva atkvæðagreiðslu Kúrda

Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti Kúrda í Írak til þess að hætta við áform sín um að halda atkvæðagreiðslu um sjálfstæði frá Írak. Hann óttast að atkvæðagreiðslan leiði til þess að dregið verði úr hernaði gegn...
17.09.2017 - 23:36
Erlent · Asía · Írak · Kúrdar

Kúrdar kjósi ekki um sjálfstæði í Írak

Bandaríkjastjórn krefst þess að Kúrdar láti af hugmyndum sínum um þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði frá Írak. Óttast stjórnvöld að atkvæðagreiðslan komi í veg fyrir að hægt verði að ná stöðugleika í ríkinu og geri aðgerðir gegn vígasamtökunum sem...
16.09.2017 - 00:48
Erlent · Asía · Írak · Kúrdar

„Örlög okkar eru nátengd örlögum leiðtogans“

Örlög Kúrda eru nátengd örlögum leiðtoga þeirra, Abdullah Öcalan, sem setið hefur í einangrun á Imrali-eyju í 18 ár. Þegar ríkið þrengir að honum er þrengt að Kúrdum. Þetta segir Havin Guneser sem þýðir bækurnar sem Öcalan hefur skrifað í fangelsinu...
06.06.2017 - 16:29

Fjöldi Kúrda féll í loftárásum Tyrkja

Átján liðsmenn hersveita Kúrda í Sýrlandi féllu í loftárás tyrkneska hersins í dag. Kúrdar hafa verið bandamenn Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja í hernaði gegn vígasveitum hins svokallaða Íslamska ríkis.
25.04.2017 - 10:44

Kúrdar kröfðust lýðræðis í Tyrklandi

Um það bil þrjátíu þúsund kúrdískir mótmælendur komu saman í Frankfurt í Þýskalandi í dag og kröfðust lýðræðis í Tyrklandi. Þeir hvöttu Tyrki til að greiða atkvæði gegn breytingum á stjórnarskrá landsins sem ætlað er að auka völd Erdogans forseta...
18.03.2017 - 21:03

Tyrkir sakaðir um mannréttindabrot gegn Kúrdum

Allt að hálf milljón hefur hrakist á vergang í suðausturhluta Tyrklands vegna átaka tyrkneska hersins og aðskilnaðarsinna Kúrda. Vopnahlé milli tyrkneskra stjórnvalda og PKK, Verkamannaflokks Kúrdistans, var aflýst í júlí árið 2015. Síðan þá hefur...
10.03.2017 - 12:05

Harðar árásir Tyrkja á Kúrda í Sýrlandi

Tyrkir gera nú loftárásir og stórskotaliðsárásir á sýrlenska Kúrda sem reyna að ná borginni Raqqa úr höndum vígasveita Íslamska ríkisins.
25.10.2016 - 16:06

Lýsa ábyrgð á tilræðinu í Ankara

Skæruliðahópur Kúrda hefur lýst ábyrgð á sprengjutilræðinu í Ankara, höfuðborg Tyrklands, á sunnudag. 37 féllu í tilræðinu. Skæruliðasamtökin heita TAK. Þau eru afsprengi PKK - Verkamannaflokks Kúrdistans, sem eru bönnuð í Tyrklandi. Í yfirlýsingu...
17.03.2016 - 08:42

Aðgerðir gegn stjórnmálaflokki Kúrda

Tyrkneska lögreglan réðist í morgun inn á skrifstofur Lýðræðislega þjóðarflokksins í Istanbúl. Flokkurinn er helsti stjórnmálaflokkur Kúrda á tyrkneska þinginu.
08.01.2016 - 11:30