Kólumbía

6 fórust í sprengingum í skipasmíðastöðvum

Minnst sex fórust og á þriðja tug slösuðust í sprengingum sem urðu í tveimur skipasmíðastöðvum í borginni Cartagena í Kólumbíu í gær. Orsök sprenginganna er óljós en lögregla upplýsir að unnið sé að rannsókn á því, hvort um slys eða hryðjuverk hafi...
18.05.2017 - 03:04

Ellefu látnir í skriðum í Kólumbíu

Ellefu hafa fundist látnir og að minnsta kosti tuttugu er saknað eftir að skriður féllu í dag í miðhluta Kólumbíu. Óttast er að fleiri lík eigi eftir að finnast.
19.04.2017 - 16:04

102 létu lífið í aurskriðu í Kólumbíu

Að minnsta kosti 102 eru látnir vegna aurskriða í Putumayo-héraði í Kólumbíu og enn fleiri slösuðust. Úrhellisrigning varð til þess að ár flæddu yfir bakka sína og hús fylltust af aur.
01.04.2017 - 17:38

Vopnaðar sveitir ógna friði í Kólumbíu

Tugir mannréttindaleiðtoga og stjórnmálamanna af vinstri vængnum voru myrtir í Kólumbíu í fyrra. Frá þessu er greint í skýrslu á vegum Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Svæði þar sem ólögleg fíkniefni eru ræktuð eru hættulegust, segir í...
17.03.2017 - 02:08

Friðarverðlaunahafar mótmæla stefnu Trumps

Sundurgreining, flóttamenn og hatursræða gegn þeim var Juan Manuel Santos, forseta Kólumbíu, hugleikin á ráðstefnu friðarverðlaunahafa Nóbels í Bogota í gærkvöld. Án þess að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hafi verið nefndur á nafn er talið að...

Fleiri í vandræðum eftir nýársgleði FARC

Fleiri eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna eru til rannsóknar fyrir að hafa tekið þátt í nýársgleði skæruliðahreyfingarinnar FARC í Kólumbíu. Fjórir voru reknir í fyrradag vegna sama máls, en myndband náðist af þeim dansa við liðsmenn FARC....

Dansandi eftirlitsmenn reknir frá Kólumbíu

Fjórum starfsmönnum úr alþjóðlegu liði Sameinuðu þjóðanna í Kólumbíu hefur verið vísað frá störfum. Starfsmennirnir sáust dansa við menn úr skæruliðahreyfingunni FARC í nýársgleði þeirra. Sameinuðu þjóðirnar fylgdust með friðarviðræðum kólumbískra...

Mannránum fækkar til muna í Kólumbíu

Mannránum hefur fækkað um 92% síðan um aldamót. Ríkislögreglustjóri Kólumbíu upplýsti þetta í útvarpsviðtali, þar sem framkvæmd friðarsamkomulags stjórnvalda við Byltingarher Kólumbíu, FARC, var til umræðu. Þetta þýðir þó ekki að mannrán séu fátíð...

Forseti Kólumbíu tekur við friðarverðlaununum

Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, tók við friðarverðlaunum Nóbels í dag. Santos fékk verðlaunin vegna friðarsamnings ríkisstjórnar sinnar við marxísku skæruliðasamtökin FARC, sem hafa háð vopnaða baráttu gegn stjórnvöldum í fimm áratugi....

Farþegaflugvél hrapaði í Kólumbíu

Flugvél með 81 um borð, þar af 72 farþega, hrapaði á leið sinni frá Bólivíu til Medellin í Kólumbíu. Yfirvöld hafa þegar sent neyðarsveitir á vettvang. Á Twittersíðu alþjóðaflugvallarins í Medellin segir að einhverjir hafi lifað slysið af. 76 hafa...
29.11.2016 - 06:20

Nýr friðarsamningur undirritaður á fimmtudag

Kólumbísk stjórnvöld og skæruliðahreyfingin FARC skrifa undir nýjan friðarsamning í Bogota á fimmtudag. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að samninganefndir beggja aðila hafi samþykkt að skrifa undir...
23.11.2016 - 00:30

Nýr friðarsamningur í höfn í Kólumbíu

Stjórnvöld í Kólumbíu og skæruliðahreyfingin FARC hafa komist að nýju friðarsamkomulagi til þess að binda enda á yfir hálfrar aldar vargöld þeirra á milli. Rúmur mánuður er frá því friðarsamningi var naumlega hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.
13.11.2016 - 00:37

Skæruliði felldur af Kólumbíuher

Kólumbíuher tilkynnti í dag að skæruliði úr sveitum Þjóðfrelsishersins, ELN, hafi verið felldur og fjórir handsamaðir í aðgerðum gegn skæruliðahreyfingunni í gær. Aðgerðirnar beindust gegn starfsemi ELN í Casanare í norðausturhluta Kólumbíu. Í...
18.10.2016 - 02:50

Santos framlengir vopnahlé í Kólumbíu

Vopnahlé kólumbískra stjórnvalda og skæruliðahreyfingarinnar FARC hefur verið framlengt til áramóta. Þetta tilkynnti Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, í sjónvarpsávarpi í gærkvöld. Hann sagðist vongóður um að nýr friðarsamningur verði í höfn...
14.10.2016 - 05:28

Almenningur hafnar friðarsamningi við FARC

Friðarsamningi kólumbískra stjórnvalda við skæruliðahreyfinguna FARC var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í kvöld. Stjórnvöld höfðu vonast til þess að með samningnum yrði bundinn endir á rúmlega hálfrar aldar baráttu við samtökin. 
02.10.2016 - 22:44