Kólumbía

Skæruliðar fá sakaruppgjöf

Á fjórða þúsund fyrrverandi FARC-liða var veitt sakaruppgjöf í Kólumbíu í dag af forseta landsins, Juan Manuel Santos. Sakaruppgjöfin er hluti af friðarsamningi stjórnvalda við skæruliðahreyfinguna.
11.07.2017 - 01:37

Skæruliðar FARC leggja formlega niður vopn

Yfir 7.000 fyrrverandi liðsmenn kólumbísku skæruliðahreyfingarinnar FARC afvopnuðust í gær og þar með er hálfrar aldar uppreisn þeirra gegn kólumbískum stjórnvöldum formlega lokið. Hópur skæruliða afhenti fulltrúum Sameinuðu þjóðanna formlega vopn...
28.06.2017 - 03:40

FARC afvopnast að fullu

Kólumbíska skæruliðahreyfingin FARC lætur af hendi öll vopn sín í dag og lýkur afvopnun sem hófst með samningaviðræðum við kólumbísk stjórnvöld í október. Þetta hefur AFP fréttastofan eftir Juan  Manuel Santos, forseta Kólumbíu.
23.06.2017 - 13:56

Skæruliðum býðst læknanám á Kúbu

Stjórnvöld á Kúbu bjóða 500 skólastyrki til fólks úr FARC skæruliðahreyfingunni á Kúbu. Skólastyrkirnir miðast við að fólk velji sér nám í lælknisfræði. AFP fréttastofan hafði uppi á tveimur konum sem hafa sótt um námið.
22.06.2017 - 03:51

Hollenskum fréttamönnum rænt í Kólumbíu

Tveir hollenskir fréttamenn voru numdir á brott í norðurhluta Kólumbíu á mánudagsmorgun og hefur ekkert til þeirra spurst síðan. Lögregluyfirvöld halda því fram að skæruliðar Frelsishers Kólumbíu (ELN) hafi rænt fréttamönnunum. Talsmenn ELN hafa...

Þrjár konur létust í sprengjuárás í Bógóta

Þrjár konur létust og ellefu særðust í mikilli sprengingu í verslunarmiðstöð í miðborg Bógóta, höfuðborgar Kólumbíu í dag. Yfirvöld ganga út frá því að hryðjuverkamenn hafi verið að verki. Enrique Penalosa, borgarstjóri Bogóta sagðist afar sleginn...
18.06.2017 - 03:28

FARC fær lengri frest til afvopnunar

Afvopnun skæruliðahreyfingarinnar FARC hefur verið frestað um 20 daga. Til stóð að FARC afvopnaðist í dag. Skæruliðarnir verða almennir borgarar eftir 60 daga. AFP fréttastofan hefur eftir Juan Manuel Santos, forseta Kólumbíu, að frestunin hafi...
30.05.2017 - 06:16

6 fórust í sprengingum í skipasmíðastöðvum

Minnst sex fórust og á þriðja tug slösuðust í sprengingum sem urðu í tveimur skipasmíðastöðvum í borginni Cartagena í Kólumbíu í gær. Orsök sprenginganna er óljós en lögregla upplýsir að unnið sé að rannsókn á því, hvort um slys eða hryðjuverk hafi...
18.05.2017 - 03:04

Ellefu látnir í skriðum í Kólumbíu

Ellefu hafa fundist látnir og að minnsta kosti tuttugu er saknað eftir að skriður féllu í dag í miðhluta Kólumbíu. Óttast er að fleiri lík eigi eftir að finnast.
19.04.2017 - 16:04

102 létu lífið í aurskriðu í Kólumbíu

Að minnsta kosti 102 eru látnir vegna aurskriða í Putumayo-héraði í Kólumbíu og enn fleiri slösuðust. Úrhellisrigning varð til þess að ár flæddu yfir bakka sína og hús fylltust af aur.
01.04.2017 - 17:38

Vopnaðar sveitir ógna friði í Kólumbíu

Tugir mannréttindaleiðtoga og stjórnmálamanna af vinstri vængnum voru myrtir í Kólumbíu í fyrra. Frá þessu er greint í skýrslu á vegum Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Svæði þar sem ólögleg fíkniefni eru ræktuð eru hættulegust, segir í...
17.03.2017 - 02:08

Friðarverðlaunahafar mótmæla stefnu Trumps

Sundurgreining, flóttamenn og hatursræða gegn þeim var Juan Manuel Santos, forseta Kólumbíu, hugleikin á ráðstefnu friðarverðlaunahafa Nóbels í Bogota í gærkvöld. Án þess að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hafi verið nefndur á nafn er talið að...

Fleiri í vandræðum eftir nýársgleði FARC

Fleiri eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna eru til rannsóknar fyrir að hafa tekið þátt í nýársgleði skæruliðahreyfingarinnar FARC í Kólumbíu. Fjórir voru reknir í fyrradag vegna sama máls, en myndband náðist af þeim dansa við liðsmenn FARC....

Dansandi eftirlitsmenn reknir frá Kólumbíu

Fjórum starfsmönnum úr alþjóðlegu liði Sameinuðu þjóðanna í Kólumbíu hefur verið vísað frá störfum. Starfsmennirnir sáust dansa við menn úr skæruliðahreyfingunni FARC í nýársgleði þeirra. Sameinuðu þjóðirnar fylgdust með friðarviðræðum kólumbískra...

Mannránum fækkar til muna í Kólumbíu

Mannránum hefur fækkað um 92% síðan um aldamót. Ríkislögreglustjóri Kólumbíu upplýsti þetta í útvarpsviðtali, þar sem framkvæmd friðarsamkomulags stjórnvalda við Byltingarher Kólumbíu, FARC, var til umræðu. Þetta þýðir þó ekki að mannrán séu fátíð...