Kína

Loðfílabein falin í flutningabíl

Tollayfirvöld í Kína lagði hald á yfir tonn af loðfílabeinum í febrúar. Breska ríkisútvarpið hefur þetta eftir ríkisfjölmiðlum í Kína. Sendingin kom frá Rússlandi og náðist í norðausturhluta Kína. Lengsta loðfílabeinið var yfir 160 sentimetra langt.
13.04.2017 - 06:57
Erlent · Asía · Kína

Húsaleiga og snjallsími fyrir leyniupplýsingar

Starfsmaður bandaríska sendiráðsins í Kína var ákærður í dag fyrir að taka við peningum og öðrum gjöfum úr hendi kínverskra leyniþjónustumanna. Dómsmálaráðuneytið segir hina sextugu Candace Marie Claiborne hafa vitað að tveir kínverskir menn sem hún...
30.03.2017 - 01:17

Fyrsta konan í stöðu æðsta leiðtoga Hong Kong

Carrie Lam var í morgun kosin næsti leiðtogi kínverska sjálfstjórnarhéraðsins Hong Kong, fyrst kvenna. Lam, sem er hliðholl stjórnvöldum í Beijing, þótti frá upphafi nokkuð örugg um að hafa betur gegn keppinautum sínum tveimur, John Tsang og Woo...
26.03.2017 - 06:13
Erlent · Asía · Hong Kong · Kína · Stjórnmál

Vill ekki viðskiptastríð við Bandaríkin

Forsætisráðherra Kína varar Bandaríkjastjórn við því að hefja viðskiptastríð. Frá þessu greindi hann á blaðamannafundi í Kína í gærkvöld. Hann kveðst bjartsýnn á að samband ríkjanna verði stöðugt þrátt fyrir núning eftir stjórnarskiptin í...
15.03.2017 - 06:58

17 fórust í námuslysi í Kína

Sautján námuverkamenn létu lífið þegar lyfta sem þeir voru í hrapaði niður í námugöngin. Slysið varð á fimmtudaginn í síðustu viku. Svo virðist sem eldur hafi komist í kapalinn sem lyftubúrið hékk í, út frá logsuðutæki sem verið var að nota þar...
14.03.2017 - 03:34
Erlent · Asía · Kína

Kínverjar biðla til deiluaðila á Kóreuskaganum

Kínverjar hvetja Norður-Kóreumenn til að hætta öllum eldflauga- og kjarnorkutilraunum sínum. Jafnframt hvetja þeir Bandaríkjamenn til að falla frá áformum sínum um að koma upp fullkomnu eldflaugavarnakerfi í Suður-Kóreu, og hætta að halda þar...
08.03.2017 - 06:35

Ráðist á fréttamenn BBC í Kína

Ráðist var á fréttafólk BBC í Kína og myndatökubúnaður brotinn, áður en lögreglumenn þvinguðu fólkið til að skrifa undir játningu. Atvikið varð í Hunan-héraði, þegar Johan Sudworth, fréttamaður Breska ríkisútvarpsins, reyndi að ná tali af konu sem...
03.03.2017 - 18:10

Gagnagrunnur geymir nethegðun Kínverja

„Stafrænt alræðisríki Kína er rétt handan við hornið,“ skrifar blaðamaðurinn Jón Bjarki Magnússon í síðasta tölublaði Stundarinnar. Kínverski kommúnistaflokkurinn vinnur nú að því að byggja upp gagnagrunn sem geymir upplýsingar um nethegðun allra...
22.02.2017 - 18:00

Svört skýrsla um mannréttindi í Kína

Mannréttindum hrakar enn í Kína samkvæmt niðurstöðum skýrslu mannréttindasamtaka þar í landi. Lögregla beitir pyntingum kerfisbundið gegn aðgerðarsinnum og gagnrýnendum stjórnvalda. Ríkissjónvarpsstöð Kína tekur þátt með því að sýna þvingaðar...
16.02.2017 - 04:53
Erlent · Asía · Kína

Forn risaotur fannst í Kína

Otrar á stærð við úlfa gengu og syntu meðal annarra dýra í votlendi Yunnan-héraðs Kína fyrir um sex milljónum ára. Frá þessu er greint í rannsókn vísindamanna sem fundu vel varðveitta hauskúpu tegundarinnar í opinni námu árið 2010.
24.01.2017 - 06:45
Erlent · Asía · Kína

Kína: Mega ekki lengur vara við loftmengun

Staðbundnum veðurstofum í Kína hefur verið bannað að vara við yfirvofandi loftmengun á sínum svæðum. Þess í stað mega þær segja að þoka sé yfirvofandi ef sýnt þykir að skyggni verði innan við tíu kílómetrar.
18.01.2017 - 18:01

Myndskeið: Kæfandi mengun í kínverskum borgum

Þykk mengunarþoka liggur þessa dagana yfir Peking og öðrum borgum í mið- og norðurhluta Kína. Samgöngur hafa raskast nokkuð af þessum sökum. Áætlunarferðum flugfélaga hefur seinkað og yfirvöld hafa orðið að loka þjóðvegum þar sem umferðarþungi er...
03.01.2017 - 09:39

BMW innkallar bíla í Kína

Um 200 þúsund BMW bifreiðar verða innkallaðar í Kína vegna gallaðra loftpúða. AFP greinir frá þessu. Tæplega 170 þúsund innfluttir bílar frá árunum 2005 til 2011 verða innkallaðir og um 25 þúsund bílar framleiddir í Kína samkvæmt yfirlýsingu...
26.12.2016 - 04:06
Erlent · Asía · Kína

Samskipti Kína og Noregs í eðlilegt horf

Stjórnvöld í Kína og í Noregi hafa ákveðið að taka upp eðlileg samskipti að nýju. Köldu hefur andað milli landanna síðustu sex ár, eða frá því að norska Nóbelsverðlaunanefndin tilkynnti að Liu Xiaobo fengi Friðarverðlaun Nóbels árið 2010. 
19.12.2016 - 14:14
Erlent · Kína · Noregur

Alvarleg loftmengun yfirvofandi í Peking

Borgaryfirvöld í Peking, höfuðborg Kína, hafa lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi vegna loftmengunar. Útlit er fyrir þykkt mengunarský yfir borginni og nágrenni hennar næstu fimm daga.
15.12.2016 - 09:47