Kína

Kínverskt njósnaskip nærri Ástralíu

Ástralski herinn varð var við kínversk njósnaskip undan ströndum Ástralíu, skammt frá sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna, Nýja-Sjálands og Ástralíu. Fréttastofan Reuters hefur eftir varnarmálaráðuneyti Ástralíu að skipið hafi séð undan...
22.07.2017 - 07:16

Kínverjar banna Bieber

Kanadíska poppgoðið Justin Bieber fær ekki að koma fram í Kína á næstunni. Menningarmálaráðuneyti Kína greinir frá þessu í yfirlýsingu í gær. Þar segir að ráðuneytinu þyki óviðeigandi að hleypa listamönnum upp á svið sem kunna ekki að haga sér...
22.07.2017 - 03:23
Erlent · Asía · Kína · Popptónlist · Tónlist

Risastór rússneskur kafbátur fer um Stórabelti

Dmitrij Donskoj, stærsti kafbátur heims, sigldi í dag í gegnum Stórabelti á leið til St. Pétursborgar. Rússar segja að kafbáturinn, sem er kjarnorkuknúinn, eigi að taka þátt í hátíðarhöldum vegna 100 ára afmælishátíðar rússneska flotans.
21.07.2017 - 18:15

Loftgæðum hrakað þrátt fyrir aðgerðir

Þrátt fyrir aðgerðir kínverskra stjórnvalda hafa íbúar stórborga notið færri daga með hreinu lofti á fyrri helmingi þessa árs en á sama tíma í fyrra. Stjórnvöld heita því að halda aðgerðum áfram, þar á meðal að minnka kolabrennslu, minnka útblástur...
20.07.2017 - 06:20

Engin niðurstaða á fundi Bandaríkjanna og Kína

Samninganefndir Bandaríkjanna og Kína gengu frá viðskiptafundi ríkjanna í Washington án samkomulags. Engin sameiginleg yfirlýsing eða aðgerðaráætlun var gefin út eftir fundinn og hætt var við sameiginlegan blaðamannafund.
20.07.2017 - 05:41

Liu Xiaobo látinn

Kínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo, friðarverðlaunahafi Nóbels, lést í dag. Hann var 61 árs. Banamein hans var krabbamein í lifur. Xiaobo hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2010, ári eftir að hann var dæmdur í fangelsi fyrir að krefjast lýðræðislegra...
13.07.2017 - 14:18

Segja Liu Xiaobo ekki ferðafæran

Læknar í Kína segjast reyna hvað þeir geta til að halda Nóbelsverðlaunahafanum Liu Xiaobo á lífi. Hann er langt leiddur af krabbameini í lifur. Kínverjar hafa afþakkað öll tilboð frá sjúkrahúsum utan Kína um að taka við Liu. Að þeirra sögn er hann...
11.07.2017 - 11:06

Tugir látnir í flóðum í Hunan í Kína

Yfir sextíu hafa fundist látnir í Hunan í Kína og ein komma sex milljónir íbúanna hafa orðið að flýja að heiman vegna úrhellis undanfarnar vikur. Fjöldi fólks á í erfiðleikum vegna skorts á nauðsynjum.
10.07.2017 - 12:16
Erlent · Hamfarir · Asía · Kína

Volvo veðjar á rafbíla

Það vakti heimsathygli í vikunni þegar forráðamenn Volvo bílaverksmiðjunnar tilkynntu að allar nýjar tegundir bíla sem fyrirtækið framleiðir verði rafmagnsbílar frá árinu 2019. Nýju bílategundirnar verða rafknúnar að hluta eða öllu leyti.
08.07.2017 - 12:55

Dæmdur fyrir mótmæli árið 1989

Kínverskur aðgerðarsinni var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í morgun fyrir hlutdeild sína í mótmælunum á Torgi hins himneska friðar árið 1989. AFP fréttastofan hefur þetta eftir lögmanni mannsins, Liu Shaoming.
07.07.2017 - 06:59
Erlent · Asía · Kína

Nóbelsfangi fær utanaðkomandi læknisaðstoð

Krabbameinssérfræðingar frá Bandaríkjunum, Þýskalandi og víðar fá að koma til Kína til þess að veita Liu Xiaobo meðferð við lifrarkrabbameini. Liu hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2010, ári eftir að hann var dæmdur í fangelsi fyrir að kalla eftir...
05.07.2017 - 03:53
Erlent · Asía · Kína

H&M og Zara kaupa af stórmengandi verksmiðjum

Tískurisar á borð við H&M og Zara kaupa textílefnið viskós í stórum stíl af mjög mengandi verksmiðjum í Kína, Indónesíu og Indlandi. Þetta segir í umfjöllun The Guardian þar sem vitnað er í nýlega skýrslu frá stofnuninni Changing Markets. Krafan...
04.07.2017 - 10:56

„Nokkrir neikvæðir atburðir“ skaða samskiptin

Xi Jinping, forseti Kína, tjáði starfsbróður sínum í Washington, Donald Trump, að samskipti ríkjanna liðu nú fyrir „nokkra neikvæða atburði" upp á síðkastið. Kínverska ríkisfréttastofan CCTV greinir frá þessu. Fyrr í gærkvöld gaf kínverska...
03.07.2017 - 06:28

Börn skjóta nöglum úr leikfangalásboga

Kínversk yfirvöld hafa gert rassíur í leikfangaverslunum í landinu til að ganga úr skugga um að þær séu hættar að selja leikfang sem hefur verið bannað eftir að það sló rækilega í gegn hjá skólakrökkum í landinu. „Leikfangið“ er lítill lásbogi,...
30.06.2017 - 05:37

Kínverjar í vinnuþrælkun víða um heim

Kína hefur verið fært niður í þriðja og neðsta flokk þegar kemur að því að takast á við mansal, samkvæmt nýrri skýrslu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu. Í þeim flokki eru einnig Rússland, Sýrland, Suður-Súdan og Íran.
28.06.2017 - 10:32
Erlent · Kína · mansal