Kína

Volkswagen innkallar milljónir bíla í Kína

Volkswagen bílasmiðjurnar ætla að innkalla hátt í 4,9 milljónir bíla í Kína vegna galla í öryggispúðum. Japanska fyrirtækið Takata framleiddi púðana. Það hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta.
14.09.2017 - 10:45

Hlutabréf í rafbílaverksmiðjum hækkuðu

Hlutabréf í fyrirtækjum sem framleiða rafbíla og rafhleðslur hækkuðu á mörkuðum í Asíu í dag eftir að stjórnvöld í Kína tilkynntu að bensín- og dísilbílar yrðu bannaðir. Vestrænar bílaverksmiðjur hafa gert samninga um framleiðslu rafbíla í Kína,...
11.09.2017 - 16:13

Þrír dánir og 32 saknað eftir aurskriðu í Kína

Þrjú dauðsföll eru staðfest og minnst 32 er enn saknað eftir að aurskriða færði tugi húsa á kaf í bænum Bijie í Guizhou-héraði í Suðvestur-Kína að morgni mánudags. Sjö manns hefur verið bjargað úr skriðunum með mis mikla áverka. Kínversk stjórnvöld...
29.08.2017 - 04:03
Erlent · Hamfarir · Asía · Kína

Skriða féll á þorp í Kína

Óttast er að 27 hafi farist þegar skriða féll á 34 hús í bænum Bijie í Guizhou-héraði í suðvesturhluta Kína í morgun Tveir hafa fundist látnir og 25 er saknað. Fjórir hafa fundist á lífi í skriðunni. Yfirvöld segja að eftir miklar rigningar hafi...
28.08.2017 - 16:00
Erlent · Asía · Kína

Einn dáinn í hitabeltisstormi í Hong Kong

Hitabeltisstormurinn Pakhar hamast nú á Hong Kong og Macau, aðeins fjórum sólarhringum eftir að fellibylurinn Hato fór þar hamförum og varð minnst 18 manns að fjörtjóni. Pakhar gekk á land á suðvesturströnd Kína snemma á sunnudagsmorgun að...
28.08.2017 - 02:22
Hamfarir · Asía · Hong Kong · Kína · Veður

12 látnir í fellibyl í Suður-Kína

Minnst tólf hafa látið lífið af völdum fellibylsins Hato, sem gengur nú yfir Kína sunnanvert. Átta fórust í stórborginni Macau, sem þekkt er fyrir fjölda spilavíta og mikið næturlíf. Fjölmiðlar eystra birtu myndir af bílum á kafi í vatni og fólki á...
24.08.2017 - 04:02
Erlent · Hamfarir · Asía · Kína · Veður

Kína: Lést í búðum sem meðhöndla netfíkn

Ungur maður lést nýverið í Kína í sérstakri miðstöð eða búðum fyrir fólk sem glímir við netfíkn. Slíkar búðir eru umdeildar þar í landi, ef marka má frétt BBC, en í sumum þeirra er beitt heraga til að meðhöndla tölvu- og netfíkn kínverskra ungmenna...
14.08.2017 - 13:25

Sækja í náttúru og norræna samfélagsgerð

Ómenguð náttúra og norræn samfélagsgerð er það sem helst dregur kínverska ferðamenn hingað. Þeir eru flestir fróðleiksfúst millistéttarfólk úr stórborgum, og hafa margir aldrei farið til útlanda áður.
11.08.2017 - 10:04

36 fórust í rútuslysi

Minnst 36 dóu og 13 slösuðust þegar þéttskipuð rúta skall á gangavegg á hraðbraut í Sjaanxi-héraði í Norður-Kína á fimmtudagskvöld. Kínverska ríkisfréttastofan Xinhua hefur þetta eftir lögregluyfirvöldum á staðnum. Rútan var á leið frá Tsjengdu í...
11.08.2017 - 03:57

Stór skjálfti í Norðvestur-Kína

Jarðskjálfti af stærðinni 6,3 skók strjálbýl héruð í norðvesturhluta Kína laust fyrir hálftólf á þriðjudagskvöld að íslenskum tíma, eða hálf átta að morgni á staðartíma. Upptök skjálftans voru á 25 kílómetra dýpi, nærri landamærunum við Kasakstan....
09.08.2017 - 01:40

Tugir grófust í aurskriðu í Kína

Að minnsta kosti 24 létu lífið þegar þeir urðu undir skriðu sem féll á þorp í héraðinu Sichuan í suðvestanverðu Kína í dag. Mikið hefur rignt á þessum slóðum að undanförnu og margar grjót- og aurskriður fallið af völdum vatnsveðursins. Yfirvöld...
08.08.2017 - 13:43
Erlent · Asía · Kína · Veður

Apple gagnrýnt fyrir meðvirkni í Kína

Bandaríski tæknirisinn Apple er sakaður um að sýna ritskoðunarstefnu kínverskra stjórnvalda meðvirkni með því að fjarlægja svokölluð VPN-smáforrit úr vefverslun sinni þar í landi. Tim Cook, yfirmaður fyrirtækisins, ver ákvörðun Apple hinsvegar með...
02.08.2017 - 03:12

Ábyrgðin liggur í Pjongjang og Washington

Kínverjar sitja ekki þegjandi undir ásökunum Bandaríkjastjórnar um ábyrgð þeirra á ástandinu í Norður-Kóreu. Sendiherra Kína hjá Sameinuðu þjóðunum, Liu Jieyi, lýsti því yfir í gærkvöld, að höfuðábyrgðin á því að draga úr spennu á Kóreuskaganum lægi...
01.08.2017 - 05:27

Finnar kaupa mikið frá kínverskum netverslunum

Finnskir neytendur eru afar duglegir við innkaup frá kínverskum netverslunum að sögn finnska ríkisútvarpsins, YLE. Á sama tíma og danski pósturinn er rekinn með miklu tapi vegna þess hversu fá bréf eru send hefur finnski pósturinn ekki undan við...
30.07.2017 - 08:43
Erlent · Evrópa · Finnland · Kína · Netverslun · Mannlíf

Kínverskt njósnaskip nærri Ástralíu

Ástralski herinn varð var við kínversk njósnaskip undan ströndum Ástralíu, skammt frá sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna, Nýja-Sjálands og Ástralíu. Fréttastofan Reuters hefur eftir varnarmálaráðuneyti Ástralíu að skipið hafi séð undan...
22.07.2017 - 07:16