Kína

Hundakjötshátíð haldin þrátt fyrir meint bann

Umdeild hundakjötshátíð hófst í Yulin-borg í Kína í gær. Hátíðin, sem haldin er árlega, var gangsett þrátt fyrir mikla gagnrýni og fréttaflutning um að henni skyldi aflýst. Bandarískir aðgerðarsinnar sem berjast gegn hundaáti greindu frá því fyrr á...
22.06.2017 - 03:42
Erlent · Asía · Kína

Smána göngufanta með myndbirtingum á risaskjám

Kínverjar sem ganga yfir götu á rauðu ljósi mega bráðum eiga von á því að mynd af þeim birtist á risaskjám við gatnamótin ásamt persónuupplýsingum um þá, þeim til háðungar og smánar. Til að gera þetta mögulegt er notast við nýjustu tölvutækni til...
20.06.2017 - 12:09

Átta létust í sprengingu við leikskóla

Rannsókn lögreglu í Fengxian í Kína leiddi í ljós að sprengja sprakk í gær skammt frá leikskóla í borginni. Átta létu lífið og yfir sextíu særðust, þar af átta alvarlega. Þeirra á meðal voru nokkrir forráðamenn barnanna sem voru komnir til að sækja...
16.06.2017 - 07:07

Sendiherra Bandaríkjanna í Kína segir af sér

Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Kína, David Rank, hefur sagt af sér vegna ákvörðunar forsetans Donalds Trumps að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Rank hefur starfað í bandarísku...
06.06.2017 - 03:46

Flugu í veg fyrir bandaríska eftirlitsvél

Kínverskar herþotur flugu til móts við eftirlitsflugvél Bandaríkjahers yfir Suður-Kínahafi í vikunni. Reuters hefur eftir starfsmanni varnarmálaráðuneytisins að önnur herþotan hafi verið innan við 200 metrum frá eftirlitsvélinni. Talsmaður...
28.05.2017 - 05:41
Erlent · Asía · Bandaríkin · Kína

Bandaríkjaher í Suður-Kínahafi

Bandarískt herskip sigldi nærri manngerðri eyju í Suður-Kínahafi í nótt. Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir herskipið hafa verið innan 12 sjómílna frá eyjunni, sem Kínverjar hafa unnið hörðum höndum við að stækka undanfarið....
25.05.2017 - 05:11
Erlent · Asía · Bandaríkin · Kína

Moody's lækkar lánshæfismat Kína

Matsfyrirtækið Moody's lækkaði lánshæfismat kínverska ríkisins í nótt. Fyrirtækið varar við því að skuldir hagkerfisins fari hækkandi þar sem von er á því að vöxtur þess fari minnkandi á næstu árum. Einkunnin fer úr A1 niður í Aa3, en Moody...
24.05.2017 - 06:13
Erlent · Asía · Kína · Viðskipti

Kínverjar drápu minnst 12 uppljóstrara CIA

Kínversk yfirvöld drápu að minnsta kosti tólf uppljóstrara bandarísku leyniþjónustunnar CIA á árunum 2010 til 2012 í kerfisbundnum aðgerðum til að lama njósnastarfsemi Bandaríkjamanna í landinu. Hjá bandarísku leyniþjónustunni og lögreglunni vita...
21.05.2017 - 00:20

„Óviðeigandi“ flug kínverskra herþotna

Tveimur kínverskum orrustuþotum var flogið til móts við flugvél Bandaríkjahers í Austur-Kínahafi á miðvikudag til að hindra för hennar. Að sögn Bandaríkjahers var flugvélin á svæðinu við mælingar á geislavirkni og var í alþjóðlegri lofthelgi þegar...
19.05.2017 - 05:41
Erlent · Asía · Bandaríkin · Kína

Trumpfjölskyldan fær fyrirgreiðslur í Kína

Donald Trump Bandaríkjaforseti, fjölskylda hans og tengdarfjölskylda hafa fengið verðmætar fyrirgreiðslur í Kína.
14.05.2017 - 16:01

Minnst átta fórust í jarðskjálfta í Kína

Minnst átta eru látnir og ellefu til viðbótar eru sárir eftir að jarðskjálfti sem mældist 5,4 á Richter skók Xinjiang-hérað vestast í Kína í kvöld. Upptök skjálftans voru rúmlega 200 kílómetra suðsuðvestur af borginni Kashgar, sem í eina tíð lá við...
11.05.2017 - 01:55
Erlent · Asía · Kína · Náttúra

18 létust vegna gasleka í kolanámu

Minnst 18 létust vegna gasleka í kolanámu í Hunan-héraði í Kína í gær og 37 til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús með gaseitrun. Ríkisfjölmiðlar eystra greina frá þessu. Verið er að greina gasið og leita orsaka lekans. Í frétt Xinhua-fréttastofunnar...
08.05.2017 - 05:15
Erlent · Asía · Kína

Kushner hagnast á umdeildri reglugerð

Jared Kushner sagðist hættur öllum afskiptum af daglegum viðskiptum fjölskyldufyrirtækisins þegar hann tók til starfa sem ráðgjafi forseta Bandaríkjanna. Systir hans notar nafn hans óspart á kynningarfundum með kínverskum fjárfestum.
07.05.2017 - 07:47

Fyrsta stóra, kínverska farþegaþotan á loft

Mörg þúsund manns fylgdust með og fögnuðu vel þegar fyrsta stóra, kínverska farþegaþotan, sem framleidd hefur verið um áratugaskeið, hóf sig á loft og hélt í fyrstu, opinberu flugferð sína frá Pudong-alþjóðaflugvellinum í Sjanghæ í morgun. Vélin,...
05.05.2017 - 07:06

Sandbylur í norðurhluta Kína

Tugum flugferða hefur verið aflýst eftir að sandbylur skall á í dag í norðurhluta Kína. Skyggni er lítið í höfuðborginni Peking. Því hefur verið beint til aldraðs fólks og barna að halda sig innan dyra meðan bylurinn varir.
04.05.2017 - 07:56
Erlent · Asía · Kína · Veður