Kenía

Barist í fátækrahverfi í Naíróbí

Blóðugar óeirðir brutust út í dag í fátækrahverfi í Naíróbí í Kenía milli tveggja ættbálka sem studdu hvor sinn frambjóðandann í forsetakosningunum á þriðjudaginn var.
13.08.2017 - 18:49

Raila Odinga hvetur til verkfalls í Kenía

Raila Odinga, sem beið lægri hlut fyrir Uhuru Kenyatta í forsetakosningum í Kenía í síðustu viku, hvetur stuðningsmenn sína til að mæta ekki til vinnu á morgun.
13.08.2017 - 13:49

24 fallnir í óeirðum í Kenía

Minnst 24 hafa látið lífið í óeirðum sem brutust út í Naíróbí og víðar eftir að yfirkjörstjórn í Kenía lýsti Uhuru Kenyatta sigurvegara forsetakosninganna, sem þar voru á þriðjudag. Samkvæmt tölum yfirkjörstjórnar fékk Kenyatta 54,27 prósent atkvæða...
12.08.2017 - 22:40

Neita að viðurkenna sigur Kenyatta

Bandalag stjórnarandstöðuflokka í Kenía neitar að viðurkenna að frambjóðandi þeirra í forsetakosningunum í vikunni hafi lotið í lægra haldi fyrir sitjandi forseta. Stjórnarandstæðingar segjast ætla að berjast fyrir því að niðurstöðunni verði snúið...
12.08.2017 - 17:21

Tveir féllu í óeirðum í Kenía

Að minnsta kosti tveir voru skotnir til bana í mótmælaaðgerðum í Kenía í nótt. Tilkynnt var í gærkvöld að Uhuru Kenyatta hefði sigrað í forsetakosningunum á þriðjudag. Stjórnarandstæðingar eru sannfærðir um að brögð hafi verið í tafli.
12.08.2017 - 10:09

Segja Odinga vera raunverulegan sigurvegara

Samband stjórnarandstöðuflokka í Keníu krafðist þess í dag að forsetaframbjóðandi þeirra, Raila Odinga, yrði skipaður forseti landsins þrátt fyrir að Uhuru Kenyatta, sitjandi forseti, hafi unnið kosningarnar á þriðjudag. Musalia Mudavadi, leiðtogi...
10.08.2017 - 14:48

Óeirðir eftir forsetakosningar í Keníu

Stjórnarandstæðingar efndu til óeirða í Vestur-Keníu í morgun til að mótmæla úrslitum forsetakosninganna í gær. Raila Odinga, helsti keppinautur Uhurus Kenyatta, Keníaforseta, véfengir niðurstöður forsetakosninganna og segir að brögð hafi verið í...
09.08.2017 - 13:21

Sakar sitjandi forseta um kosningasvindl

Raila Odinga, helsti keppinautur Uhurus Kenyatta, Keníaforseta, véfengir bráðabirgðaniðstöður forsetakosninganna í Kenía í gær. Búið var að telja ríflega ellefu milljónir atkvæða þegar yfirkjörstjórn birti fyrstu tölur. Samkvæmt þeim hafði Kenyatta...
09.08.2017 - 03:44

Forseti Keníu vill að fólk „kjósi friðsamlega“

Uhuru Kenyatta, forseti Keníu, hvatti landa sína í sjónvarpsávarpi í gær til að fjölmenna á kjörstað í dag, þriðjudag, en hvatti til að svo yrði gert með friðsamlegum hætti. Keníumenn ganga til kosninga í dag og hefur loft verið lævi blandið...
08.08.2017 - 03:56

Kenía: spenna í loftinu fyrir kosningar

Keníumenn ganga til kosninga á morgun og mjótt á munum milli tveggja fremstu brambjóðenda í könnunum. Tvísýnt er um hvernig niðurstöðum kosninganna verður tekið en fyrir tíu árum reið ofbeldisalda yfir landið í kjölfar kosninga og vill enginn að svo...
07.08.2017 - 04:26

Almennir borgarar afhöfðaðir af vígamönnum

Vígamenn úr sómölsku hryðjuverkasamtökunum al-Shabaab afhöfðuðu níu almenna borgara í þorpi í Kenía í gær. Árásum vígamanna hefur fjölgað undanfarnar vikur í Kenía.
09.07.2017 - 03:33

Tugir látnir eftir umferðarslys í Kenýa

Yfir 30 létust þegar olíuflutningabíll ók á aðra bíla fyrir utan borgina Naivasha í Kenía í gærkvöld. Eldur kviknaði í olíuflutningabílnum og minnst tíu bílar til viðbótar urðu eldinum að bráð. Fjöldi er slasaður.
11.12.2016 - 04:23

Öllum flóttamannabúðum í Kenía verði lokað

Stjórnvöld í Kenía hafa ákveðið að loka öllum flóttamannabúðum í landinu. Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðleg mannréttindasamtök hvetja stjórnina í Nairobi til að endurskoða ákvörðun sína og segja hana geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir hundruð...
09.05.2016 - 20:49

Sextíu saknað eftir að hús hrundi í Naíróbí

Björgunarmenn í Níróbí í Kenía fundu í dag fjögur lík í rústum húss sem hrundi í óveðri um nýliðna helgi. Alls hafa lík 21 íbúa hússins fundist.
02.05.2016 - 17:42