Katar

Nýjar kröfur í Katardeilunni

Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Barein og Egyptaland hafa lagt fram nýjar kröfur á hendur Katar í stað þeirra sem þau lögðu fram í síðasta mánuði. Ekki hafa borist nein svör frá stjórnvöldum í Doha. 
19.07.2017 - 11:02

Furstadæmin sökuð um vélabrögð gagnvart Katar

Stjórnvöld í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum (SAF) eða aðilar á þeirra vegum stóðu að innbrotum í tölvukerfi opinberra fjölmiðla og samfélagsmiðla í Katar, í því skyni að birta þar uppskálduð ummæli, eignuð emírnum í Katar, sem þóttu líkleg til að...
17.07.2017 - 06:50

Frakkar styðja Katara og bjóða aðstoð

Frakkar kalla eftir afnámi allra hafta og refsiaðgerða gagnvart Katar og katörskum einstaklingum og fyrirtækjum þegar í stað. Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, heimsótti Doha, höfuðborg Katars í gær, og hitti þar meðal annars...
16.07.2017 - 03:06

Samkomulag Katara við BNA „ófullnægjandi“

Samkomulag milli Katar og Bandaríkjanna um að sporna gegn fjárstuðningi við hryðjuverkasamtök er „ófullnægjandi“. Þetta segja þau Arabaríki, sem beitt hafa Katar viðskiptaþvingunum vegna meints stuðnings við hryðjuverkasamtök, í sameiginlegri...
11.07.2017 - 23:36

Ætla að berjast sameiginlega gegn hryðjuverkum

Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Katar hafa undirritað samkomulag um að berjast saman gegn hryðjuverkum í heiminum. Utanríkisráðherrar landanna, Rex Tillerson og Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al-Thani, greindu frá þessu á sameiginlegum...
11.07.2017 - 14:30

Katar svarar kröfum Arabaríkja

Katar skilaði svörum sínum við kröfum ríkja við Arabíuskaga sem slitu tengslum við ríkið í síðasta mánuði. Stjórnvöld í Doha segja kröfurnar óraunsæjar.
05.07.2017 - 06:06
Erlent · Asía · Katar

Katarar auka gasvinnslu um 30%

Stjórnvöld í Katar tilkynntu í morgun að gasvinnsla yrði aukin um 30% á næstu árum. Aukningin nemur um eitt hundrað milljónum tonna af gasi. Katar er fjórði stærsti framleiðandi jarðgass í heimi, þrátt fyrir að landið sé aðeins tíundi hluti af...
04.07.2017 - 07:35

Katarar hafna afarkostum og segjast óhræddir

Katörsk yfirvöld munu ekki hlíta afarkostum sem fjögur nágrannaríki þeirra settu þeim fyrir níu dögum. Katörum var gefinn frestur til mánudags til að uppfylla þrettán skilyrði en utanríkisráðherrann Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al Thani segir að...
02.07.2017 - 02:33

Segir kröfur Arabaríkjanna erfiðar

Erfitt verður að mæta sumum kröfum Arabaríkjanna fjögurra sem slitu samskiptum við Katar fyrr í mánuðinum. Þetta segir utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, og hefur fréttastofa BBC eftir honum. Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin...
26.06.2017 - 00:51

Katarar hafna kröfum grannríkja

Utanríkisráðuneyti Katar hafnar þeim skilyrðum sem grannríkin fjögur, sem slitið hafa samskiptum við Katar, settu við því að refsiaðgerðum yrði aflétt. Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Barein, Egyptaland og fleiri slitu samskiptum við...
24.06.2017 - 22:27

Úlfaldar fórnarlömb milliríkjadeilu

Rúmlega 15.000 úlföldum var í gær hleypt yfir landamæri Sádi-Arabíu að Katar. Þeir höfðu verið aðskildir frá eigendum sínum í Katar síðan nágrannaríkin slitu stjórnmálasambandi 5. júní síðastliðinn og lokuðu landamærum. Margir eigendur úlfalda í...
21.06.2017 - 20:03

Arabaríki slíta stjórnmálasambandi við Katar

Fimm arabaríki hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar og segja það gert vegna stuðnings stjórnvalda þar í landi við hryðjuverkasamtök og öfgamenn. Stjórnvöld í Sádí-Arabíu, Egyptalandi, Barein, Jemen og Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa í nótt...
05.06.2017 - 05:36