Kaldrananeshreppur

Útþaninn hnúfubakur marar í hálfu kafi

Hræ af hnúfubak hefur marað í hálfu kafi við Hamarsbæli á Ströndum undanfarna daga. Íbúar í nágrenninu urðu varir við hræið á laugardaginn en kviður hvalsins er útþaninn þannig að hvalurinn flýtur á bakinu.
28.11.2016 - 15:44

Íbúar á Drangsnesi bíða betra netsambands

Íbúar á Drangsnesi fá aðgang að Ljósneti í september og mun þá netsamband í bænum bætast til muna. Búnaðinum var skipt út og símstöðvar uppfærðar í júní en vegna reglna Póst- og fjarskiptastofnunar þurfa íbúar að bíða fram í september eftir því að...
15.07.2016 - 15:40

Listaháskólanemar endurgera leikvöll

Rekaviður, gamalt stýrishús og bobbingur úr fjörunni er meðal þess sem hópur nemenda úr Listaháskóla Íslands notaði til að byggja nýjan leikvöll fyrir grunnskólanemendur á Drangsnesi. Krakkarnir í grunnskólanum voru orðnir þreyttir á gömlu...
17.05.2016 - 12:21

Mörg laus störf á Drangsnesi

Mannekla á leikskólanum á Drangsnesi hefur orðið til þess að foreldrar hafa hlaupið undir bagga. Ekki framtíðarlausn segir oddviti hreppsins. Húsnæðisskortur hrjáir Kaldrananeshrepp líkt og fleiri sveitarfélög á landsbyggðinni.
29.03.2016 - 13:00

„Skiptir krakkana miklu máli“

Fyrsta barnamenningarhátíð Vestfjarða lauk um helgina en hún fór fram á Ströndum. Nemandi í 9. bekk segir hátíðina skipta miklu máli: „Barnamenningarhátíð er þar sem við komum öll saman og höfum skemmtilegt, þar sem við hlæjum saman, tölum saman og...
21.03.2016 - 09:33

Keyrir í annað sveitarfélag fyrir netsamband

Dræmt netsamband skerðir búsetuskilyrði á Drangsnesi og takmarkar aðgengi íbúa að menntun. Þetta segja formaður fræðslunefndar og skólastjóri á Drangsnesi. Íbúi keyrir í annað sveitarfélag til að fá nógu gott netsamband fyrir vinnu.
16.03.2016 - 19:11

Kaldrananeshreppur: Vertu bless, sveitin mín

Hvernig horfir framtíðin við sveitum landsins. Það er misjafnt eftir því hvar mann ber niður. Glötuð nettenging, slæmar samgöngur, aukin krafa um stærðarhagkvæmni, félagsleg einangrun, erfið nýliðun, ríkisjarðir sem fara í órækt og aldraðir bændur...

Finnur efstur í Kaldrananeshreppi

Finnur Ólafsson hlaut flest atkvæði í kosningunum í Kaldrananeshreppi. Aðrir í hreppsnefnd verða Jenný Jensdóttir, Magnús Ölver Ásbjörnsson, Ingólfur Árni Haraldsson og Guðbrandur Sverrisson. Kjörsókn var 80,95 prósent.

Kaldrananeshreppur

Í Kaldrananeshreppi bjuggu 105 þann 1. janúar 2014. Sveitarfélagið er í 67. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. Þar verður óhlutbundin kosning í komandi sveitarstjórnarkosningum.
14.05.2014 - 18:09

Kosið um 184 framboðslista í vor

Framboðslistar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor eru alls 184 þegar öll sveitarfélög landsins eru tekin saman, en þau eru 74. Flestir framboðslistar eru í Reykjavík og Kópavogi, eða alls átta.

Byggðasaga Stranda kostar 21 milljón

Sveitastjórn Strandabyggðar og þrjú nærliggjandi sveitarfélög hafa samþykkt að kaupa og gefa út Byggðasögu Stranda sem hefur verið í ritun frá árinu 1980.

Sérstökum aflaheimildum senn úthlutað

Um næstu mánaðamót eiga að liggja fyrir samningar um úthlutun sérstakra aflaheimilda til sex byggðarlaga sem eiga í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Forstjóri Byggðastofnunar væntir þess að þannig megi tryggja heilsárs fiskvinnslu á þessum...

Útgerðarmenn á Breiðdalsvík óánægðir

Útgerðarmenn á Breiðdalsvík eru óánægðir með að engin umsókna þeirra um sérstakan byggðakvóta hafi hlotið náð fyrir augum Byggðastofnunar. Heimamenn áforma að endurvekja fiskvinnslu á staðnum.

Kostnaður fámennra sveitarfélaga mun meiri

Stærðarhagkvæmni í rekstri sveitarfélaga kemur glögglega í ljós þegar framlög þeirra til mennta-, menningar og æskulýðsmála eru reiknuð eftir íbúafjölda. Fámennustu sveitarfélögin verja mun hærri fjárhæðum á hvern íbúa til þessara mála en þau...

Mögulega komnar með kvóta í október

Byggðastofnun hefur auglýst eftir umsóknum um viðbótaraflamark á sex stöðum á landinu. Ef allt gengur að óskum gætu viðkvæmar sjávarbyggðir eins og Raufarhöfn og Flateyri verið komnar með kvóta í október.