Japan

Abe: Tími viðræðna við Norður-Kóreu er liðinn

Shinzo Abe, forsætisraðherra Japans, segir að tími viðræðna við Norður-Kóreumenn séu liðinn og tekur undir það með Bandaríkjamönnum að nú séu „allir möguleikar“ á borðinu. Þetta kom fram í ræðu hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í...
20.09.2017 - 19:07

Japan bætir loftvarnir sínar

Nýtt loftvarnarkerfi verður sett upp á japönsku eyjunni Hokkaido, nyrst í Japan. AFP fréttastofan hefur þetta eftir talsmanni varnarmálaráðuneytis landsins. Nokkrir dagar eru síðan Norður-Kórea skaut flugskeyti yfir landið og ofan í Kyrrahaf.
19.09.2017 - 06:46

Bandaríkin reiðubúin að nota kjarnavopn

Bandaríkin eru reiðubúin að tefla fram kjarnavopnum ef Norður-Kórea heldur hótunum sínum áfram. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi forsætisráðherra Japans frá þessu í símtali í gærkvöld.
04.09.2017 - 04:27

„Fordæmalaus, alvarleg og váleg ógnun“

Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans fordæmdi í kvöld nýjasta eldflaugaskot Norður-Kóreumanna, sem hann sagði „fordæmalausa, alvarlega og válega ógnun" við öryggi Japans og mikla ógn við öryggi og frið í þessum heimshluta öllum. Krafðist hann...
29.08.2017 - 01:19

Japan bregst ókvæða við hótunum Norður-Kóreu

Stjórnvöld í Japan lýstu því yfir í morgun að þau muni “aldrei líða“ ögranir Norður-Kóreumanna. Yfirlýsing japönsku stjórnarinnar er svar við tilkynningu hershöfðingja í Norður-Kóreuher, um fyrirhugaða eldflaugaárás á bækistöð Bandaríkjahers á...
10.08.2017 - 05:43

Manntjón í óveðri í Japan

Tveir hafa látið lífið og yfir 50 slasast í miklu óveðri sem gengið hefur yfir Japan síðustu dægrin. Hitabeltisstormurinn Noru með miklu vatnsveðri hefur valdið eignatjóni þar sem flætt hefur yfir vegi og akra. Vindhraði í bylnum mældist þrjátíu...
08.08.2017 - 09:16
Erlent · Asía · Japan · Veður

Eldur í heimsins stærsta fiskmarkaði

Slökkviliðsmenn í Japan forðuðu nýverið stærsta fiskmarkaði heims frá því að brenna til kaldra kola. Tsukiji-markaður er vinsæll ferðamannastaður í Tokyo og ekki síst þekktur fyrir uppboð á túnfíski. Reyk lagði frá nokkrum verslunum í útjaðri...
04.08.2017 - 07:00
Erlent · Asía · Japan

Tveir líflátnir í Japan í morgun

Tveir sakamenn voru líflátnir í Japan nú í morgunsárið, að því er segir í tilkynningu frá japanska dómsmálaráðuneytinu. Eru þetta 18. og 19. aftökurnar síðan Shinzo Abe tók við forsætisráðherraembættinu eystra síðla árs 2012. Þeir Masakatsu...
13.07.2017 - 05:14

Áframhaldandi hamfarir í Japan

Umfangsmikil flóð og aurskriður eftir úrhellisrigningu á japönsku eyjunni Kyushu hefur kostað 25 manns lífið. Þúsundir björgunarmanna vaða þykka leðju á leið sinni til um 150 manns sem eru enn innlyksa.
11.07.2017 - 06:24
Erlent · Hamfarir · Asía · Japan · Veður

Japönsk karlmannseyja á heimsminjaskrá

Lítil eyja í Japanshafi, Okinoshima, hefur verið skráð á heimsminjaskrá Unesco. Konum er meinaður aðgangur að eynni og þeir karlar sem þangað koma þurfa að baða sig naktir í sjónum áður en þeim er heimilt að stíga fæti inn í helgidóm gyðju...
10.07.2017 - 14:30

18 látnir í flóðum í Japan

Úrhelli og flóð syðst í Japan um helgina hafa kostað í það minnsta 18 mannslíf. Björgunarlið leita áfram þeirra hátt í þrjátíu sem er saknað og vonast til að finna einhverja þeirra á lífi. Stór hluti eyjunnar Kyushu, þeirrar syðstu af fjórum stærstu...
09.07.2017 - 06:11
Erlent · Hamfarir · Asía · Japan · Veður

Óvenjulegt veðurfar í suðurhluta Japan

Minnst 15 er saknað í suðurhluta Japan þar sem mikil flóð hafa hrifsað með sér heilu húsin og tætt í sundur vegi. Hundruð þúsunda hafa verið beðin um að flýja heimili sín þar sem veðurfræðingar óttast að ástandið eigi enn eftir að versna. yfirvöld...
06.07.2017 - 02:09
Erlent · Asía · Japan · Veður

Búist við gjaldþroti öryggispúðafyrirtækis

Hlutabréf í japanska fyrirtækinu Takata féllu í dag um 55 prósent í kauphöllinni í Tókýó. Fyrirtækið framleiðir öryggispúða í bíla. Framleiðsluvaran reyndist hins vegar meingölluð, þannig að innkalla hefur fjölda bíla til að skipta um púða í þeim....
22.06.2017 - 07:33
Erlent · Asía · Japan · Viðskipti

Lík sjö skipverja fundin neðan þilja

Sjö skipverjar bandaríska tundurspillisins USS Fitzgeralds, sem saknað var eftir árekstur við gámaflutningaskip, fundust drukknaðir í vistarverum sínum neðan þilja. Þetta kemur fram í japönskum fjölmiðlum. Talsmaður bandaríska flotans staðfestir að...
18.06.2017 - 04:53

Japanskeisari fær að afsala sér krúnunni

Japanska þingið hefur samþykkt lög þess efnis að Akihito keisari geti afsalað sér krúnunni. Hann verður fyrsti keisarinn í 200 ár til að afsala henni. Akihito greindi frá því í fyrra að hann ætti í erfiðleikum með að sinna embættisverkum sökum...
09.06.2017 - 04:13
Erlent · Asía · Japan