Japan

Breyta lögum til að Akihito keisari geti hætt

Ríkisstjórn Shinzos Abe afgreiddi í dag, föstudag, lagafrumvarp sem hefur þann eina tilgang að leyfa Akihito Japanskeisara að afsala sér keisaratigninni og hleypa krónprinsinum Naruhito að í hans stað. Frumvarpið tekur aðeins til þessa eina afsals...
19.05.2017 - 04:07
Erlent · Asía · Japan

Sex stiga skjálfti í Suður-Japan

Jarðskjálfti af stærðinni 6 skók syðstu eyjar Japans árla þriðjudagsmorguns. Engar sögur fara af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum og flóðbylgjuviðvörun hefur heldur ekki verið gefin út. Upptök skjálftans voru á 10 kílómetra dýpi, um 110...
09.05.2017 - 04:12
Erlent · Hamfarir · Asía · Japan

Listin að endurvinna fallega

Hvert er raunverulegt gildi þess að endurvinna? Lestin skyggnist inn í endurunnar vörur og japönsku handverkslistina kintsugi.
03.05.2017 - 17:09
endurvinnsla · handverk · Japan · kintsugi · Lestin · menning · Menning

Fordæma eldflaugarskot Norður-Kóreumanna

Stjórnvöld í Japan eru æf vegna eldflaugarskots Norður-Kóreumanna í gærkvöld. Shinzo Abe forsætisráðherra, sem staddur er í Lundúnum kvað tilraunina með öllu ólíðandi. Einu gilti þótt flugskeytið hafi sprungið og fallið til jarðar nokkrum sekúndum...
29.04.2017 - 14:09

Átta menntskælingar fórust í snjóflóði í Japan

Átta menntaskólanemar fórust þegar snjóflóð féll í hlíðum fjalls sem þeir voru að klífa í morgun. Þriggja kennara er saknað. Lögregla og yfirvöld í Tochigi-sýslu norður af Tókíó staðfesta að snjóflóð hafi fallið við bæinn Nasu, þar sem um 50...
27.03.2017 - 06:32
Erlent · Hamfarir · Asía · Japan

Neyðarfundur boðaður í Öryggisráðinu

Neyðarfundur verður haldinn í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á miðvikudag vegna nýjustu flugskeytatilrauna Norður-Kóreu. Bandaríkin og Japan boðuðu til fundarins að sögn AFP fréttastofunnar. Þrjú af fjórum flugskeytum sem Norður-Kórea skaut á loft á...
07.03.2017 - 01:27

BNA og Japan prófa loftvarnarbúnað

Tilraun Bandaríkjanna og Japan með loftvarnarbúnað heppnaðist vel í nótt. Búnaðurinn skaut niður meðaldrægt flugskeyti nærri eyjunni Kauai, sem tilheyrir Havaí.
06.02.2017 - 05:33

Mattis heitir Japönum stuðningi

Bandaríkin koma Japan til varnar ef önnur ríki reyna að gera tilkall til Senkakus eyjaklasans. Þetta sagði James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, við forsætisráðherra Japans í Tókýó í gærkvöld. Kínversk stjórnvöld saka Bandaríkin um að ógna...
04.02.2017 - 05:46

Kjarnorkuárás N-Kóreu yrði svarað af hörku

Norður-kóreskri kjarnorkuárás yrði svarað af mikilli hörku segir James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Hann er nú í Suður-Kóreu þar sem hann hittir starfsbróður sinn, Han Min-Koo, áður en hann heldur til Japans. Tugir þúsunda bandarískra...
03.02.2017 - 04:28

Verðhjöðnun í Japan

Vísitala neysluverðs í Japan heldur áfram að lækka. Lítill sem enginn hagvöxtur hefur verið í landinu undanfarna áratugi. Nýjar tölur um þróun neysluverð í Japan voru birtar í síðustu viku og staðfestu að verðhjöðnun hefði verið tíunda mánuðinn í...
29.01.2017 - 17:55

Heitir því að styðja við varnir Japan

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir yfir eindregnum vilja til að styðja við varnar- og öryggismál Japans. Trump ræddi við Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, í síma í dag.
28.01.2017 - 17:04

Myndskeið: Fuglaflensa komin upp í Japan

Heilbrigðisyfirvöld í Japan hafa staðfest að fuglaflensa sé komin upp í Miyazaki héraði í suðvesturhluta Japans. Á annað hundrað kjúklingar fundust þar dauðir á búgarði í gær. Við rannsókn kom í ljós að þeir höfðu drepist úr fuglaflensu.
25.01.2017 - 08:47

Leita ráða við bón keisarans sem vill hætta

Japönsk stjórnvöld eru í stökustu vandræðum með hvernig þau eigi að taka bón Akihito keisara um að afsala sér völdum. Sérfræðingahópur sem stjórnvöld skipaði hefur skilað af sér hugmyndum, að sögn AFP fréttastofunnar. Meðal þeirra er að búa til lög...
24.01.2017 - 07:07
Erlent · Asía · Japan

Myndskeið: Eldur í japanskri olíuhreinsistöð

Hátt í þrjú þúsund manns, sem búa í grennd við olíuhreinsistöð í héraðinu Wakayama í Japan, hefur verið leyft að snúa heim eftir að slökkviliðsmönnum tókst að ná tökum á eldi í stöðinni. Eldurinn blossaði upp þar sem framleidd er smurolía. Svo...
23.01.2017 - 09:47
Erlent · Asía · Japan

Abe krefst þess að stytta verði fjarlægð

Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, krefst þess að stytta í Suður-Kóreu til minningar um kynlífsþræla japanskra hermanna verði fjarlægð. Hann segir styttuna brjóta gegn sáttmála sem skrifað var undir 2015. AFP fréttastofan greinir frá þessu.
08.01.2017 - 07:28