Ísrael - Palestína

Hebron á lista yfir heimsminjar Palestínu

Gamli bærinn í borginni Hebron á Vesturbakkanum er kominn á skrá Unesco, mennta- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, yfir heimsminjar í Palestínu. Ísraelsmenn eru æfir yfir ákvörðuninni.
08.07.2017 - 04:53

Tónleikar fyrir konur á Gaza

Tónleikar verða haldnir í Háskólabíói annað kvöld, þann 10. maí. Sveinn Rúnar Hauksson kom í lestina til að ræða Palestínu og tónleikana.

Banksy opnar hótel með „versta útsýni í heimi“

Öllum að óvörum hefur nýtt hótel opnað dyr sínar á Vesturbakkanum í Palestínu. Hótelið stendur á horni sem snýr að aðskilnaðarmúrnum sem umlykur Betlehem og státar af „versta útsýni í heimi“ samkvæmt tilkynningu. Banksy, götulistamaðurinn víðfrægi,...
05.03.2017 - 10:18

Tveir látnir eftir skotárás í Jerúsalem

Palestínskur karlmaður hóf skothríð að hópi fólks sem var á biðstöð fyrir sporvagna í Jerúsalem í dag þar sem kona særðist alvarlega.
09.10.2016 - 09:37

Forsætisráðherra Ísraels fordæmir ESB

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gagnrýnir harkalega þá ákvörðun Evrópusambandsins að láta merkja sérstaklega þær vörur sem eru framleiddar í landtökubyggðum á herteknu svæðunum. Hann sakar sambandið um hræsni og segir að menn ættu að...
11.11.2015 - 14:56

Fyrrverandi þjóðarleiðtogi Ísraels kærður

Fjölskylda bandarísks ríkisborgara, sem felldur var í áhlaupi Ísraelsmanna á tyrknesku ferjuna Mavi Marmara á leið til Gaza 2010, hefur stefnt Ehud Barak fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels fyrir drápið.
22.10.2015 - 17:22

Fáni Palestínu að húni í New York

Palestínumenn drógu fána sinn að húni í fyrsta sinn við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Fjöldi fólks var viðstaddur athöfnina, sem Mahmoud Abbas forseti stýrði.
30.09.2015 - 18:24

Hamas ekki hryðjuverkasamtök

Áfrýjunardómstóll í Egyptalandi hefur úrskurðað að Hamas-samtökin í Palestínu skuli ekki flokkuð sem hryðjuverkasamtök. Það sama gildir um hernaðararm Hamas, al Qassam-sveitirnar, samkvæmt þessum úrskurði, sem fellir úr gildi fyrri úrskurð um hið...

Aðskilnaðarstefna í Ísrael

Moshe Ya'alon, varnarmálaráðherra Ísraels, innleiddi í gær nýjar reglur sem kveða á um aðskilnað Palestínumanna sem starfa í Ísrael frá gyðingum í rútum og strætisvögnum landsins. Ísraelska dagblaðið Haaretz greinir frá þessu.

Ísraelar skila Palestínumönnum skattinum

Ísraelsstjórn hefur ákveðið að afhenda stjórnvöldum í Palestínu nokkurra mánaða skatttekjur sem þau eiga rétt á samkvæmt gagnkvæmu samkomulagi beggja deiluaðila. Upphæðin nemur tugum milljarða króna.