Íran

Segir enga þörf á endurskoðun Írans-samnings

Engin þörf er á að endurskoða kjarnorkusamninginn við Íran, eins og Bandaríkjastjórn hefur kallað eftir síðustu daga. Þetta er mat Federicu Mogherini, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins. Hún segir ekkert benda til annars en að Íranir standi við...
21.09.2017 - 01:34

Geta byrjað að auðga úran innan fimm daga

Talsmaður Íransstjórnar segir að ef Bandaríkjamenn rifta samkomulagi við Íran um kjarnorkuáætlun geti Íranar hafið auðgun úrans að nýju innan fimm daga. Trump Bandaríkjaforseti hefur haft í hótunum um að rifta kjarnorkusamningnum, sem á að koma í...
22.08.2017 - 13:23

Eiturlyfjalögum breytt í Íran

Íranska þingið samþykkti í dag viðauka við eiturlyfjalög landsins eftir umræður sem stóðu í marga mánuði. Samkvæmt þeim mega smyglarar vera með meira af eiturlyfjum í fórum sínum en áður án þess að eiga á hættu að verða dæmdir til lífláts verði þeir...
13.08.2017 - 16:33
Erlent · Asía · Íran · Stjórnmál

Ellefu létust í flóðum í Íran

Minnst ellefu dóu í asaflóðum af völdum gríðarlegs úrhellis í norðausturhéruðum Írans í gær og nótt. Tveggja er enn saknað, samkvæmt upplýsingum frá Rauða hálfmánanum.
12.08.2017 - 08:50
Erlent · Asía · Íran · Veður

Sekur um að hafa misnotað almannafé

Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti Írans, á yfir höfði sér dóma fyrir misnotkun á almannafé í stjórnartíð sinni. Íranska blaðið Etemaad hefur þetta eftir Fayaz Shojaie, saksóknara við sérstakan efnahagsbrotadómstól í Íran.
31.07.2017 - 14:46

Trump hótar aðgerðum gegn Íran

Donald Trump er tilbúinn til þess að láta írönsk stjórnvöld finna fyrir því verði bandarískir fangar þar í landi ekki leystir fljótt úr haldi og fluttir til Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í gærkvöld. Þar segir...
22.07.2017 - 04:27

Rifta ekki kjarnorkusamningi við Íran í bráð

Stjórnvöld í Washington munu ekki rifta kjarnorkusamningnum sem Bandaríkin og fleiri ríki gerðu við Írana fyrir tveimur árum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur ítrekað lýst yfir vilja sínum til að rifta samningnum, sem hann segir arfaslæman. Er...
18.07.2017 - 05:25

Tugir handteknir eftir hryðjuverk í Teheran

Yfir fjörutíu eru í haldi lögreglu í Íran, grunaðir um tengsl við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið. Að sögn leyniþjónustunnar hafa hinir meintu hryðjuverkamenn verið teknir höndum í höfuðborginni Teheran, í norðvesturhéruðum landsins og við...
09.06.2017 - 14:07
Erlent · Asía · Hryðjuverk · Íran

Segir Sáda mjólkurkýr Bandaríkjanna

Æðsti leiðtogi Írans fór hörðum orðum um nágranna sína í Sádí Arabíu í ræðu sem hann hélt í tilefni Ramadan, helgs mánaðar múslima, að sögn AFP fréttastofunnar. Hann sagði Sáda vera mjólkurkýr heiðingjanna frá Bandaríkjunum.
28.05.2017 - 07:54

Umbótasinnar náðu völdum í Teheran

Umbótasinnar tryggðu sér öll sætin, 21 talsins, í borgarstjórn Teheran, höfuðborg Írans, í kosningum í síðustu viku. Íhaldsmenn höfðu farið með stjórn borgarinnar síðastliðin fjórtán ár. Hassan Rouhani, sem þykir hófsamur og umbótasinnaður, náði og...
21.05.2017 - 14:14

Íran: Rouhani sigraði með yfirburðum

Hassan Rouhani, forseti Írans, var endurkjörinn með yfirburðum í forsetakosningum í gær. Þegar nánast öll atkvæði höfðu verið talinn hafði Rouhani hlotið tæplega 58 prósent atkvæðanna og var lýstur sigurvegari. Ljóst er því að ekki þarf að greiða...
20.05.2017 - 09:13

Rouhani með afgerandi forystu í Íran

Hassan Rouhani Íransforseti er með afgerandi forystu á helsta keppinaut sinn í forsetakosningunum sem fram fóru í gær og virðist næsta öruggur með endurkjör. Búið er að telja meira en helming greiddra atkvæða, eða 25,9 milljónir. Af þeim hefur...
20.05.2017 - 06:31
Erlent · Asía · Íran · Stjórnmál

Fjórir sækjast eftir forsetaembætti í Íran

Forsetakosningar eru í Íran í dag. Hassan Rouhani, sitjandi forseti, er í framboði gegn klerkinum Ebrahim Raisi og þremur öðrum. Rouhani forseti leggur áherslu á að auka samskipti Írans við umheiminn og bæta samskipti við önnur ríki. Rasisi, helsti...
19.05.2017 - 08:47
Erlent · Asía · Íran

Spennandi forsetakosningar í Íran

Íranar kjósa sér forseta á föstudag. Valið stendur einkum á milli harðlínumannsins Ebrahim Raisi og hins hófsama núverandi forseta Hassan Rouhani. Mikilvægi kosninganna felst ekki síst í framtíð kjarnorkusamningsins við vesturveldin og vali á...
17.05.2017 - 16:08

Mannskæður jarðskjálfti í Íran

Tveir dóu og hundruð slösuðust þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,8 reið yfir nærri landamærum Írans og Túrkmenistans síðdegis í gær. Íranskir ríkisfjölmiðlar greina frá þessu.Upptök skjálftans voru á 12,5 kílómetra dýpi nærri írönsku borginni...
14.05.2017 - 06:31
Erlent · Hamfarir · Asía · Íran