Íran

Umbótasinnar náðu völdum í Teheran

Umbótasinnar tryggðu sér öll sætin, 21 talsins, í borgarstjórn Teheran, höfuðborg Írans, í kosningum í síðustu viku. Íhaldsmenn höfðu farið með stjórn borgarinnar síðastliðin fjórtán ár. Hassan Rouhani, sem þykir hófsamur og umbótasinnaður, náði og...
21.05.2017 - 14:14

Íran: Rouhani sigraði með yfirburðum

Hassan Rouhani, forseti Írans, var endurkjörinn með yfirburðum í forsetakosningum í gær. Þegar nánast öll atkvæði höfðu verið talinn hafði Rouhani hlotið tæplega 58 prósent atkvæðanna og var lýstur sigurvegari. Ljóst er því að ekki þarf að greiða...
20.05.2017 - 09:13

Rouhani með afgerandi forystu í Íran

Hassan Rouhani Íransforseti er með afgerandi forystu á helsta keppinaut sinn í forsetakosningunum sem fram fóru í gær og virðist næsta öruggur með endurkjör. Búið er að telja meira en helming greiddra atkvæða, eða 25,9 milljónir. Af þeim hefur...
20.05.2017 - 06:31
Erlent · Asía · Íran · Stjórnmál

Fjórir sækjast eftir forsetaembætti í Íran

Forsetakosningar eru í Íran í dag. Hassan Rouhani, sitjandi forseti, er í framboði gegn klerkinum Ebrahim Raisi og þremur öðrum. Rouhani forseti leggur áherslu á að auka samskipti Írans við umheiminn og bæta samskipti við önnur ríki. Rasisi, helsti...
19.05.2017 - 08:47
Erlent · Asía · Íran

Spennandi forsetakosningar í Íran

Íranar kjósa sér forseta á föstudag. Valið stendur einkum á milli harðlínumannsins Ebrahim Raisi og hins hófsama núverandi forseta Hassan Rouhani. Mikilvægi kosninganna felst ekki síst í framtíð kjarnorkusamningsins við vesturveldin og vali á...
17.05.2017 - 16:08

Mannskæður jarðskjálfti í Íran

Tveir dóu og hundruð slösuðust þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,8 reið yfir nærri landamærum Írans og Túrkmenistans síðdegis í gær. Íranskir ríkisfjölmiðlar greina frá þessu.Upptök skjálftans voru á 12,5 kílómetra dýpi nærri írönsku borginni...
14.05.2017 - 06:31
Erlent · Hamfarir · Asía · Íran

35 fórust í sprengingu í kolanámu í Íran

Minnst 35 íranskir námumenn létust og tugir slösuðust í gassprengingu þegar þeir freistuðu þess að bjarga kollegum sínum sem lokaðir eru langt inni í kolanámu. Ali Rabiei, ráðherra atvinnu- og velferðarmála í Íran, staðfesti þetta í írönskum...
04.05.2017 - 04:19
Erlent · Asía · Íran

Íran brýnir Bandaríkin til að standa við sitt

Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, brýnir Bandaríkjastjórn til að standa við sínar eigin skuldbindingar í tengslum við kjarnorkusamninginn frá 2015 fremur en að slengja fram tilhæfulausum ásökunum í garð Írana. „Margtuggnar ásakanir...
21.04.2017 - 02:13

Sex fá að bjóða sig fram í Íran

Hassan Rouhani, forseti Írans, er einn af sex sem fá að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu í næsta mánuði. Hið íhaldssama verndarráð sem erkiklerkurinn Ali Khameini skipar ákvað hverjir fengju að bjóða sig fram. Alls skráðu rúmlega sextán...
20.04.2017 - 21:41
Erlent · Asía · Íran · Stjórnmál

Sakar Írana um „geigvænlegar ögranir“

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakar Írana um „geigvænlegar og viðvarandi ögranir" sem miði að því að grafa undan stöðugleika í Miðausturlöndum og hagsmunum Bandaríkjanna í þessum heimshluta um leið. Fái Íran að fara sínu fram...
20.04.2017 - 02:19

Bandarískir glímumenn fá að keppa í Íran

Stjórnvöld í Íran heimiluðu í dag bandarískum glímumönnum að koma til landsins og taka þar þátt í glímumóti síðar í mánuðinum. Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað á dögunum að banna fólki frá sjö löndum, þar á meðal Íran, að koma til...
05.02.2017 - 12:37

Flugskeyti verða notuð á heræfingu í Íran

Flugskeyti verða notuð á heræfingu byltingavarðliðsins í Íran í dag, aðeins degi eftir að Bandaríkin ákváðu að beita refsiaðgerðum vegna tilraunar með meðaldrægar eldflaugar um síðustu helgi. AFP fréttastofan greinir frá þessu nú í morgun.
04.02.2017 - 07:15

Íranar boða aðgerðir gegn Bandaríkjunum

Ráðamenn í Íran hyggjast grípa til mótvægisaðgerða vegna refsiaðgerða sem bandarísk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau hefðu ákveðið að beita Írana. Það er vegna stuðnings þeirra við uppreisnarmenn í Jemen og tilraunar með meðaldrægar eldflaugar um...
03.02.2017 - 22:24

Refsiaðgerðum beitt gegn Írönum

Bandaríkjastjórn tilkynnti í dag að Íranar yrðu beittir refsiaðgerðum vegna tilrauna þeirra með flugskeyti sem geta borið kjarnorkuvopn og stuðning þeirra við Hútí-uppreisnarmenn í Jemen. Þetta eru fyrstu refsiaðgerðir Bandaríkjamanna gegn öðrum...
03.02.2017 - 17:53

Myndskeið: Háhýsi hrundi í Teheran

Óttast er að þrjátíu til fjörutíu slökkviliðsmenn séu í sjálfheldu í rústum fimmtán hæða húss, sem hrundi í miðborg Teheran, höfuðborgar Írans, í morgun. Allt að tvö hundruð slökkviliðsmenn börðust við eld í húsinu þegar það hrundi. Talið er að...
19.01.2017 - 11:44
Erlent · Asía · Íran