Innflytjendamál

Synjað um ríkisborgararétt vegna hraðasektar

Indverskur maður sem búið hefur á Íslandi síðastliðin ellefu ár segir í Facebook-færslu frá því að umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt hafi verið hafnað vegna einnar hraðasektar. Þetta fékk hann að vita í dag, en það tók hann að eigin sögn sex...
27.06.2017 - 19:58

Fimmtán ára innsýn í heillandi heim

Við erum ekki nógu dugleg að kenna innflytjendum íslensku. Þetta segir kvikmyndagerðarmaðurinn Jón Karl Helgason. Hann hefur fylgst með fjölskyldu í Reykjavík í fimmtán ár, eða frá því að hún flutti hingað frá Taílandi. Afraksturinn, heimildarmyndin...
21.03.2017 - 18:46

Fjölskylda með 10 börn send aftur til Sómalíu

Fjölskyldu með tíu börn, sem búið hefur í Danmörku frá árinu 2013, hefur verið gert að snúa aftur til Sómalíu. Ástandið í landinu er ótryggt og hætta á að börn sé þvinguð til liðs við hryðjuverkasveitir, líkt og Útlendingastofnun Danmerkur bendir...
12.02.2017 - 10:35

Hundruð innflytjenda handteknir

Hundruð innflytjenda sem búa í Bandaríkjunu án tilskilinna leyfa, hafa verið handteknir undanfarna viku. Þetta eru fyrstu aðgerðirnar í þá átt að flytja innflytjendur úr landi frá því að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforsta, 26. janúar.
11.02.2017 - 10:02

Vísað úr landi eftir 22 ár - en ekki börnunum

Guadalupe Garcia de Rayos, 36 ára tveggja barna móður, hefur verið vísað úr landi eftir 22 ára búsetu í Bandaríkjunum. Börn hennar tvö urðu eftir í Bandaríkjunum ásamt fjölskylduföðurnum. Guadalupe Garcia de Rayos kom til Arisóna-ríkis í...
10.02.2017 - 09:54

Magnús Þorkell um Trump: „Áhrifin skelfileg“

Ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að banna ríkisborgurum sjö landa að koma til Bandaríkjanna, gæti orðið vatn á myllu öfgamanna, að mati Magnúsar Þorkels Bernharðssonar, prófessors í sögu Miðausturlanda við Williams-háskólann. Hann segir að...
31.01.2017 - 16:00

Mikill stuðningur við stefnu Trumps

Mikill stuðningur er meðal Bandaríkjamanna við hertar aðgerðir í innflytjendamálum. Meirihluti landsmanna vill taka upp sérstaka skrá yfir innflytjendur frá löndum þar sem múslimar eru í meirihluta.
31.01.2017 - 12:32

Íslensk stjórnvöld harma tilskipun Trumps

Íslensk stjórnvöld harma tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við landgöngu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna og lýsa þungum áhyggjum af því hvaða afleiðingar hún kunni að hafa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu...
29.01.2017 - 20:05

„Það fer kuldahrollur um mann"

„Þetta er náttúrlega nánast þyngra en tárum taki, að horfa á hvað er að gerast þarna. Ég bjó í Bandaríkjunum í sex og hálft ár og á þar marga vini. Auðvitað var ýmislegt sem gekk á, en það var aldrei neitt þessu líkt," segir Benedikt...
29.01.2017 - 16:07

Ráðherrar bregðast við: „Mótmælum öll!“

Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hafa brugðist við tilskipun Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að loka landamærum Bandaríkjanna tímabundið fyrir flóttamönnum og ríkisborgurum tiltekinna landa. Bæði Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, og Guðlaugur...
29.01.2017 - 14:54

Tæknirisar láta Trump heyra það

Stórfyrirtæki í hátæknigreinum á borð við Apple, Google, Facebook og Microsoft hafa látið í ljós óánægju sína með tilskipun Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem lokar landamærum Bandaríkjanna tímabundið fyrir flóttamönnum og ríkisborgurum sjö...
29.01.2017 - 13:28

Íslenskir grunnskólanemar aldrei staðið verr

Íslenskir grunnskólanemar hafa aldrei staðið verr. Námsárangur þeirra er áberandi verri en á hinum Norðurlöndunum og undir meðaltali OECD-ríkja. Afburðanemum fækkar en þeim fjölgar sem ekki ná lágmarksviðmiðum. Lesskilningur barna af erlendum...

Skortur á íslenskunámi fyrir ólæsa

Nokkur hundruð innflytjendur hér á landi kunna ekki latneska stafrófið og tugir eru alveg ólæsir. Þetta segir Amal Tamimi framkvæmdastjóri Jafnréttishúss, sem býður upp á íslenskunám fyrir útlendinga. Hún segir tungumálið lykilinn að virkni og...
28.11.2016 - 19:04

Mótmæli í Frakklandi vegna flóttamanna

Frakkar mótmæltu í nokkrum bæjum landsins í dag fyrirætlunum stjórnvalda að færa innflytjendur frá flóttamannabúðum í Calais til bæjanna.
08.10.2016 - 17:15

Á flótta — heimildarþáttur um flóttamenn

Nýr íslenskur heimildarþáttur um flóttamenn. Nærri sextíu milljónir manna eru á flótta um víða veröld. Á undanförnum misserum hefur athyglin ekki síst beinst á þeim sem flúið hafa stríð í Sýrlandi.
08.02.2016 - 09:57