HM 2017 í handbolta

Allt þjálfarateymi Króata rekið

Stjórn króatíska handknattleikssambandsins rak í dag þjálfara karlaliðs síns, Zeljko Babic, aðstoðarþjálfarana Petar Metlicic og Venio Losert og framkvæmdastjóra liðsins, goðsögnina Ivano Balic. Ástæðan er stjórnunarleysi liðsins.
31.01.2017 - 17:10

Logi: „Framtíðin er björt“

Heimsmeistaramótinu í handbolta lauk í gær og vörðu Frakkar heimsmeistaratitil sinn með sigri á Norðmönnum í úrslitum. Frakkar slógu Ísland út í 16-liða úrslitum og tók Logi Geirsson, álitsgjafi RÚV, saman frammistöðu íslensku leikmannana á mótinu.
30.01.2017 - 21:56

Myndband: Fullkomið traust í handboltanum

Manuel Strlek, hornamaður Króatíu, og Kristian Björnsen, kollegi hans hjá Noregi, bera greinilega fullkomið traust hvor til annars. Það sýndu þeir í verki á upphafssekúndum undanúrslitaleiks liðanna á HM í handbolta á föstudag.
30.01.2017 - 13:28

Karabatic bestur á HM

Frakkinn Nikola Karabatic var valinn besti leikmaður Heimsmeistaramótsins í handbolta sem lauk í Frakklandi í gærkvöldi. Þrír Norðmenn voru valdir í úrvalslið mótsins.
30.01.2017 - 09:07

Norðmenn í úrslit eftir ótrúlega dramatík

Norðmenn munu leika til gullverðlauna á Heimsmeistaramótinu í handbolta í fyrsta sinn eftir sigur á Króatíu í framlengdum leik í undanúrslitum í kvöld, 27-25. Markvörðurinn Torbjorn Bergerud var hetja Norðmanna en hann varði vítakast þegar...
27.01.2017 - 21:46

Undanúrslit í kvöld

Fyrri undanúrslitaviðureignin á heimsmeistaramóti karla í handbolta verður í kvöld þegar gestgjafarnir og ríkjandi heimsmeistarar Frakka mæta Slóvenum. Leikurinn byrjar klukkan átta og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV 2.
26.01.2017 - 12:15

Kristján: „Erum í þessu til að vinna“

Svíþjóð féll úr leik gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum HM í handbolta í kvöld. Kristján Andrésson var svekktur með að komast ekki í undanúrslitin.
24.01.2017 - 22:03

Slóvenar og Króatar áfram í undanúrslitin

Nú er það ljóst hvaða lið leika til undanúrslita á HM í handbolta en 8-liða úrslitunum lauk nú í kvöld.
24.01.2017 - 21:24

Frakkar sendu Svía heim af HM

Frakkland vann Svíþjóð í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handbolta. Heimamenn Frakka eru því komnir í undanúrslit.
24.01.2017 - 19:35

Norðmenn fyrstir í undanúrslit

Norðmenn eru komnir í undanúrslit HM í handbolta eftir góðan sigur á Ungverjum, 31-28. Þetta er í fyrsta sinn sem Noregur kemst í undanúrslit á heimsmeistaramóti í handbolta.
24.01.2017 - 17:38

8 liða úrslit á HM í dag

8 liða úrslitin á HM í handbolta verða leikin í dag og í kvöld. Gestgjafarnir Frakkar leika aftur fyrir framan 28 þúsund áhorfendur þegar þeir mæta Svíum.
24.01.2017 - 12:39

Pólland vann Forsetabikarinn

Pólland vann Argentínu í leik um 17. sæti HM í handbolta. Það eru því Pólverjar sem eru handhafar Forsetabikarsins.
23.01.2017 - 21:32

Frakkarnir fá meiri hvíld

Kristján Andrésson og lærissveinar hans í sænska landsliðinu mæta ríkjandi heimsmeisturum Frakka í 8-liða úrslitum á HM í handbolta á morgun.
23.01.2017 - 20:58

Guðmundur: Ég stend við mína samninga

Danska handknattleikssambandið ætlar að taka til endurskoðunar hvort Guðmundi Guðmundssyni verði sagt upp landsliðsþjálfarastarfinu áður en samningur hans rennur út 1. júlí í sumar. Sjálfur kveðst Guðmundur hafa í hyggju að klára samninginn og stýra...
23.01.2017 - 16:27

Þessi lið mætast í 8 liða úrslitum á HM

Óhætt er að segja að 16 liða úrslitin á HM í handbolta hafi einkennst af óvæntum úrslitum. Ólympíumeistarar Dana voru slegnir úr leik, rétt eins og Evrópumeistarar Þjóðverja og Spánverjar komust naumlega áfram eftir að hafa lent í vandræðum með...
23.01.2017 - 07:45