Gettu betur 2017

MH mætir Kvennó í úrslitum Gettu betur

Lið Menntaskólans við Hamrahlíð hafði betur gegn liði Menntaskólans á Egilsstöðum í seinni undanúrslitaviðureign Gettu betur í kvöld. MH fékk 40 stig en ME 27.
25.03.2017 - 21:26

Undanúrslit halda áfram í kvöld

Í kvöld fer fram síðari viðureign undanúrslita Gettu betur þegar Menntaskólinn á Egilsstöðum mætir Menntaskólanum við Hamrahlíð.
25.03.2017 - 15:17

Tónlistaratriði MA: Be My Husband

Fyrra undanúrslitakvöld Gettu betur fór fram í gærkvöldi og líkt og undanfarin ár hafa skólarnir boðið upp á tónlistaratriði í þættinum. Atriði MA var flutt af Birki Blæ Óðinssyni en hann tók lagið Be My Husband með Ninu Simone. Lagið útfærði hann á...
24.03.2017 - 11:39

Tónlistaratriði Kvennó: Valerie

Fyrra undanúrslitakvöld Gettu betur fór fram í gærkvöldi. Líkt og undanfarin ár flytja skólarnir tónlistaratriði í þættinum. Fyrir hönd Kvennaskólans í Reykjavík flutti Nína Margrét Daðadóttir lagið Valerie sem upphaflega er með hljómsveitinni The...
24.03.2017 - 11:39

Gettu betur: Kvennaskólinn sigraði MA

Kvennaskólinn í Reykjavík sigraði Menntaskólann á Akureyri í Gettu betur í kvöld með 39 stigum gegn 28. Liðin voru jöfn eftir hraðaspurningar með 16 stig hvort.
23.03.2017 - 21:46

Undanúrslit hefjast í kvöld

Gettu heldur áfram í kvöld þegar Kvennaskólinn í Reykjavík mætir Menntaskólanum á Akureyri í fyrri viðureign undanúrslitanna.
23.03.2017 - 16:04

MA í undanúrslit í Gettu betur - myndskeið

Menntaskólinn á Akureyri tryggði sér sæti í kvöld í undanúrslitum í spurningakeppninni Gettu betur. MA-ingar lögðu lið Fjölbrautaskóla Suðurlands með 26 stigum gegn 23. Jafnræði var með liðunum í upphafi. Bæði hlutu þau 13 stig í hraðaspurningum og...
17.03.2017 - 22:10

Landshlutar mætast í 8 liða úrslitum

Spennan er að magnast í Gettu betur nú þegar síðasta viðureign 8 liða úrslitanna fer fram en í kvöld mætast Menntaskólinn á Akureyri og Fjölbrautaskóli Suðurlands.
17.03.2017 - 18:28

Kvennaskólinn í undanúrslit Gettu betur

Lið Kvennaskólans í Reykjavík gat töluvert betur en lið keppinauta þeirra úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í átta liða úrslitum spurningakeppni framhaldsskólanna í kvöld. Kvennó vann öruggan sigur, 36 - 19, og er þar með komið í undanúrslit...
10.03.2017 - 22:49

Átta liða úrslitin halda áfram

Í kvöld mætast Kvennaskólinn í Reykjavík og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ í átta liða úrslitum Gettu betur.
10.03.2017 - 18:09

ME komið í undanúrslit eftir sigur á Flensborg

Menntaskólinn á Egilsstöðum er kominn í undanúrslit í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Skólinn lagði Flensborg að velli með 32 stigum gegn 21 í 8-liða úrslitum. Þetta er aðeins í fjórða skipti í sögu ME sem skólinn kemst svona langt.
03.03.2017 - 22:22

MH komið áfram í undanúrslit

Menntaskólinn við Hamrahlíð sigraði Menntaskólann í Reykjavík með eins stigs mun í fyrstu viðureign átta liða úrslita Gettu betur og sló þar með MR út úr keppninni.

Borgarslagur í kvöld

Það verður sannkallaður borgarslagur í Gettu betur í kvöld þegar lið Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Hamrahlíð eigast við í fyrstu viðureign átta liða úrslitanna.

Keppni í átta liða úrslitum að hefjast

Gettu betur, spurningaþáttur framhaldsskólanna, hefur göngu sína í sjónvarpi á föstudag. Fyrsta viðureign í átta liða úrslitum er á milli Menntaskólans við Hamrahlíð og Menntaskólans í Reykjavík. Búast má við spennandi keppni á milli...

Dregið í viðureignir í sjónvarpi

Í kvöld var dregið í viðureignir átta liða úrslita í sjónvarpi í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Drátturinn er alltaf ófyrirséður og spennan sjaldnast lítil hvaða lið dragast hvert á móti öðru. Árið í ár var hér engin undantekning.
09.02.2017 - 21:35