G20

31 mánaðar fangelsi fyrir að kasta flöskum

21 árs Hollendingur var í dag dæmdur í tveggja ára og sjö mánaða fangelsi vegna þátttöku í óeirðum í Hamborg í júlí, þegar leiðtogar G20 funduðu í borginni.
28.08.2017 - 17:02

Vill að óeirðarseggir verði merktir með ólum

Þeir sem eru taldir líklegir til að efna til óeirða ættu að njóta takmarkaðs ferðafrelsis og vera merktir með sérstökum ólum. Þetta er haft eftir innanríkisráðherra Þýskalands, Thomas de Maiziere, á vef BBC. Eins og kunnugt er voru miklar óeirðir í...
15.07.2017 - 19:52
Erlent · Evrópa · G20 · Þýskaland

Þvinganir vegna Krímskaga verða áfram í gildi

Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússum vegna innlimunar Krímskaga verða áfram í gildi. Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter í dag. Kvaðst hann ekki taka til greina að slaka á þvingunum fyrr en „vandamálin í Úkraínu og Sýrlandi...
09.07.2017 - 19:51

Trump og Pútín: Ólík líkamstjáning leiðtoganna

Þjóðarleiðtogarnir Donald Trump og Vladmír Pútín hittust í fyrsta skiptið augliti til auglitis á ráðstefnu G20-ríkjanna sem lauk í Hamborg á föstudag. Var það um margt sögulegur fundur og mörg mál til umræðu, þar á meðal málefni Sýrlands og Norður-...
09.07.2017 - 17:42

Óvæntar breytingar á G20: Tyrkir ekki með

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er ekki samstíga flestum leiðtoga G20 ríkjanna í afstöðu sinni til loftslagsmála. Angela Merkel las í dag sameiginlega yfirlýsingu allra G20 ríkja utan Bandaríkjanna um skuldbindingu þeirra við...
08.07.2017 - 20:08
Erlent · Erdogan · G20

G20: Bandaríkin einangruð í loftslagsmálum

Nítján af þeim tuttugu ríkjum, sem sækja G20-fundinn í Hamborg, hafa samþykkt sameiginlega yfirlýsingu um skuldbindingu þeirra við Parísarsáttmálann. Sáttmálinn er sagður óafturkallanlegur í yfirlýsingunni, sem bendir á einangraða stefnu...
08.07.2017 - 15:58

Ivanka Trump sat fund á G20 í fjarveru Donalds

Ivanka Trump tók í dag sæti föður síns, Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, á fundi á ráðstefnu G20 ríkjanna sem fram fer í Hamborg um þessar mundir. Donald Trump brá sér stuttlega afsíðis af fundi og fundaði Ivanka með fulltrúum G20 ríkjanna í hans...
08.07.2017 - 13:43
Erlent · G20 · Ivanka · Trump

„Maður sér eiginlega bara lögreglumenn“

Lögreglumenn eru á hverju horni í Hamborg og þyrlur sveima yfir, segir Sigríður Söebeck Viðarsdóttir sem er í Hamborg í fríi með fjölskyldu sinni. Um 21 þúsund lögreglumenn eru í borginni vegna fundar G20.
08.07.2017 - 12:40
Erlent · G20

Býst við „öflugum“ samningi „mjög fljótlega“

Donald Trump Bandaríkjaforseti býst við að komast að samkomulagi við Breta um það sem hann kallaði „öflugan“ viðskiptasamningi milli landanna. Hann fundar nú með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Bretar eru á leið úr Evrópusambandinu og...
08.07.2017 - 10:03