Fuglalíf

Náði myndum af forksvölungi

Forksvölungur sást við Baulutjörn á Mýrum eftir hádegi í dag og er það í fyrsta sinn sem fugl af þessari tegund sést hér á landi. Forksvölungar verpa í Asíu, frá mið Síberíu og austur úr og því er þetta stórmerkilegur fundur, segir í færslu á...
24.06.2017 - 21:26

Beita nýrri tækni við vöktun bjargfugla

Starfsmenn Náttúrustofu Norðausturlands beita nú nýrri tækni við að mæla varpárangur bjargfugla. Sjálfvirkum myndavélum verður komið fyrir í fimm fuglabjörgum og taka myndir á klukkustundar fresti árið um kring.
11.05.2017 - 15:50

Háleggur fyrsta nýja fuglategund ársins

Nú þegar vorvindar leika um landið steypa sér hrossagaukar í stórum bogum og maríuerlur huga að hreiðustæðum sínum. Músarindlar syngja í runni og svartþrestir úr tjátoppum.
03.05.2017 - 19:00

Fjórfættir og fleygir vorboðar komu í morgun

Tveir litlir vorboðar létu sjá sig á landinu í dag, annar fleygur en hinn fjórfættur. Bóndinn á Fagraneskoti er að taka á móti lömbum í fyrsta sinn svo snemma að vori. Lóan er komin og fyrstu lömbin eru fædd.
27.03.2017 - 20:00

Fundu yfir 20 dauða æðarfugla á Tjörnesi

Danskir ferðamenn, sem voru á ferð um Norðurland, fundu yfir 20 dauða æðarfugla í Tungulendingu á Tjörnesi. Náttúrufræðingur segir óljóst af hverju fuglarnir hafi drepist, en þeir séu mjög horaðir.
20.02.2017 - 10:45

Svartfugl drepst vegna næringarskorts

Óvenjumikið hefur fundist af dauðum svartfugli í fjörum norðanlands í vetur. Líffræðingur segir vannæringu líklegustu skýringuna - því fuglinn sé grindhoraður.
17.02.2017 - 12:37

Fleiri fuglar og tegundir í görðum

Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndar, segir að fuglum sé frekar að fjölga í görðum landsins og tegundum líka. Fuglavernd stendur fyrir talningu á fuglum í görðum um helgina.
27.01.2017 - 10:27

Þúsundir villigæsa í Ungverjalandi

Gamla vatnið í bænum Tata í Ungverjalandi er sjaldan eins líflegt og á veturna en þá safnast saman þúsundir villigæsa.
29.12.2016 - 22:02

Fræ og feitmeti í metum hjá smáfuglum

Óvenju margir farfuglar hafa nú vetursetu hér á landi vegna hlýinda að undanförnu. Veturinn hefur hins vegar minnt á sig síðustu daga og þá reynir á mannanna hjálp við að finna æti.
23.12.2016 - 11:29

Spóinn flýgur í nærri fimm sólarhringa

Spóinn flýgur í allt að fimm sólarhringa samfellt frá Íslandi til Vestur-Afríku að hausti, hátt á sjötta þúsund kílómetra. Þetta kemur fram í niðurstöðum vísindamanna Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi sem birtar voru í vísindatímaritinu...
30.11.2016 - 11:43

Hnísill, naglús og iðraormur í rjúpunni

17 tegundir sníkjudýra herja á íslensku rjúpuna, sum henni að meinalausu en önnur eru meinbæg. Meðal sníkjudýra sem hafa slæm áhrif á afkomu rjúpunnar eru hnísill, naglús og iðraormur.
22.11.2016 - 13:48

Matarafgangar tilvaldir í fuglafóður í vetur

Garðfuglakönnun Fuglaverndar er farin af stað og stendur yfir í allan vetur, eða allt til 29.apríl á næsta ári. Markmiðið er að kanna hvaða fuglar sækja í garða, fjölda þeirra og breytingar í tegundasamsetningu yfir vetrarmánuðina.
01.11.2016 - 15:03

Rjúpan farin af hreiðrinu

Rjúpan, sem gerði sér hreiðurstæði á skotvelli Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar, er búin að yfirgefa hreiðrið með tíu unga. Aðeins skurnin og tvö óklakin egg eru eftir í hreiðrinu. Ferdinand Hansen, formaður Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar, segir að...
29.06.2016 - 10:47

Rjúpuungar klaktir á skotsvæði

Rjúpan sem gerði sér hreiður á skotvelli Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar er búin að klekja út eggjum sínum. Rjúpan liggur enn makindalega á hreiðrinu og yljar ungunum sínum.
28.06.2016 - 16:00

Spókuðu sig með ungahópinn sinn

Sumarið er komið og fuglarnir eru á fullu að koma sér upp fjölskyldum. Gæsapar í Reykjavík sást spóka sig með myndarlega ungahóp við Norræna húsið í vikunni.
26.05.2016 - 22:49