Frakkland

Manuel Valls hættur í Sósíalistaflokknum

Manuel Valls, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, er genginn úr Sósíalistaflokknum. Hann hefur lýst yfir stuðningi við miðflokk Emmanuels Macrons forseta, sem vann stórsigur í nýafstöðnum þingkosningum. Í viðtali við útvarpsstöð RTL segir Valls...
27.06.2017 - 13:54

Lést eftir að rjómasprauta sprakk

Vinsæll franskur heilsubloggari lést um helgina þegar rjómasprauta sprakk, með þeim afleiðingum að hún skaust í brjóstkassa hennar. AFP fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir fjölskyldu bloggarans.
22.06.2017 - 05:29

Franskir ráðherrar segja af sér

Francois Bayrou, dómsmálaráðherra Frakklands, lagði í dag fram afsagnarbeiðni sína. Hann er formaður miðjuflokksins MoDem sem verður í samstarfi við flokk Emmanuels Macrons forseta. Flokkurinn á yfir höfði sér rannsókn vegna ásakana um að hafa notað...
21.06.2017 - 08:50

Mörg vopn fundust hjá árásarmanni í París

Franska lögreglan segist hafa fundið mikið af vopnum heima hjá manni sem ók í gær á lögreglubíl á Champs Elysees breiðgötunni í París. Meðal annars fundust tvær skammbyssur og Kalashnikov árásarriffill.
20.06.2017 - 10:40

Varnarmálaráðherra Frakklands segir af sér

Sylvie Goulard, varnarmálaráðherra Frakklands, sagði í dag af sér embætti. Hún er í miðflokknum MoDem sem styður flokk Marcons forseta. Goulard var þingmaður á Evrópuþinginu fyrir flokkinn áður en hún varð ráðherra í stjórn Macrons. Hún á yfir höfði...
20.06.2017 - 09:22

Út með þá gömlu, inn með þá nýju - og konur

Þrír af hverjum fjórum fulltrúum á nýkjörnu þingi Frakklands hafa aldrei áður setið á þingi og konur hafa heldur aldrei verið jafn margar á frönsku löggjafarsamkundunni og þær nú, eða 223 talsins. Kjörsókn var hins vegar minni en dæmi eru um í sögu...
19.06.2017 - 05:55

Bylting í frönskum stjórnmálum

Kosningabandalag flokks Emmanuels Macrons, En Marche, og Lýðræðishreyfingarinnar, sem einnig er miðjuflokkur, hefur tryggt sér 341 af 577 þingsætum. Bandalag hægri flokka, með Repúblikana í forystu, á 135 þingsæti vís en Sósíalistar og...
18.06.2017 - 23:47

Flokki Macrons spáð yfirburðasigri

Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Frakklandi, þar sem seinni umferð þingkosninga fer fram í dag. Allt bendir til þess að ársgamall flokkur nýkjörins Frakklandsforseta vinni yfirburðasigur. Skoðanakannanir benda til þess að allt að þrír af hverjum...
18.06.2017 - 07:24

Le Pen feðginin svipt þinghelgi

Evrópuþingið samþykkti í dag að svipta Marine Le Pen vegna máls sem stendur til að höfða á hendur henni fyrir ærumeiðingar. Christian Estrosi, borgarstjóri í Nice í Frakklandi, hyggst sækja þingkonuna til saka fyrir fullyrðingar sem hún setti fram í...
15.06.2017 - 13:54

Flokkur Macrons hlaut um þriðjung atkvæða

Lokatölur fyrri umferðar þingkosninganna í Frakklandi benda til öruggs sigurs nýs flokks Emanuels Macrons, nýkjörins forseta. Flokkurinn, ásamt samstarfsflokki hans, hlaut rúm 32 prósent atkvæða í fyrri umferð þingkosninganna í dag. Hægri flokkarnir...
12.06.2017 - 02:09

Merkel færir Macron hamingjuóskir

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, óskaði Emanuel Macron Frakklandsforseta til hamingju  með gott gengi í þingkosningunum í Frakklandi í dag. Steffen Seibert, talsmaður Merkel, skrifaði á Twitter að Frakkar hafi greitt atkvæði til umbóta.
11.06.2017 - 23:13

Macron sigrar, hrun blasir við Sósíalistum

Útlit er fyrir að nýstofnaður miðflokkur Emmanuels Macrons Frakklandsforseta vinni stórsigur í þingkosningunum sem fram fóru í dag. Samkvæmt útgönguspám fá La Republique en Marche (Lýðveldið á hreyfingu) og lítill samstarfsflokkur hans 390 til 445...
11.06.2017 - 18:48

Flokki Macrons spáð stórsigri

Fyrri umferð frönsku þingkosninganna fer fram í dag. Nýjum flokki Macrons Frakklandsforseta er spáð stórsigri.
11.06.2017 - 13:32

Þingkosningar í Frakklandi í dag

Kjörstaðir voru opnaðir í Frakklandi klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, þar sem Frökkum gefst kostur á að greiða atkvæði í fyrri umferð þingkosninganna. Nýjustu kannanir benda til stórsigurs nýs flokks nýkjörins forseta, Emanuels Macrons.
11.06.2017 - 06:28

Réðst á lögreglumann við Notre Dame

Sú deild frönsku lögreglunnar sem berst gegn hryðjuverkum hefur tekið við rannsókn á árás á lögreglumann utan við Notre Dame dómkirkjuna í París fyrr í dag. Þá réðst maður vopnaður hamri á lögreglumanninn. Hann dró fram byssu sína og skaut...
06.06.2017 - 15:58