Frakkland

Macron vill framlengja neyðarlög í Frakklandi

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ætlar að fara fram á að lög um neyðarástand í landinu verði framlengd til 1. nóvember. Þá vill hann að þingið skerpi á lögunum með því að auka valdheimildir öryggissveita lögreglunnar.
24.05.2017 - 10:52

Vaxandi fylgi við Macron og En Marche

Emmanuel Macron, nýkjörnum Frakklandsforseta, gengur ágætlega að fá kjósendur til fylgis við sig og ríkisstjórn sína, sem hann kynnti til sögunnar á dögunum. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun hyggjast um 32% franskra kjósenda að greiða tiltölulega...
19.05.2017 - 06:56

Leyniáætlun um viðbrögð við sigri Le Pen

Sigur Marine Le Pen í frönsku forsetakosningunum hefði leitt til þess að leynileg viðbragðsáætlun sem ætlað var að „tryggja friðinn“ í landinu hefði verið hrundið í framkvæmd. Franskir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær. Áætlunin var aldrei fest á...

Lítt þekktur þingmaður í stól forsætisráðherra

Emmanuel Macron, sem tók í gær við embætti forseta Frakklands, kynnti í dag til leiks nýjan forsætisráðherra landsins. Sá er lítt þekktur þingmaður úr Lýðræðisflokknum, Edouard Philippe að nafni. Hinn nýi forsætisráðherra er 46 ára að aldri, frá...
15.05.2017 - 13:34

Macron styður Ólympíuumsókn Parísar

París fékk öflugan stuðning í von sinni um að verða gestgjafar Ólympíuleikanna 2024 í dag þegar nýkjörinn forseti lýsti yfir eindregnum stuðningi við umsóknina.
14.05.2017 - 23:12

Benoit Hamon vill stokka upp á vinstri vængnum

Benoit Hamon, sem bauð sig fram fyrir flokk sósíalista í forsetakosningunum í Frakklandi, hyggst stofna nýja stjórnmálahreyfingu á vinstri væng stjórnmálanna. Hamon hafnaði í fimmta sæti í fyrri umferð kosninganna. Hann var því langt frá því að...
10.05.2017 - 09:51

Marion Le Pen hættir afskiptum af stjórnmálum

Marion Maréchal Le Pen - dótturdóttir stofnanda frönsku þjóðfylkingarinnar, Jean Marie Le Pen, tilkynnti í dag að hún væri hætt afskiptum af stjórnmálum og myndi ekki bjóða sig fram fyrir flokkinn í komandi þingkosningum í Frakklandi. Marion Le Pen...
09.05.2017 - 20:19

Þrír létust í snjóflóði í frönsku Ölpunum

Tveir skíðamenn og leiðsögumaður þeirra létu lífið þegar snjóflóð féll á þá í dag í frönsku Ölpunum, skammt frá landamærum Frakklands og Ítalíu. Ekki er talið að fleiri hafi lent í flóðinu, en björgunarmenn leita af sér allan grun. Ekki er vitað...
09.05.2017 - 13:48

Föru- og flóttaflólk rekið úr búðum

Franska lögreglan flutti í morgunsárið á brott um eitt þúsund hælisleitendur og farandmenn sem höfðust við í tjaldbúðum í norðurhluta Parísar. Hundruð lögreglumanna og borgarstarfsmanna tóku þátt í aðgerðunum.
09.05.2017 - 10:06

Gare du Nord rýmd vegna lögregluaðgerðar

Hin fjölfarna brautarstöð Gare du Nord í París var rýmd í nótt og var hún lokuð í rúmlega tvær klukkustundir á meðal lögregla athafnaði sig um borð í lest sem þar var. Aðgerðir lögreglu snerust að sögn um leit að þremur eftirlýstum einstaklingum, en...
09.05.2017 - 05:31

Hálfur sigur unninn hjá Macron

Emmanuel Macron var í gær kjörinn forseti Frakklands í seinni umferð forsetakosninganna, þar sem kosið var milli hans og Marine Le Pen, frambjóðanda öfgahægriflokksins Þjóðfylkingarinnar. Þar með er þó aðeins hálfur sigur unninn, því Macron vantar...

Frakkland: Kjörsókn með minnsta móti

Aðeins 75,9 prósent franskra kjósenda nýttu kosningarétt sinn í forsetakosningunum á sunnudag, til að velja á milli þeirra Emmanuels Macrons og Marine Le Pen. Innanríkisráðuneytið upplýsir þetta. Kjörsókn hefur ekki verið minni síðan 1969, þegar...

Bann við of mögrum fyrirsætum tekur gildi

Lög sem banna tískumógúlum og -ljósmyndurum að ráða óheilsusamlega holdrýrar manneskjur til sýningar- og fyrirsætustarfa eru formlega gengin í gildi í Frakklandi. Til að geta stundað þessi störf verða fyrirsætur að skila inn læknisvottorði, þar sem...
06.05.2017 - 05:47

Tölvupósti Macrons lekið á Netið

Gríðarlegu magni tölvupósts úr ranni Emmanuels Macrons, forsetaframbjóðanda í Frakklandi, og kosningateymis hans var lekið á Netið í kvöld, rétt hálfum öðrum sólarhring áður en seinni umferð forsetakosninganna hefst á sunnudagsmorgun. Macron sendi...

Macron kærir sögusagnir um misferli

Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron hefur lagt fram kæru vegna birtingu skjala sem sögð eru sýna fram á að hann eigi aflandsreikninga á Bahama-eyjum. Skjölin hafa verið birt á netsíðum og samfélagsmiðlum, og andstæðingur Macron, Marine Le...
04.05.2017 - 22:16