Forsetakosningar í Frakklandi 2017

Meirihluti Frakka óánægður með Macron

Vinsældir Emmanuels Macron Frakklandsforseta fara ört minnkandi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Ifop gerði fyrir blaðið Journal du Dimanche. Samkvæmt henni eru nú aðeins 40 prósent franskra kjósenda nokkuð eða mjög ánægð með nýja forsetann. Það...

Leyniáætlun um viðbrögð við sigri Le Pen

Sigur Marine Le Pen í frönsku forsetakosningunum hefði leitt til þess að leynileg viðbragðsáætlun sem ætlað var að „tryggja friðinn“ í landinu hefði verið hrundið í framkvæmd. Franskir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær. Áætlunin var aldrei fest á...

Fögnuðu sigri Macrons

Sigurgleði og bjartsýni ríkti þegar Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, ávarpaði stuðningsmenn sína við Louvre safnið í miðborg Parísar í gærkvöld. Fréttamaður RÚV tók nokkra fundargesti tali, sem voru á einu máli um að nýir tímar væru...
08.05.2017 - 11:16

Þjóðaleiðtogar fagna kjöri Macrons

Kjöri Emmanuels Macrons í embætti forseta Frakklands hefur verið fagnað víða um heim, einkum þó í ríkjum Evrópusambandsins. Sigur Macrons er sagður sigur Evrópu- eða alþjóðahyggjunnar yfir þjóðernis- og einangrunarhyggju.

Hálfur sigur unninn hjá Macron

Emmanuel Macron var í gær kjörinn forseti Frakklands í seinni umferð forsetakosninganna, þar sem kosið var milli hans og Marine Le Pen, frambjóðanda öfgahægriflokksins Þjóðfylkingarinnar. Þar með er þó aðeins hálfur sigur unninn, því Macron vantar...

Frakkland: Kjörsókn með minnsta móti

Aðeins 75,9 prósent franskra kjósenda nýttu kosningarétt sinn í forsetakosningunum á sunnudag, til að velja á milli þeirra Emmanuels Macrons og Marine Le Pen. Innanríkisráðuneytið upplýsir þetta. Kjörsókn hefur ekki verið minni síðan 1969, þegar...

„Það þarf að laga bindið þitt, herra forseti“

Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, beindi orðum sínum sérstaklega að mótframbjóðanda sínum, Marine Le Pen, og stuðningsmönnum hennar í þakkarræðu sinni. Macron sagðist vita hvers vegna hluti þjóðarinnar hafi kosið öfgafullan frambjóðanda...

Theresa May óskar Macron til hamingju

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur óskað Emanuel Macron, nýjum forseta Frakklands, til hamingju með sigurinn. „Frakkland eru einn nánasti bandamaður okkar og við hlökkum til að vinna með nýjum forseta á breiðum grundvelli sameiginlegra...

Macron nýr forseti Frakklands

Emmanuel Macron er nýr forseti Frakklands. Mótframbjóðandi hans, Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur. Macron fékk 66,06% gildra atkvæða samkvæmt fyrstu tölum sem birtar voru strax og síðustu kjörstöðum var lokað í Frakklandi. Le Pen fékk 33,94%.

Le Pen viðurkennir ósigur

Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. Hún ávarpaði stuðningsmenn sína og blaðamenn skömmu að fyrstu tölur í forsetakosningunum voru birtar. Samkvæmt þeim fékk Le Pen 34,5% atkvæða. Mótframbjóðandi hennar, Emmanuel...

Fyrstu tölur: Macron fær 65%

Emmanuel Macron fær 65% atkvæða í frönsku forsetakostningunum samkvæmt fyrstu tölum sem birtar voru klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma, þegar síðustu kjörstöðum var lokað í Frakklandi.

Macron spáð öruggum sigri

Emmanuel Macron er spáð öruggum sigri í forsetakosningunum í Frakklandi, sem nú standa yfir. Útgönguspár sem fjölmiðlar í Belgíu birtu síðdegis benda til að Macron fái um 62% prósent atkvæða og beri þannig sigurorð af mótframbjóðanda sínum, Marine...

Kjörstaðir opnaðir í Frakklandi

Kjörstaðir voru opnaðir í Frakklandi klukkan átta að staðartíma – klukkan sex að íslenskum tíma. Frakkar kjósa í dag um næsta forseta landsins, í síðari umferð forsetakosninganna. Valið stendur milli Emmanuel Macron, miðjumanns og Evrópusinna, og...

Tölvupósti Macrons lekið á Netið

Gríðarlegu magni tölvupósts úr ranni Emmanuels Macrons, forsetaframbjóðanda í Frakklandi, og kosningateymis hans var lekið á Netið í kvöld, rétt hálfum öðrum sólarhring áður en seinni umferð forsetakosninganna hefst á sunnudagsmorgun. Macron sendi...

Grænfriðungar mótmæla Le Pen - Myndskeið

Tólf félagar úr umhverfissamtökum Grænfriðunga klifruðu í morgun upp í Eiffelturninn í París og hengdu þar upp þrjú hundruð fermetra mótmælaborða sem á stóð Frelsi, Jafnrétti, Bræðralag og #Andspyrna. Með því vildu samtökin mótmæla málflutningi...
05.05.2017 - 09:25