Flóttamenn

Um átta þúsund bjargað úr Miðjarðarhafi

Yfir 1.400 flóttamönnum var bjargað úr Miðjarðarhafinu undan ströndum Líbíu í gær. Líbíska strandgæslan, fiskiskip og önnur skip á sjó voru við björgunaraðgerðir í samstarfi við ítölsku strandgæsluna.
27.05.2017 - 04:15

Tuttugu drukknuðu á Miðjarðarhafi

Að minnsta kosti tuttugu flóttamenn, þar af nokkur ung börn, drukknuðu þegar drekkhlaðin fleyta þeirra sökk á Miðjarðarhafi í dag. AFP fréttastofan hefur eftir talsmanni ítölsku strandgæslunnar að ástandið sé slæmt. Um það bil tvö hundruð manns hafi...
24.05.2017 - 10:44

Strandgæslumenn ógnuðu flóttamönnum

Nokkur hundruð flóttamönnum var bjargað úr bátum á Miðjarðarhafinu í dag. Alls fann ítalska strandgæslan ellefu báta á hafinu og er talið að um eitt þúsund manns hafi verið um borð. Bátarnir voru á leið til Evrópu frá Líbíu. 
24.05.2017 - 02:10

Vilja gaddavírsgirðingu á landamærum Danmerkur

Þingmenn Danska þjóðarflokksins (Dansk Folkeparti) vilja reisa gaddavírsgirðingu á landamærum Danmerkur og Þýskalands. Leiðtogi flokksins á Evrópuþinginu, Anders Vistisen, segir að flokksmenn hafi hrifist mjög af því sem þeir hafi séð í...
22.05.2017 - 07:42

Björguðu 5.000 flóttamönnum á tveimur dögum

Björgunarskip á Miðjarðarhafi komu fimm þúsund flóttamönnum til aðstoðar á tveimur sólarhringum. Líbíumenn telja sig þurfa að vopna áhafnir á björgunarskipum sínum.
21.05.2017 - 15:57

300.000 foreldralaus börn á flótta

Fjöldi barna sem eru á flótta án foreldra sinna hefur fimmfaldast á síðustu árum. Þetta er á meðal niðurstaðna rannsóknar sem gerð var á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um aðstæður fylgdarlausra flóttabarna í heiminum. Rannsóknin leiðir einnig...
18.05.2017 - 06:41

Þrír hælisleitendur hafa látist hér á landi

Þrír hælisleitendur hafa látist hér á landi á undanförnum fimm árum. Einn þeirra lést meðan á málsmeðferð stóð. Tveir til viðbótar létust eftir að málsmeðferð lauk.
15.05.2017 - 11:16

Vilja hefta för flóttamanna

Innanríkisráðherrar Ítalíu og Þýskalands vilja að Evrópusambandið stemmi stigu við straumi flóttamanna til Evrópu með því að hefta sem fyrst för þeirra yfir landamæri Líbíu og Níger.
14.05.2017 - 17:13

ESB: Tugþúsundir barna komu ein síns liðs

Yfir 63 þúsund börn og unglingar undir lögaldri komu ein síns liðs til ríkja í Evrópusambandinu í fyrra og óskuðu eftir hæli. Flest komu þau frá Afganistan, tæplega 24 þúsund. Þá komu hátt í tólf þúsund börn og unglingar frá Sýrlandi. Þetta kemur...
11.05.2017 - 15:05

Hundrað flóttamenn komust til Melilla

Um það bil þrjú hundruð afrískir flóttamenn frá löndum sunnan Sahara eyðimerkurinnar reyndu í morgun að komast til spænsku borgarinnar og sjálfstjórnarsvæðisins Melilla á norðurströnd Afríku. Svæðið er girt með hárri gaddavírsgirðingu. Hundrað manns...
09.05.2017 - 15:44

Föru- og flóttaflólk rekið úr búðum

Franska lögreglan flutti í morgunsárið á brott um eitt þúsund hælisleitendur og farandmenn sem höfðust við í tjaldbúðum í norðurhluta Parísar. Hundruð lögreglumanna og borgarstarfsmanna tóku þátt í aðgerðunum.
09.05.2017 - 10:06

Hælisleitendum fjölgar á ný í Svíþjóð

Flóttamönnum sem óska eftir hæli í Svíþjóð hefur fjölgað síðustu daga, frá því að vegabréfaeftirliti var hætt á landamærum Danmerkur og Svíþjóðar. Að sögn fréttastofu sænska útvarpsins óskuðu að meðaltali fimm flóttamenn eftir hæli í viku hverri...
08.05.2017 - 16:35

Fjölda flóttamanna saknað eftir helgina

Óttast er að hátt í tvö hundruð flóttamenn hafi drukknað þegar tveimur bátum hvolfdi undan ströndum Líbíu um nýliðna helgi. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðastofnunarinnar um fólksflutninga, IOM, komust sjö lífs af í öðrum bátnum, en 113 er saknað.
08.05.2017 - 13:48

6.000 bjargað úr Miðjarðarhafinu um helgina

Um sex þúsund flóttamönnum var bjargað úr Miðjarðarhafinu í gær og í dag að sögn ítölsku strandgæslunnar. Ítalski sjóherinn, strandgæslan, landamærastofnun Evrópusambandsins, Frontex, og fjöldi sjálfboðasamtaka tók þátt í björgunaraðgerðum í dag þar...
07.05.2017 - 00:48

Forsætisráðherra þakkað með nafngift

Justin Trudeau heitir ungur snáði sem fæddist í Kanada á fimmtudag. Foreldrar hans gáfu honum það nafn í þakkarskyni við forsætisráðherra landsins, Justin Trudeau, fyrir að leyfa þeim að hefja nýtt líf þar í landi. BBC greinir frá þessu. Þau komu...
06.05.2017 - 22:46