Fjölmiðlar

Krefjast hluthafafundar í Pressunni

Eigendur meirihlutans í Pressunni hafa óskað eftir hluthafafundi þar sem farið verði yfir stöðu félagsins eftir að allir helstu fjölmiðlar þess voru seldir. Að auki vilja þeir að ný stjórn verði kosin. Þar með færi stjórn félagsins úr höndum þeirra...
21.09.2017 - 04:30

Al Jazeera fjarlægt af Snapchat

Íbúar Sádí Arabíu hafa ekki lengur aðgang að myndböndum og greinum Al Jazeera fréttastöðvarinnar á samfélagsmiðlinum Snapchat. Snapchat segist hafa brugðist við beiðni stjórnvalda í Sádí Arabíu um að fjarlægja fréttastöðina þaðan vegna ákvæðis í...
18.09.2017 - 06:41

Gunnar Smári undirbýr útgáfu tímarits

Gunnar Smári Egilsson, fyrrum ritstjóri Fréttatímans, undirbýr nú útgáfu á nýju mánaðarlegu tímariti. Hann segir tímaritið verða með svipuðu sniði og Tímarit Máls og menningar og Þjóðmál. Fjölmiðlun sé komin aftur á 19. öldina og drifin áfram af...
13.09.2017 - 10:50

Ráðinn framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar

Karl Garðarsson, fyrrverandi fréttamaður og þingmaður Framsóknarflokksins, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar sem í síðustu viku keypti flesta af fjölmiðlum Pressunnar. Í tilkynningu kemur fram að Karl muni bera ábyrgð á...
11.09.2017 - 12:29

Björn Ingi til annarra starfa

Björn Ingi Hrafnsson, stofnandi og útgefandi Pressunnar sem seldi alla helstu fjölmiðla sína á mánudag, segist ætla að taka sér frí á næstunni en hverfa svo til annarra starfa. Allt annað starfsfólk fjölmiðlanna heldur vinnu sinni, að því er fram...
08.09.2017 - 13:19

RÚV áfrýjar máli Adolfs Inga til Hæstaréttar

RÚV ohf. hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Adolfs Inga Erlingssonar, fyrrverandi íþróttafréttamanns. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að RÚV hefði sagt Adolf upp með ólögmætum hætti og að hann hefði...
07.09.2017 - 16:50

Sigurður kaupir DV í fjórða sinn

Með kaupum Frjálsrar fjölmiðlunar á DV, Pressunni og fleiri fjölmiðlum í eigu Pressusamstæðunnar hefur Sigurður G. Guðjónsson lögmaður keypt DV í fjórða sinn. Meirihlutaeigendur í Pressunni og tengdum fyrirtækjum vissu ekki af viðskiptunum fyrr en...
07.09.2017 - 15:56

Eigendur Pressunnar fréttu af sölunni eftirá

Eigendur Dalsins, sem á 68% hlut í Pressunni, fréttu af sölu á öllum helstu miðlum Pressunnar eftir að kaupin voru frágengin. Þeir segjast jafn forvitnir og aðrir að vita hverjir standi að baki kaupunum.
07.09.2017 - 12:50

Kaupir helstu miðla fyrir 600 milljónir króna

Björn Ingi Hrafnsson hefur selt helstu fjölmiðla Pressunar. Kaupandinn er Frjáls fjölmiðlun sem er í eigu Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns. Söluandvirðið var 600 milljónir króna, samkvæmt heimildum fréttastofu. Björn Ingi sendi starfsmönnum...
07.09.2017 - 08:46

Eiga tvo þriðju í Pressunni

Eignarhaldsfélagið Dalurinn, sem er að fimmtungi í eigu Róberts Wessmann, á 68 prósenta hlut í Pressunni en ekki 88 prósenta hlut eins og kom fram í fjölmiðlum í síðustu viku. Þær fréttir byggðu á hluthafaskráningu á vef Fjölmiðlanefndar sem aftur...
06.09.2017 - 18:51

Félag Róberts Wessman eignast 88% hlut í DV

Eignarhaldsfélagið Dalurinn, sem er í fimmtungseigu Róberts Wessmann, eignaðist í síðustu viku ríflega 88% hlut í Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.
30.08.2017 - 12:37

Gott kynjajafnvægi meðal viðmælenda RÚV

RÚV hefur haft jafnréttismál í forgrunni í allri starfsemi sinni á undaförnum misserum og náð marktækum árangri. Árið 2015 voru teknar upp markvissar mælingar á hlutfalli karla og kvenna í hópi viðmælenda í föstum þáttum og fréttum.

Kæru Spencer gegn fréttamanni RÚV vísað frá

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands vísaði í vikunni frá kæru fyrirlesarans Roberts Spencers gegn Sigríði Hagalín Björnsdóttur vegna viðtals sem Sigríður tók við hann. Kærunni var vísað frá þar sem hún barst of seint eða þremur mánuðum eftir að...
19.08.2017 - 12:16

Bátsferð um Vaðlaheiðargöng eftirminnilegust

Þrjátíu og fimm ár eru í dag frá því að Ríkisútvarpið hóf starfsemi sína á Akureyri. Bátsferð um Vaðlaheiðargöng eru eftirminnilegasta atvikið, segir tæknimaður með 30 ára starfsreynslu hjá RÚVAk.
14.08.2017 - 18:00

Gunna Dís og Sóli Hólm taka við Útsvari

Guðrún Dís Emilsdóttir og Sólmundur Hólm verða þáttastjórnendur í spurningaþættinum Útsvari þegar þátturinn hefur göngu sína á ný 15. september. Gunna Dís og Sóli Hólm, sem unnu meðal annars saman í Virkum morgnum á Rás 2, leysa þau Sigmar...
11.08.2017 - 16:45