Fjárlög

Segir Landspítala fá minna en ekkert

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir það orðum aukið að þrettán milljarðar króna renni aukalega inn í heilbrigðisþjónustuna, samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Hann segir að viðbótin fari fyrst og fremst í að mæta verðlagsþróun og...
23.09.2017 - 11:10

Ekki tekið á grotnandi innviðum skólanna

Engan veginn er tekið á því í fjárlagafrumvarpinu að innviðir framhaldsskóla eru að grotna, segir formaður Félags framhaldsskólakennara. Formaður félags stjórnenda í framhaldsskólum spyr hvenær ef ekki í miðju góðæri sé besti tíminn til að treysta...
14.09.2017 - 14:08
Mynd með færslu

Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið

Fjármálaráðherra segir meginverkefni ríkisstjórnarinnar að varðveita góðan árangur í efnahagsmálum og stuðla að jafnvægi í ríkisrekstri. Þingmaður Vinstri grænna segir stjórnvöld með fjárlagafrumvarpinu viðhalda fátækt aldraðra og öryrkja.
14.09.2017 - 12:24

Ekki nóg til heilsugæslu og sjúkrahúsa

Lítil auking er á framlögum til sérhæfðar sjúkrahúsþjónustu í fjárlögum næsta árs, að mati Henný Hinz, deildarstjóra hagdeildar Alþýðusambands Íslands. Aftur á móti er auking á framlögum til sérfræðilækna. Rætt var við Henný á Morgunvaktinni á Rás 1...
14.09.2017 - 09:40

88,7 milljónir í að efla sendiráðið í Peking

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, sem kynnt var í gær, er gert ráð fyrir að fjárheimild til utanríkisþjónustunnar verði aukin um 88,7 milljónir til að efla sendiráð Íslands í Peking, höfuðborg Kína.
13.09.2017 - 17:01

17,5 milljónir í öryggismál Stjórnarráðsins

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, sem dreift var í gær, gerir forsætisráðuneytið ráð fyrir að verja 17,5 milljónum til að styrkja öryggismál í Stjórnarráðinu. Þetta er gert í samræmi við tillögur frá embætti ríkislögreglustjóra. Þá vill ráðuneytið...
13.09.2017 - 14:46

39 milljón í sjúkrahús og 81 til framhaldskóla

Fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar segir að raunverulegt viðbótarframlag til framhaldsskólana á árinu nemi samtals 81 milljón króna í fjárlagafrumvarpinu og til allra sjúkrahúsa landsins fari samtals 39 milljónir króna...
13.09.2017 - 12:26

270 milljónir í aukna atvinnuþátttöku

Lagt er til í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar að tæpum 270 milljónum króna verði varið í að styðja við atvinnuþátttöku þeirra sem standa höllum fæti á vinnumarkaði.
12.09.2017 - 23:09

Tekjulægra fólk muni meira um 20 þúsund krónur

„Það munar auðvitað mjög miklu fyrir einstakling sem er ekki með nema 280 þúsund krónur á mánuði að fá 20 þúsund krónur í viðbót,“ sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í Kastljósi í kvöld aðspurður um hækkun á lífeyri til fólks sem býr eitt...
12.09.2017 - 21:08

Logi: Þeir sem minna mega sín sitja eftir

Þeir sem minna mega sín sitja eftir í fjárlagafrumvarpinu, segir formaður Samfylkingarinnar. Nýta hefði átt tækifærið í meiri uppbyggingu, segir formaður Framsóknar. Fjárlagafrumvarpið er nýkomið úr prentun og því hefur stjórnarandstöðunni eins og...
12.09.2017 - 19:17

Afgangurinn í takt við fjármálaáætlun

Markmið í fjárlagafrumvarpi um 44 milljarða króna afgang á rekstri ríkissjóðs á næsta ári er í samræmi við fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var í júní. Samkvæmt henni á að reka ríkissjóð með afgangi sem nemur minnst 1,5 prósentum af...
12.09.2017 - 12:17

Veruleg aukning vegna útlendingamála

Fjárheimildir til útlendingamála rúmlega tvöfaldast milli ára samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs sem birt var í morgun. Þær hækka úr 1,8 milljörðum í 3,7 milljarða. Við gerð síðustu fjárlaga var gengið út frá því að útgjöld vegna útlendingamála...
12.09.2017 - 12:09

Afgangur nýttur til að greiða skuldir

Fjármálaráðherra segir merkilegast í fjárlagafrumvarpinu sem hann kynnti í morgun að í því er afgangur sem nýttur verður til að greiða niður skuldir og í þágu velferðarmála. Virðisaukaskattur verður ekki hækkaður á ferðaþjónustuna fyrr en 1. janúar...
12.09.2017 - 11:57

Útgjöld til varnarmála hækka um fimmtung

Útgjöld ríkisins vegna öryggis- og varnarmála hækka um 22 prósent milli ára samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Gangi frumvarpið eftir verða útgjöldin helmingi hærri á næsta ári en þau voru árið 2016. Útgjöld til rannsókna og vísindastarfs dragast...
12.09.2017 - 11:45

Áhersla lögð á að halda jafnvægi í hagkerfinu

Fjármálaráðherra segir fjögur hagstjórnarmarkmið í fjárlagafrumvarpinu; aðhald í ríkisrekstri á meðan þensla er mikil, að varðveita kaupmátt launa með sátt á vinnumarkaði, að stuðla að stöðugleika í gengismálum og að tryggja og efla opinbera...
12.09.2017 - 09:35