Filippseyjar

Átök harðna á suðurhluta Filippseyja

Vígamenn stormuðu í gegnum borgina Marawi í suðurhluta Filippseyja í dag og féllu minnst 21 í átökum þeirra við öryggissveitir. Þeir lögðu eld að húsum, rændu rómversk kaþólskum presti og söfnuði hans og reistu fána samtakanna sem kenna sig við...
25.05.2017 - 01:53

Herlög á Filippseyjum

Herlög tóku gildi á Mindanao svæðinu á Filippseyjum í dag. Rodrigo Duterte, forseti landsins, gaf út skipun um það eftir átök öryggissveita lögreglu við vígamenn tengdum hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki í borginni Marawi....
24.05.2017 - 01:20

Duterte bannar reykingar á Filippseyjum

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur undirritað tilskipun sem bannar reykingar í almannarými í landinu öllu að viðlagðri fjögurra mánaða fangelsisrefsingu og sekt að jafnvirði rúmlega 10 þúsund króna. Reykingar verða bannaðar bæði innan- sem...
19.05.2017 - 08:35

Duterte afþakkar styrki ESB vegna gagnrýni

Stjórnvöld á Filippseyjum hyggjast ekki þiggja neina styrki frá Evrópusambandinu héðan í frá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sendiskrifstofu ESB í höfuðborg Filippseyja, Manila. Þar segir að ríkisstjórn Rodrigos Dutertes hafi upplýst fulltrúa...
18.05.2017 - 04:04

Duterte fær heimboð í Hvíta húsið

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bauð starfsbróður sínum í Filippseyjum, Rodrigo Duterte, í heimsókn í Hvíta húsið í vinsamlegu símtali þeirra í nótt. Saman ræddu þeir um ógnina sem stafar af Norður-Kóreu, en Duterte segir leiðtoga þeirra vilja...
30.04.2017 - 06:55

Þrír snarpir skjálftar á Filippseyjum

Þrír jarðskjálftar að stærðinni 5,9, 5,7 og 5 riðu yfir með skömmu millibili á Filippseyjum í dag. Upptök þeirra allra voru á Luzon eyju, rúmlega eitt hundrað kílómetra sunnan við höfuðborgina Manila. Fréttir hafa enn ekki borist af skemmdum eða...
08.04.2017 - 10:20

Duterte ýjar að herlögum og afnámi kosninga

Rodrigo Duterte, hinn umdeildi forseti Filippseyja, ýjaði enn að því í morgunsárið að ekki væri óhugsandi að hann setti herlög í landinu og blési af sveitarstjórakosningar sem fram eiga að fara í október næstkomandi. Þess í stað myndi hann...
23.03.2017 - 03:27

Refsað fyrir andstöðu við dauðarefsingu

Nefndarformenn á filippeyska þinginu sem kusu gegn dauðarefsingu misstu formannsstöðu sína. Varaforseta þingsins var einnig vikið úr starfi af sömu ástæðu. Nefndarformennirnir koma allir úr flokki forsetans Rodrigo Duterte.
16.03.2017 - 06:57

Kirkjan sakar Duterte um stríð gegn fátækum

Leiðtogar kaþólsku kirkjunnar á Filippseyjum saka forseta landsins um ógnarstjórn. Stríð gegn fíkniefnasölu, sem kostað hefur yfir 7.000 lífið, beinist fyrst og fremst gegn fátækum íbúum landsins. Prestar, nunnur og trúboðar berjast nú gegn...
05.03.2017 - 11:21

Harðasti andstæðingur Dutertes handtekinn

Lögregla á Filippseyjum handtók í morgun öldungadeildarþingkonuna Leilu de Lima, einn harðasta og áhrifamesta andstæðing Rodrigos Dutertes Filippseyjaforseta til margra ára. de Lima eyddi nóttinni á skrifstofu sinni í þinghúsinu en gaf sig fram við...
24.02.2017 - 04:25

Þúsundir sofa undir berum himni eftir skjálfta

Þúsundir íbúa borgarinnar Suriago á Filippseyjum hafast enn við undir berum himni, tveimur dögum eftir að öflugur jarðskjálfti reið þar yfir. Sex fórust í skjálftanum og yfir 200 slösuðust. Fjöldi eftirskjálfta hefur skekið borgina, sem er á...
12.02.2017 - 06:16

Duterte slítur friðarviðræðum við Maóista

Friðarviðræðum skæruliðahreyfingar Maóista við stjórnvöld í Filippseyjum er lokið. Þetta tilkynnti Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, í nótt. Báðir aðilar lýstu því yfir að vopnahlé, sem samið var um í ágúst, væri ekki lengur í gildi.
05.02.2017 - 06:47

Filippseyingar mótmæltu Trump

Hundruð Filippseyinga söfnuðust saman nærri bandaríska sendiráðinu í Manila í dag og mótmæltu Donald Trump, kjörnum Bandaríkjaforseta. Fólkið fordæmdi Trump fyrir kvenfyrirlitningu, kynþáttahatur og útlendingahatur. Þá létu mótmælendur í ljósi...
20.01.2017 - 09:38

Yfir 150 fangar struku í Filippseyjum

Vopnaðir menn réðust inn í fangelsi á sunnanverðum Filippseyjum í nótt og hleyptu yfir 150 föngum út. Tveggja klukkustunda skothríð braust út á milli fangavarða og árásarmannanna, sem töldu yfir hundrað, og gerði föngunum kleift að komast undan.
04.01.2017 - 04:41

Duterte segist hafa hent manni út úr þyrlu

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur upplýst að hann hafi myrt grunaðan mann með því að kasta honum út úr þyrlu. Í ávarpi, sem forsetinn flutti fórnarlömbum fellibyls, varaði hann spillta embættismenn við því að hann myndi taka þá af lífi...
29.12.2016 - 09:20