Færeyjar

Ása Músíktilrauna, Ray Davies og Rainbow

Gestur Fuzz í kvöld er Ása Hauksdóttir deildarstjóri menningamála í Hinu húsinu og framkvæmdastýra Músíktilrauna, en þær eru á næsta leiti.
17.03.2017 - 18:49

Kosið um nýja stjórnarskrá í Færeyjum 2018

Færeyingar kjósa um nýja stjórnarskrá í apríl á næsta ári. Þetta kemur fram á heimasíðu færeysku heimastjórnarinnar. Áður hafði verið boðað, að kosið yrði um nýju stjórnarskrána á þessu ári, en nú hefur kosningunum verið frestað til 25. apríl 2018....
11.02.2017 - 23:03

Fárviðri í Færeyjum

Fárviðri gengur nú yfir Færeyjar og er rafmagnslaust á öllum eyjum nema Suðurey og Sandey. Eignatjón hefur orðið, en ekki er vitað um slys á fólki.
25.12.2016 - 18:39
Erlent · Innlent · Færeyjar · Óveður · Veður

Kúbverjar vilja kaupa fisk af Færeyingum

Kúbverjar hyggjast kaupa fisk beint af Færeyingum til þess að sinna vaxandi ferðamannastraumi til Kúbu. Þá vilja stjórnvöld á Kúbu að Færeyingar veiði þroskkvóta sem Kúbverjar eiga á Flæmska hattinum.
05.10.2016 - 16:53

Undarlegur færeyskur fáni komst í umferð

Stjórnvöld í Danmörku ákváðu fyrr á þessu ári að draga skyldi fána Grænlands og Færeyja að húni á opinberum byggingum á þjóðhátíðardegi landanna. Þar sem þjóðhátíðardagur Færeyja, Ólafsvakan, var haldinn hátíðlegur í gær var færeyska fánanum flaggað...
30.07.2016 - 11:34

Færeyingar samþykkja samkynja hjónabönd

Færeyska lögþingið samþykkti seint í gærkvöld að leyfa samkynja hjónabönd. Fjöldi var saman kominn við lögþingið og varð mikill fögnuður meðal viðstaddra þegar í ljós kom að þingmenn höfðu samþykkt borgaralega samkynja hjónavígslu með 19 atkvæðum...
27.04.2016 - 05:26

Ferðaþjónusta blómstrar í Færeyjum

Mikill vöxtur hefur verið í ferðaþjónustu í Færeyjum á fyrri helmingi þessa árs. Gistinætur eru 16 prósent fleiri samanborið við sama tíma á síðasta ári.
06.10.2015 - 04:10

Sonja segir sig úr Jafnaðarflokknum

Fyrsti samkynhneigði þingmaðurinn í Færeyjum, Sonja J. Jógvansdóttir, hefur sagt sig úr Jafnaðarflokknum vegna þess að réttindi samkynhneigðra eru ekki tryggð í nýjum stjórnarsáttmála.
16.09.2015 - 13:03

Aksel V. Johannesen falið að mynda stjórn

Jógvan á Lakjuni, forseti færeyska þingsins, fól í dag Aksel V. Johannesen, leiðtoga Jafnaðarflokksins, að mynda nýja stjórn. Fjögurra flokka stjórn mið- og hægriflokka missti meirihluta sinn í þingkosningum í Færeyjum á þriðjudag.
03.09.2015 - 16:44

Lögmaður Færeyja baðst lausnar

Kaj Leo Holm Johannessen baðst í dag lausnar úr embætti lögmanns Færeyja. Stjórn hans missti meirihlutann í lögþingskosningunum í gær.
02.09.2015 - 21:30

Stjórnin féll í Færeyjum

Kaj Leo Johannessen, lögmaður Færeyja, og samsteypustjórn hans töpuðu naumlega meirihluta í þingkosningunum í dag. Úrslit lágu fyrir um klukkan hálf tólf í kvöld.
01.09.2015 - 23:51

Færeyska stjórnin virðist fallin

Allt bendir til að stjórn fjögurra mið- og hægriflokka sé fallin í Færeyjum.
01.09.2015 - 21:50

Færeyingar halda upp á Ólafsvöku

Þjóðhátíðardagur Færeyja er í dag, Ólafsvakan og mikið um dýrðir í Þórshöfn. Hátíðin hófst í gærkvöld, en hinn eiginlegi Ólafsvökudagur er í dag. Vakan er kennd við Ólaf helga Noregskonung, sem er verndardýrlingur Færeyja.
29.07.2015 - 20:42