Emmsjé Gauti

Tónaflóð 2016 aftur!

Í Konsert í kvöld bjóðum við upp á brot af því besta sem fram fór á Tónaflóði Rásar 2 á Arnarhóli á Menningarnótt í fyrra.

Emmsjé Gauti hversdagslegur í nýju myndbandi

Rapparinn Emmsjé Gauti hefur sent frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið „Lyfti mér upp“.
17.05.2017 - 11:47

Aldrei í kraftgalla - spilandi jötungrip!

Í Konsert kvöldsins heyrum við tónleika með Between Mountains, Hildi, Vök og Emmsjé Gauta frá Aldrei fór ég suður 2017.
04.05.2017 - 16:40

Emmsjé Gauti – Reykjavík

Emmsjé Gauti flytur lagið „Reykjavík“ í Stúdíó A, þar sem íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn flytja ný lög í viku hverri.
21.02.2017 - 15:26

Emmsjé Gauti og Aron Can – Silfurskotta

Emmsjé Gauti og Aron Can flytja lagið Silfurskotta í Stúdíó A, þar sem íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn flytja ný lög í viku hverri.
21.02.2017 - 14:55

Emmsjé Gauti og Kaleo með flestar tilnefningar

Rapparinn Emmsjé Gauti er tilnefndur íslensku tónlistarverðlaunanna í níu flokkum en tilnefningarnar voru kynntar í Hörpu rétt í þessu.

Gauti flytur þekkt íslenskt Eurovision lag

Rapparinn Emmsjé Gauti kemur fram á fyrri undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar í Háskólabíói þann 25. febrúar og þekur þar sitt uppáhalds íslenska Eurovision lag. Rætt var við Gauta í Morgunútvarpinu á Rás 2 í dag og reynt að fá upp úr honum hvaða...
09.02.2017 - 10:48

Gauti 27 og Dylan 25

Í Konsert kvöldins eiga þeir Emmsjé Gauti og Bob Dylan sviðið.

Glænýtt lag frá Emmsjé Gauta: „Lyfti mér upp“

Ný plata úr smiðju Emmsjé Gauta kemur út eftir 5 daga, á 27 ára afmælisdegi rapparans 19. nóvember næstkomandi. Um er að ræða 10 laga plötu, sem verður dreift frítt á netinu en hún kemur líka út í vínylplötu og í formi geisladisks. Þetta er önnur...
11.11.2016 - 18:22

Emmsjé Gauti hjá Matta á Bar 11 á laugardaginn

Emmsjé Gauti verður gestur Matta í kjallaranum á Bar 11 laugardaginn 29. október. Gauti fer yfir ferill sinn, spilar sína helstu áhrifavalda og heldur svo tónleika, allt í beinni á Rás 2. Örfáir miðar í boði, fylgstu með á Rás 2 og á miði.is.
25.10.2016 - 09:02

Glimrandi Tónaflóð á Menningarnótt

Í Rokklandi vikunnar er boðið upp á brot af því besta sem var spilað og sungið á Tónaflóði Rásar 2 á Arnarhóli á Menningarnótt.

Brjáluð bít og ruglaðar rímur

Gauti Þeyr Másson, Emmsjé Gauti, staðfestir að hann er einn máttugasti burðarstólpinn í hinni mjög svo virku hipphoppsenu Íslands á annarri plötu sinni, Vagg & Velta. Hún er plata vikunnar á Rás 2 í þetta sinnið.