Egyptaland

Sendir í eyðimörkina fyrir vanvirðingu

Heilbrigðisráðuneytið í Egyptalandi brást við skjótt þegar sex sjúkraflutningamenn tóku og birtu svokallaðar sjálfur sem þeir tóku af sér á vettvangi mannskæðs lestarslyss á föstudag. Voru þeir umsvifalaust færðir til í starfi og munu sinna...
13.08.2017 - 04:02

Tugir létust í járnbrautarslysi í Egyptalandi

Þrjátíu og sex eru látnir eftir að tvær járnbrautarlestir rákust á í dag í útjaðri Alexandríu í Egyptalandi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem heilbrigðisráðuneyti landsins sendi frá sér síðdegis. 123 slösuðust í árekstrinum.
11.08.2017 - 16:01

43 Egyptar dæmdir í lífstíðarfangelsi

Egypskur dómstóll dæmdi í gær 43 í lífstíðarfangelsi fyrir ofbeldisbrot í tengslum við mótmælaaðgerðir árið 2011, nokkrum mánuðum eftir að Hosni Mubarak, þáverandi forseta, var steypt af stóli. Allir voru sakborningarnir ákærðir fyrir uppþot,...
26.07.2017 - 05:29

Almennir borgarar létust í bílsprengjuárás

Sjö almennir borgarar létust þegar bílsprengja sprakk nærri eftirlitsstöð egypska hersins í Norður-Sínaí í gær. AFP fréttastofan hefur þetta eftir yfirlýsingu egypska hersins. 
25.07.2017 - 05:49

Tvær þýskar konur myrtar í Egyptalandi

Tvær þýskar konur létu lífið þegar maður réðist að hópi ferðafólks í strandbænum Hurghada í Egyptalandi í gær með hníf að vopni. Fyrstu fregnir af árásinni hermdu að fórnarlömb morðingjans hafi verið frá Úkraínu en nú er komið á daginn að þau voru...
15.07.2017 - 07:47

Egyptar hefndu hryðjuverkaárásar

Egypski herinn gerði loftárás á þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna í Líbíu, að sögn foseta Egyptalands, Abdul Fattah al-Sisi. Árásin er hefnd fyrir árás vígamanna á rútu safnaðar úr þjóðkirkju Egyptalands. Minnst 28 létust í árásinni og 25 til viðbótar...
27.05.2017 - 00:21

Egyptar loka á fréttasíður

Egypsk stjórnvöld lokuðu á vefsíður nokurra fjölmiðla í dag. AFP fréttastofan hefur eftir embættismanni úr varnarmálaráðuneytinu að 21 vefsíðu hafi verið lokað, þar á meðal öllum í eigu Al Jazeera fréttastofunnar og sjónvarpsstöð stjórnarandstæðinga...
25.05.2017 - 05:42

al-Sisi boðar þriggja mánaða neyðarlög

Abdul Fattah al-Sisi, Egyptalandsforseti, boðaði í kvöld setningu neyðarlaga vegna hryðjuverkaárásanna á tvær kirkjur egypskra kopta í dag, þar sem minnst 44 týndu lífi. Neyðarlögin eiga að gilda í þrjá mánuði. Þau heimila lögregluyfirvöldum að...
10.04.2017 - 02:56

Öryggisgæsla hert í Egyptalandi

Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, jók í dag öryggiseftirlit í landinu eftir að tvær sprengjur sprungu í og við kirkjur koptíska safnaðarins í landinu. Yfir fjörutíu kirkjugestir létust í árásunum.
09.04.2017 - 18:36

Tugir látnir eftir árásir á egypskar kirkjur

Hátt í fjörutíu eru látnir og yfir eitt hundrað særðir eftir að sprengjur sprungu í og við tvær kirkjur í Egyptalandi í dag. Ofsóknir gegn kristnum Egyptum hafa farið vaxandi að undanförnu. Öfgasinnaðir múslimar kenna þeim um að hafa átt þátt í að...
09.04.2017 - 12:18

Yfir 20 látnir í árás á kristna Egypta

Að minnsta kosti 25 eru látnir eftir að sprengja sprakk við kirkju trúfélags kopta í borginni Tanta, norðan við Kaíró, höfuðborg Egyptalands í dag. Yfir fjörutíu særðust í sprengingunni. Messa stóð yfir í tilefni pálmasunnudags. Sprengjan sprakk...
09.04.2017 - 09:24

Viðsnúningur í stefnu Bandaríkjanna

Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í gær yfir eindregnum stuðningi við Abdul Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands. Forveri hans í embætti Barack Obama, stöðvaði alla hernaðaraðstoð við Egyptaland vegna mannréttindamála eftir að al-Sisi rændi völum...
04.04.2017 - 15:44

Hosni Mubarak laus úr fangelsi

Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, var látinn laus úr fangelsi í dag. Hann dvaldi raunar að mestu leyti á hersjúkrahúsi síðastliðin sex ár, frá því að hann var hnepptur í varðhald.
24.03.2017 - 11:51

25 féllu í átökum á Sínaí-skaganum

10 egypskir hermenn og 15 uppreisnarmenn dóu á Sínaískaga í dag. Tvær sprengjur voru sprengdar í vegkanti þegar hermennirnir óku hjá, en þeir tóku þátt í áhlaupi á vígasveit sem talin er hafa tengsl við Íslamska ríkið. Þrír foringjar og sjö...
24.03.2017 - 01:51

Átta féllu í árás á lögreglu í Egyptalandi

Átta lögreglumenn féllu í sprengjuárás á Sínaí-skaga í Egyptalandi í morgun. Að sögn egypskra yfirvalda var bíl, hlöðnum sprengiefni, ekið á varðstöð lögreglunnar við borgina El-Arish. Í kjölfarið hafi vopnaðir menn ráðist með skothríð á varðstöðina.
09.01.2017 - 09:53