Dýravelferð

Köttur höggvinn sundur í Hveragerði

Á síðustu árum hefur köttum í Hveragerði verið byrlað eitur, þeir fluttir yfir Ölfusá og skildir eftir, og nú á dögunum fannst köttur sem búið var að höggva sundur. Bergljót Davíðsdóttir, íbúi í Hveragerði, segir að mikilvægt sé að komast til botns...
20.09.2017 - 09:31

Akfeitur hundur tekinn af eiganda sínum

Matvælastofnun hefur tekið hund af eiganda sínum á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að hundurinn hafi verið tjóðraður langtímum saman við staur og ekki fengið þá útivist og hreyfingu sem nauðsynlegt þótti. Hundurinn hafi verið...
31.08.2017 - 17:28

Fá sér sleðahunda því þeir líkjast ógnarúlfum

Peter Dinklage, leikari í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones, hefur hvatt aðdáendur þáttanna til að fá sér ekki sleðahunda af husky-tegund af þeirri ástæðu einni að þeir séu líkir hinum svokölluðu „ógnarúlfum“ í þáttunum. Fjöldi yfirgefinna husky-...
15.08.2017 - 16:30

Geta ekki stöðvað sölu á ólöglegum límgildrum

Músagildrur, sem seldar eru í íslenskum verslunum og líma mýs fastar við pappír eða plastbakka, uppfylla ekki ákvæði laga um velferð dýra að mati Matvælastofnunar, þar sem þær valda dýrunum óþarfa kvölum. Þótt ólöglegt sé að nota gildrurnar er ekki...
11.08.2017 - 07:30

Afhenda ekki gögn vegna vitneskju fréttamanna

Atvinnuvegaráðuneytið hefur hafnað beiðni fréttastofu um aðgang að gögnum um brot gegn velferð nautgripa á bænum Arkarlæk í Hvalfjarðarsveit árið 2015. Ástæðan er sú að fréttastofa veit á hvaða búi brotin voru framin. Ráðuneytið telur að einungis...
10.08.2017 - 17:56

Tvær milljónir kattamyndbanda á Youtube

Kötturinn vekur viðbrögð hvar sem á hann er minnst, en fyrir utan sjálfa manntegundina eru fá spendýr sem fá jafn mikið rými á internetinu, og til marks um það eru kattamyndbönd í myndbandabankanum Youtube um tvær milljónir talsins, og meðaláhorf á...
08.08.2017 - 12:58

Fjórir kettlingar skildir eftir í plastpoka

Kona á gangi í Hveragerði fann fjóra kettlinga í plastpoka í gróðurhúsi um miðjan síðasta mánuð. Þrír þeirra höfðu drepist en einn lifði af. Honum hefur verið gefið nafnið Askur.
02.08.2017 - 10:52

Lambið með mikla áverka – MAST kærir drápið

Matvælastofnun hefur kært til lögreglu grófar misþyrmingar og dráp á lambi í Breiðdal í byrjun júlí. Þá hefur komið í ljós komið að lambið var með mun meiri áverka en upphaflega var talið. Ekki aðeins var búið að skera það á háls, heldur var það...
19.07.2017 - 15:54

Skotið á fugla í Krísuvíkurbjargi

Starfsmenn Náttúrustofu Suðvesturlands fundu í vikunni nokkra tugi skothylkja á Krísuvíkurbjargi. Forstöðumaður stofnunarinnar segir ljóst að fólk hafi gert sér það að leik að skjóta fugla á eggjum en slíkt er óheimilt samkvæmt lögum.
19.07.2017 - 15:23

Bjarga allt að hundrað villiköttum

Sjálfboðaliðar hjá dýraverndunarfélaginu Villiköttum vinna nú að því að bjarga allt að hundrað villliköttum. Fyrr á árinu björguðu félagsmenn tugum katta sem ekki áttu í nein hús að vernda.
09.07.2017 - 20:09

Alvarlegar athugasemdir gerðar á 84 búum

Matvælastofnun gerði alvarlegar athugasemdir við velferð dýra á 84 búum í fyrra. Þriðjungur þeirra alifuglabúa sem skoðuð voru fékk alvarlegar athugasemdir.
03.07.2017 - 12:33

Hundamítill greindist á höfuðborgarsvæðinu

Nýtt tilfelli af brúna hundamítlinum hefur greinst á hundi á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Brúni hundamítillinn hefur aðeins greinst sex sinnum hér á landi, síðast í janúar og ekki greinst hér á landi frá...
15.06.2017 - 14:42

„Hætta fyrir skepnur og börn"

Lóga þurfti lambi sem lærbrotnaði eftir að hafa stigið í minkaboga við bæinn Svarthamar í nágrenni við Súðavík síðasta föstudag. Guðmundur Halldórsson, bóndi á bænum, segir slíka boga klemma fast og að ekki sé hægt að losa þá nema með miklu afli. „...
06.06.2017 - 11:11

Ungviði þarf ekki að bjarga

Við eigum það til að manngera ungviði og halda að það sé í hættu þótt sú sé ekki raunin. Þetta segir líffræðingur. Hún segir mikilvægt að leyfa ungviði eins og kópum að vera, þótt það virðist munaðarlaust.
29.05.2017 - 10:01

Sjaldnast ásetningsbrot í dýraverndarmálum

„Það er oftast þannig í dýraverndarmálum að þar eru ekki ásetningsbrot heldur annað sem liggur að baki eins og veikindi,“ segir Gunnar Þorkelsson héraðsdýralæknir, um vörslusviptingu sem gerð var hjá frístundabónda á Suðurlandi fyrir hálfum mánuði....
22.05.2017 - 14:26