Dýravelferð

Lambið með mikla áverka – MAST kærir drápið

Matvælastofnun hefur kært til lögreglu grófar misþyrmingar og dráp á lambi í Breiðdal í byrjun júlí. Þá hefur komið í ljós komið að lambið var með mun meiri áverka en upphaflega var talið. Ekki aðeins var búið að skera það á háls, heldur var það...
19.07.2017 - 15:54

Skotið á fugla í Krísuvíkurbjargi

Starfsmenn Náttúrustofu Suðvesturlands fundu í vikunni nokkra tugi skothylkja á Krísuvíkurbjargi. Forstöðumaður stofnunarinnar segir ljóst að fólk hafi gert sér það að leik að skjóta fugla á eggjum en slíkt er óheimilt samkvæmt lögum.
19.07.2017 - 15:23

Bjarga allt að hundrað villiköttum

Sjálfboðaliðar hjá dýraverndunarfélaginu Villiköttum vinna nú að því að bjarga allt að hundrað villliköttum. Fyrr á árinu björguðu félagsmenn tugum katta sem ekki áttu í nein hús að vernda.
09.07.2017 - 20:09

Alvarlegar athugasemdir gerðar á 84 búum

Matvælastofnun gerði alvarlegar athugasemdir við velferð dýra á 84 búum í fyrra. Þriðjungur þeirra alifuglabúa sem skoðuð voru fékk alvarlegar athugasemdir.
03.07.2017 - 12:33

Hundamítill greindist á höfuðborgarsvæðinu

Nýtt tilfelli af brúna hundamítlinum hefur greinst á hundi á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Brúni hundamítillinn hefur aðeins greinst sex sinnum hér á landi, síðast í janúar og ekki greinst hér á landi frá...
15.06.2017 - 14:42

„Hætta fyrir skepnur og börn"

Lóga þurfti lambi sem lærbrotnaði eftir að hafa stigið í minkaboga við bæinn Svarthamar í nágrenni við Súðavík síðasta föstudag. Guðmundur Halldórsson, bóndi á bænum, segir slíka boga klemma fast og að ekki sé hægt að losa þá nema með miklu afli. „...
06.06.2017 - 11:11

Ungviði þarf ekki að bjarga

Við eigum það til að manngera ungviði og halda að það sé í hættu þótt sú sé ekki raunin. Þetta segir líffræðingur. Hún segir mikilvægt að leyfa ungviði eins og kópum að vera, þótt það virðist munaðarlaust.
29.05.2017 - 10:01

Sjaldnast ásetningsbrot í dýraverndarmálum

„Það er oftast þannig í dýraverndarmálum að þar eru ekki ásetningsbrot heldur annað sem liggur að baki eins og veikindi,“ segir Gunnar Þorkelsson héraðsdýralæknir, um vörslusviptingu sem gerð var hjá frístundabónda á Suðurlandi fyrir hálfum mánuði....
22.05.2017 - 14:26

Grísir enn halaklipptir án deyfingar

Enn eru grísir halaklipptir á íslenskum svínabúum án deyfingar, þótt það hafi verið ólöglegt í meira en þrjú ár. Yfirdýralæknir segir að ekki sé til nógu góð deyfing sem hægt sé að beita á búunum. 
13.05.2017 - 19:45

Frakkar banna hvali í sædýragörðum

Frönsk stjórnvöld hafa lagt bann við því að ala höfrunga og háhyrninga í sædýragörðum. Dýraverndarsinnar vonast til þess að bannið boði endalok hvalasýninga í skemmtigörðum í framtíðinni.
07.05.2017 - 11:34

MAST kraftlaus vegna fjármagnsskorts

Skýrsla um Matvælastofnun staðfestir að skortur á fjármagni og afli til framkvæmda veldur því að stofnunin getur ekki sinnt lögbundnu hlutverki. Þetta segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar. Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata,...
02.05.2017 - 19:00

Matvælastofnun telur brot bóndans refsivert

Bóndi framdi refsivert brot þegar hann dró kú á eftir bíl sínum sem varð til þess að hún dó, segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir. Málið sé ömurlegt. Bóndinn slapp með áminningu. Sigurborg segir að Matvælastofnun hafi ekki verið byrjuð að beita...
25.04.2017 - 12:12

Hunda- og kattakjötsát bannað á Taívan

Stjórnvöld á Taívan hafa bannað sölu og neyslu hunda- og kattakjöts. Þetta kemur fram í nýjum lögum um dýravernd. Í eldri lögum var einungis bannað að versla með hunda- og kattakjöt.
12.04.2017 - 12:21

Fuglar Brúneggja komnir í eigu kröfuhafa

Starfsemi eggjaframleiðandans Brúneggja fluttist yfir í annað félag skömmu áður en Brúnegg ehf. var lýst gjaldþrota. Ekki fæst uppgefið hverjir nýir eigendur eru, en þeir munu vera úr hópi kröfuhafa.
09.03.2017 - 07:00

Vörslusviptingu nautgripa á Suðurlandi aflétt

Matvælastofnun hefur aflétt vörslusviptingu á nautgripabúi á Suðurlandi, en gripið var til hennar vegna vanfóðrunar dýra og aðbúnaðar þeirra. Um mánaðamótin janúar-febrúar var ástandið metið sem svo að aðgerðir þoldu ekki bið, en áður hafði ítrekað...
08.03.2017 - 14:13