Danmörk

Betlarar dæmdir í fangelsi í Danmörku

Þrír menn voru í dag dæmdir í tveggja vikna fangelsi fyrir betl á götum Kaupmannahafnar. Mennirnir mættu ekki fyrir dóminn og enginn húsgangsmaður hefur enn verið hnepptur í varðhald fyrir slíkar sakir í Danmörku. Fjórir hafa samt fengið...
25.07.2017 - 18:44

Vinsælla að deila bíl í Danmörku

Æ fleiri kjósa frekar að deila bíl en að eiga bíl í Danmörku. Það sem byrjaði sem tíska í höfuðborginni er að verða nokkuð útbreiddur siður víðar um landið. Um þetta er fjallað á vef danska ríkisútvarpsins, DR. Fyrirtæki á borð við Let's Go og...
24.07.2017 - 23:20

Danski pósturinn í djúpum vanda

Halli á rekstri danska póstsins eykst verulega samkvæmt hálfsársuppgjöri fyrirtækisins. Mjög róttækra aðgerða er þörf til að koma rekstrinum á réttan kjöl og forráðamenn póstsins hafa farið fram á 40 milljarða íslenskra króna til að ráðast í...
22.07.2017 - 12:51

Risastór rússneskur kafbátur fer um Stórabelti

Dmitrij Donskoj, stærsti kafbátur heims, sigldi í dag í gegnum Stórabelti á leið til St. Pétursborgar. Rússar segja að kafbáturinn, sem er kjarnorkuknúinn, eigi að taka þátt í hátíðarhöldum vegna 100 ára afmælishátíðar rússneska flotans.
21.07.2017 - 18:15

Fá hollan mat til að fækka endurinnlögnum

Líkurnar á því að sjúklingur þurfi aftur að vera lagður inn á spítala eftir að hann er sendur heim eru meiri ef hann temur sér ekki hollt mataræði. Þetta á ekki síst við um eldri borgara, enda er nýju framtaki í Danmörku ætlað að leggja eldri...
16.07.2017 - 14:47

Hjólhýsi dottin úr tísku í Danmörku

Svo virðist sem Danir séu margir of góðu vanir til að vilja fara í frí í hjólhýsi. Þetta segir umfjöllun danska ríkisútvarpsins, DR. Hjólhýsi séu einfaldlega dottin úr tísku. Tekið er fram að þrátt fyrir að Danir hafi meira milli handanna en skömmu...
15.07.2017 - 21:40

Apple fjárfestir fyrir milljarða í Danmörku

Bandaríski tæknirisinn áformar að fjárfesta í Danmörku á næstunni fyrir níu hundruð milljónir dollara, jafnvirði hátt í 95 þúsund milljóna íslenskra króna. Fyrirtækið hyggst reisa gagnaver í bænum Aabenraa á Suðaustur-Jótlandi, sem eingöngu verður...
10.07.2017 - 16:17

Biðja innfædda um að hjálpa sólbrenndum Dönum

Auglýsingaherferð dönsku krabbameinssamtakanna Kræftens Bekæmpelse hefur vakið nokkra athygli, meðal annars á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Er hver auglýsing stíluð á þjóð í landi þar sem Danir sækja gjarnan heim og er biðlað til  innfæddra um að...
09.07.2017 - 21:02

Danskur sjávarútvegur í blóma

Aflabrögð hafa verið með eindæmum góð hjá dönskum sjómönnum það sem af er ári. Afkoman í fyrra var með góð og útlit er fyrir að hún verði átta til tíu prósentum betri í ár.
06.07.2017 - 19:49

Sex nauðganir rannsakaðar á Hróarskeldu

Sex nauðgunarmál eru til rannsóknar hjá dönskum lögregluyfirvöldum vegna nýafstaðinnar Hróarskelduhátíðar. Í fyrra voru fimm slík mál til rannsóknar eftir hátíðina. Þetta segir á vef danska ríkisútvarpsins, DR. Þrátt fyrir þetta kallaði lögreglan...
03.07.2017 - 18:12

Ofbeldismenn settir í gæsluvarðhald í Árósum

Dómari í Árósum úrskurðaði í dag þrjá menn í gæsluvarðhald í fjórar vikur. Allir eru þeir í glæpasamtökunum Loyal to Familia sem hafa að undanförnu reynt að koma undir sig fótunum í borginni.
02.07.2017 - 15:21

Handtóku 22 úr glæpagengi í Árósum

Lögreglan á Austur-Jótlandi handtók í nótt 22 félaga í glæpagenginu Loyal to Familia í Árósum. Skálmöld hefur ríkt í borginni að undanförnu, þar sem glæpamenn berjast um völdin í undirheimunum.
01.07.2017 - 09:32

Baðmullarbörn á Hróarskeldu

„Blaut og hrakin börn sitja nú alein og foreldralaus með aðeins það sem þau geta borið á akri við Hróarskeldu. Þau finna tjöldum sínum hvergi stað, þú getur hjálpað.‟ Þannig hljómar textinn sem fylgir kaldhæðnislegri auglýsingu frá Hjalparstofnun...
28.06.2017 - 11:37

Tölvuárásin á Maersk árás á danskt samfélag

Tölvuárásin á danska skipafélagið Maersk í gær er árás á Danmörku sem samfélag. Þetta segir Brian Mikkelsen, efnahags- og viðskiptaráðherra Danmerkur. „Fyrir mér er þetta nánast efnahagslegt hryðjuverk, vegna þess að þetta getur sett stöndug...
28.06.2017 - 05:32

Danir finna fyrir BREXIT

Danskur útflutningur hefur orðið fyrir högginu á BREXIT, nú þegar meira en ár er liðið frá þjóðaratkvæðagreiðslunni á Bretlandi. Þetta segir í umfjöllun danska ríkisútvarpsins, DR. Þótt pundið hafi hrunið í verði nánast um leið og niðurstöður...
26.06.2017 - 06:15